Viðskipti innlent

Segir Icelandair getað lifað fram á vor 2022 þótt ekkert fari í gang

Kristján Már Unnarsson skrifar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við höfuðstöðvar félagsins á Reykjavíkurflugvellli í morgun.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við höfuðstöðvar félagsins á Reykjavíkurflugvellli í morgun. Egill Aðalsteinsson

Forstjóri Icelandair segir félagið geta lifað í rúmt ár til viðbótar án þess að nokkuð fari í gang og kveðst bjartsýnn á að þurfa ekki að nýta ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti síðastliðið haust. Fyrirtækið var rekið með 51 milljarðs króna tapi á síðastliðnu ári. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Tap Icelandair á síðasta ári nam að jafnaði 140 milljónum króna á degi hverjum en Bogi Nils Bogason kynnti ársreikningana á fjárfestafundi í morgun.

Hann sagði Icelandair með sterka lausafjárstöðu og efnahagsreikning og þola langt óvissutímabil til viðbótar en kvaðst þó vongóður um að brátt sæi til sólar.

Alþingi samþykkti síðastliðið haust að veita Icelandair ríkisábyrgð að lánum og var Bogi spurður um hvort félagið þyrfti að ganga á ábyrgðina.

Hér má heyra svör Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair:


Tengdar fréttir

Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra

Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu.

Risadagur í Kauphöllinni hjá Icelandair eftir flökkusöguhelgi

Viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair voru 444 talsins í dag sem er fjórði stærsti dagurinn í fjölda viðskipta frá hlutafjárútboðinu síðastliðið haust og sá stærsti á árinu 2021. Veltan nam 544 milljónum króna svo meðalstærð viðskipta var 1,2 milljónir króna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×