Fleiri fréttir

Bláa Lónið nú opið um helgar eftir fjögurra mánaða lokun

Bláa Lónið verður opnað á ný á morgun eftir að hafa verið lokað frá 8. október. Bláa Lónið, veitingastaðurinn Lava, Silica hótel og verslun Bláa Lónsins í Svartsengi, verða opin allar helgar fram á vor. Retreat Spa verður opið á laugardögum.

Mynd­band sýnir fyrir­hugaða upp­byggingu í mið­bæ Akur­eyrar

Tillögur að uppbyggingu á lóðum við Austurbrú og Hafnarstræti í miðbæ Akureyrar liggja nú fyrir en þær voru til umfjöllunar í skipulagsráði bæjarins í gær. Þar var samþykkt að heimila forsvarsmönnum fjárfestingafélagsins Luxor ehf. að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi í samráði við Akureyrarbæ. Myndband sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu var jafnframt birt í gær sem nálgast má neðar í fréttinni.

Ítalía auglýst til sölu

Rekstur Veitingahússins Ítalíu hefur verið auglýstur til sölu. Um er að ræða einn rótgrónasta veitingastað landsins. Á Fasteignavef Vísis kemur fram að eftir þrjátíu ára farsælan rekstur hafi þeir Tino og Fabio ákveðið að rétta nýjum aðilum keflið.

Landsbankinn hagnaðist um 10,5 milljarða

Landsbankinn hf. hagnaðist um 10,5 milljarða króna í fyrra og arðsemi eiginfjár var 4,3 prósent. Árið 2019 var hagnaður bankans 18,2 milljarðar og arðsemi eiginfjár 7,5 prósent.

Guðrún nýr formaður Félags atvinnurekenda

Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, var kjörin formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í dag. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, lét af formennsku eftir fjögur ár í stóli formanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA.

Góði hirðirinn á­fram á Hverfis­götu

Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi.

Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels

Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir.

Þrír ráðnir til Dohop

Ingi Fjalar Magnússon, Daði Steinn Brynjarsson og Kristján Þór Jónsson hafa verið ráðnir sem sérfræðingar hjá ferðatæknifyritækinu Dohop.

Saksóknari fær gögn KPMG um Samherja eftir allt saman

Hæstiréttur hefur vísað frá kæru útgerðarfélagsins Samherja sem barist hefur fyrir dómstólum gegn því að endurskoðunarfyrirtækið KMPG þurfi að afhenda héraðssaksóknara gögn varðandi bókhald og reikningsskil Samherja hf og Samherja holding undanfarinn áratug.

Um fimmti hver Reyk­víkingur notar raf­hlaupa­hjól

Tæplega nítján prósent Reykvíkinga nota rafhlaupahjól eitthvað og tæp sex prósent nota þau einu sinni í viku eða oftar. Notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára og virkustu notendurnir eru búsettir í Háaleiti/Bústöðum.

Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum

Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut.

Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu

Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum.

Segir Icelandair getað lifað fram á vor 2022 þótt ekkert fari í gang

Forstjóri Icelandair segir félagið geta lifað í rúmt ár til viðbótar án þess að nokkuð fari í gang og kveðst bjartsýnn á að þurfa ekki að nýta ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti síðastliðið haust. Fyrirtækið var rekið með 51 milljarðs króna tapi á síðastliðnu ári. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Erla, Karl Ólafur og Leifur til Hvíta hússins

Erla María Árnadóttir, Karl Ólafur Hallbjörnsson og Leifur Wilberg Orrason eru nýir starfsmenn hjá Hvíta húsinu. Í tilkynningu kemur fram að með nýjum ráðningum sé verið að styðja við vöxt félagsins og mæta auknum umsvifum í starfseminni.

Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra

Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu.

Risadagur í Kauphöllinni hjá Icelandair eftir flökkusöguhelgi

Viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair voru 444 talsins í dag sem er fjórði stærsti dagurinn í fjölda viðskipta frá hlutafjárútboðinu síðastliðið haust og sá stærsti á árinu 2021. Veltan nam 544 milljónum króna svo meðalstærð viðskipta var 1,2 milljónir króna.

Flugmenn í þjálfun keyptu fimm þúsund hótelnætur

Á sama tíma tíma og flugheimurinn er í djúpri lægð vegna kórónufaraldursins hefur þjálfun erlendra flugmanna í flughermum Icelandair stóraukist. Þannig sendu erlend flugfélög fimm þúsund flugmenn í þjálfun til Hafnarfjarðar í fyrra.

Icelandair auglýsir stöður flugstjóra

Icelandair hefur undanfarið auglýst stöður flugstjóra, bæði fyrir farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og Boeing 757 farþegaþotum, á meðal starfandi flugmanna hjá félaginu.

Verslunarveldi á endastöð

Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins.

Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær

Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018.

RÚV mun sýna úr­slita­mót EM karla og kvenna í knatt­spyrnu

RÚV hefur tryggt sér sýningarréttinn á úrslitamótum Evrópukeppni (EM) karla í knattspyrnu árin 2024 og 2028. Evrópumótið 2024 verður haldið í Þýskalandi en ekki hefur verið ákveðið hvar mótið verður haldið 2028. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu

Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja.

Sjá næstu 50 fréttir