Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2021 18:11 Reynir Traustason á nú 75 prósent hlut í Mannlífi. Vísir/Vilhelm Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reyni en auk þeirra tveggja starfa Kristjón Kormákur Guðjónsson og Hjálmar Friðriksson á fréttastofu miðilsins. Reynir segir ánægjulegt að fá tækifæri til að leiða Mannlíf áfram og nú sem eigandi. „Við höfum verið í mikilli sókn undanfarin misseri. Af lestrarmælingum má ætla að lestur Mannlífs sé í dag talsvert meiri en samanlagður lestur þeirra þriggja netmiðla sem við bárum okkur saman við þegar ég hóf störf sem ritstjóri Mannlífs,“ segir hann í tilkynningu. Sast í ritstjórastól á síðasta ári Að sögn Reynis fara kaup hans og Trausta í gegnum einkahlutafélagið Sólartún ehf, sem er að 75% hluta í eigu Reynis og 25% hluta í eigu Trausta. Birtingur útgáfufélag, er í eigu Goðdala sem er 100% í eigu Sigríðar Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur, og gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Að sögn Reynis mun Mannlíf halda áfram samstarfi við miðla Birtings. Greint var frá því í júní á síðasta ári að Sigríður hafi keypt allt hlutafé í Birtingi af Fjárfestingarfélaginu Dalurinn ehf sem er skráð á Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóra Alvogen, og náinn samstarfsmann Róberts Wessmanns. Á sama tíma var tilkynnt að efnt yrði til samstarfssamnings um rekstur vefsvæðis sem yrði í umsjón og eigu Halldórs og myndi greiða fyrir birtingu á ritstjórnarefni framleiddu fyrir miðla Birtings. Halldór er skráður forsvarsmaður Man.is hjá Fjölmiðlanefnd en vefurinn hýsti um tíma efni Mannlífs og annað efni Birtíngs. Man.is vísar nú aftur á mannlif.is. Reynir var tók við sem ritstjóri Mannlífs í mars 2020 en og hafði þá einnig yfirumsjón með útgáfu vikublaðs undir sama nafni. Útgáfa fríblaðsins hefur síðan þá verið sett á ís. Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á 12,2 prósenta hlut í miðlinum ásamt Halldóru Jónsdóttur, fyrrverandi eiginkonu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Roald lætur af störfum hjá Birtingi Roald Viðar Eyvindsson heftur sagt skilið við Birting útgáfufélag en þar hefur hann starfað frá árinu 2017. 26. janúar 2021 10:35 Fjórtán starfsmönnum Birtíngs sagt upp Fjórtán starfsmönnum útgáfufélagsins Birtíngs hefur verið sagt upp störfum í skipulagsbreytingum og hagræðingu á rekstri útgáfufélagsins í dag. 28. maí 2020 23:20 Framkvæmdastjórinn eignast Birtíng 30. júní 2020 22:28 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reyni en auk þeirra tveggja starfa Kristjón Kormákur Guðjónsson og Hjálmar Friðriksson á fréttastofu miðilsins. Reynir segir ánægjulegt að fá tækifæri til að leiða Mannlíf áfram og nú sem eigandi. „Við höfum verið í mikilli sókn undanfarin misseri. Af lestrarmælingum má ætla að lestur Mannlífs sé í dag talsvert meiri en samanlagður lestur þeirra þriggja netmiðla sem við bárum okkur saman við þegar ég hóf störf sem ritstjóri Mannlífs,“ segir hann í tilkynningu. Sast í ritstjórastól á síðasta ári Að sögn Reynis fara kaup hans og Trausta í gegnum einkahlutafélagið Sólartún ehf, sem er að 75% hluta í eigu Reynis og 25% hluta í eigu Trausta. Birtingur útgáfufélag, er í eigu Goðdala sem er 100% í eigu Sigríðar Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur, og gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Að sögn Reynis mun Mannlíf halda áfram samstarfi við miðla Birtings. Greint var frá því í júní á síðasta ári að Sigríður hafi keypt allt hlutafé í Birtingi af Fjárfestingarfélaginu Dalurinn ehf sem er skráð á Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóra Alvogen, og náinn samstarfsmann Róberts Wessmanns. Á sama tíma var tilkynnt að efnt yrði til samstarfssamnings um rekstur vefsvæðis sem yrði í umsjón og eigu Halldórs og myndi greiða fyrir birtingu á ritstjórnarefni framleiddu fyrir miðla Birtings. Halldór er skráður forsvarsmaður Man.is hjá Fjölmiðlanefnd en vefurinn hýsti um tíma efni Mannlífs og annað efni Birtíngs. Man.is vísar nú aftur á mannlif.is. Reynir var tók við sem ritstjóri Mannlífs í mars 2020 en og hafði þá einnig yfirumsjón með útgáfu vikublaðs undir sama nafni. Útgáfa fríblaðsins hefur síðan þá verið sett á ís. Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á 12,2 prósenta hlut í miðlinum ásamt Halldóru Jónsdóttur, fyrrverandi eiginkonu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Roald lætur af störfum hjá Birtingi Roald Viðar Eyvindsson heftur sagt skilið við Birting útgáfufélag en þar hefur hann starfað frá árinu 2017. 26. janúar 2021 10:35 Fjórtán starfsmönnum Birtíngs sagt upp Fjórtán starfsmönnum útgáfufélagsins Birtíngs hefur verið sagt upp störfum í skipulagsbreytingum og hagræðingu á rekstri útgáfufélagsins í dag. 28. maí 2020 23:20 Framkvæmdastjórinn eignast Birtíng 30. júní 2020 22:28 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Roald lætur af störfum hjá Birtingi Roald Viðar Eyvindsson heftur sagt skilið við Birting útgáfufélag en þar hefur hann starfað frá árinu 2017. 26. janúar 2021 10:35
Fjórtán starfsmönnum Birtíngs sagt upp Fjórtán starfsmönnum útgáfufélagsins Birtíngs hefur verið sagt upp störfum í skipulagsbreytingum og hagræðingu á rekstri útgáfufélagsins í dag. 28. maí 2020 23:20