2020 algjört metár á fasteignamarkaðnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 06:50 Veltan á íbúðamarkaði í fyrra sló öll met. Vísir/Vilhelm Þinglýstir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði fyrir árið 2020 eru 14% fleiri en árið 2019 eða tæplega 12.100 á móti um 10.600. Er þetta algjört metár því aðeins árið 2007 var fjöldi kaupsamninga meiri og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og annars staðar á landsbyggðinni var í raun um metár að ræða. Þá sló veltan á íbúðamarkaði öll met. Veltan, það er heildarupphæðir söluverðs í öllum stökum íbúðaviðskiptum, nam 600 milljörðum króna á síðasta ári sem er nærri 19% meira en árið 2019 á föstu verðlagi og 6% meira en árið 2007. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kemur út í dag. Þar segir að veltuaukningin undanfarin ár hafi verið sérstaklega mikil á Suðurlandi, Norðausturlandi og á Vestfjörðum en hóflegri á Austurlandi og Norðvesturlandi. Þetta mikla líf á fasteignamarkaði kemur meðal annars fram í hærra fasteignaverði: „Mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, auk takmarkaðs fjölda íbúða til sölu og lágra vaxta, hefur óhjákvæmilega leitt til hærra fasteignaverðs. Samkvæmt vísitölu söluverðs HMS hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 8,4% á undanförnum 12 mánuðum í desember og hefur hækkunartakturinn verið að aukast. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins nam hækkunin 6,2% sem er aðeins hærra en hefur verið undanfarna mánuði og annars staðar á landsbyggðinni nam 12 mánaða hækkunin 0,8% sem er ögn meira en mældist í desember en þó hefur hækkunartakturinn þar verið að leita niður á við,“ segir í skýrslunni. Þá hafa fyrstu kaupendur aldrei verið fleiri en í fyrra; samkvæmt tölum Þjóðskrár voru 30,3% af öllum kaupsamningum á árinu 2020 vegna fyrstu kaupa og hefur hlutfallið ekki mælst hærra eins langt og tölur ná, eða frá þriðja ársfjórðungi 2008. „Þess má geta að ef tveir aðilar kaupa saman er nóg að annar aðilinn hafi aldrei átt íbúð áður til þess að viðskiptin teljist til fyrstu kaupa,“ segir í skýrslu HMS en hana má nálgast í heild sinni hér. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Er þetta algjört metár því aðeins árið 2007 var fjöldi kaupsamninga meiri og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og annars staðar á landsbyggðinni var í raun um metár að ræða. Þá sló veltan á íbúðamarkaði öll met. Veltan, það er heildarupphæðir söluverðs í öllum stökum íbúðaviðskiptum, nam 600 milljörðum króna á síðasta ári sem er nærri 19% meira en árið 2019 á föstu verðlagi og 6% meira en árið 2007. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kemur út í dag. Þar segir að veltuaukningin undanfarin ár hafi verið sérstaklega mikil á Suðurlandi, Norðausturlandi og á Vestfjörðum en hóflegri á Austurlandi og Norðvesturlandi. Þetta mikla líf á fasteignamarkaði kemur meðal annars fram í hærra fasteignaverði: „Mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, auk takmarkaðs fjölda íbúða til sölu og lágra vaxta, hefur óhjákvæmilega leitt til hærra fasteignaverðs. Samkvæmt vísitölu söluverðs HMS hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 8,4% á undanförnum 12 mánuðum í desember og hefur hækkunartakturinn verið að aukast. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins nam hækkunin 6,2% sem er aðeins hærra en hefur verið undanfarna mánuði og annars staðar á landsbyggðinni nam 12 mánaða hækkunin 0,8% sem er ögn meira en mældist í desember en þó hefur hækkunartakturinn þar verið að leita niður á við,“ segir í skýrslunni. Þá hafa fyrstu kaupendur aldrei verið fleiri en í fyrra; samkvæmt tölum Þjóðskrár voru 30,3% af öllum kaupsamningum á árinu 2020 vegna fyrstu kaupa og hefur hlutfallið ekki mælst hærra eins langt og tölur ná, eða frá þriðja ársfjórðungi 2008. „Þess má geta að ef tveir aðilar kaupa saman er nóg að annar aðilinn hafi aldrei átt íbúð áður til þess að viðskiptin teljist til fyrstu kaupa,“ segir í skýrslu HMS en hana má nálgast í heild sinni hér.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent