Viðskipti innlent

Ítalía auglýst til sölu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Veitingastaðurinn Ítalía hefur staðið við Laugaveg í þrjátíu ár.
Veitingastaðurinn Ítalía hefur staðið við Laugaveg í þrjátíu ár.

Rekstur Veitingahússins Ítalíu hefur verið auglýstur til sölu. Um er að ræða einn rótgrónasta veitingastað landsins. Á Fasteignavef Vísis kemur fram að eftir þrjátíu ára farsælan rekstur hafi þeir Tino og Fabio ákveðið að rétta nýjum aðilum keflið.

„Veitingastaðurinn Ítalia hefur alla tíð verið rekinn af alúð og metnaði þeirra er að honum hafa komið og ber stór hópur tryggra viðskiptavina vott um það. Ítlaía hefur alltaf haft yfirbragð þessa klassíska Ítalska veitingastaðar sem rekinn er af stórri fjölskyldu,“ segir í auglýsingunni.

Veitingastaðurinn hafi leyfi fyrir 100 manns en hann er á tveimur hæðum. Klassískur ítalskur matur þeirra á meðal pítsur hafa verið aðalsmerki staðarins. 

„Frábært tækifæri fyrir samheldna aðila til að taka við af þeim Tino og Fabio og eignast rótgróin og góðan veitingastað í hjarta miðborgarinnar. Verið er að selja rekstur staðarins ásamt öllum búnaði og öllu því sem fylgir og fylgja ber rekstrinum.“

Fasteignin er þó ekki til sölu en húseigendur muni gera langtímasamning við nýja eigendur veitingastaðarins.

Nánar á fasteignavef Vísis.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×