2020 algjört metár á fasteignamarkaðnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 06:50 Veltan á íbúðamarkaði í fyrra sló öll met. Vísir/Vilhelm Þinglýstir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði fyrir árið 2020 eru 14% fleiri en árið 2019 eða tæplega 12.100 á móti um 10.600. Er þetta algjört metár því aðeins árið 2007 var fjöldi kaupsamninga meiri og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og annars staðar á landsbyggðinni var í raun um metár að ræða. Þá sló veltan á íbúðamarkaði öll met. Veltan, það er heildarupphæðir söluverðs í öllum stökum íbúðaviðskiptum, nam 600 milljörðum króna á síðasta ári sem er nærri 19% meira en árið 2019 á föstu verðlagi og 6% meira en árið 2007. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kemur út í dag. Þar segir að veltuaukningin undanfarin ár hafi verið sérstaklega mikil á Suðurlandi, Norðausturlandi og á Vestfjörðum en hóflegri á Austurlandi og Norðvesturlandi. Þetta mikla líf á fasteignamarkaði kemur meðal annars fram í hærra fasteignaverði: „Mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, auk takmarkaðs fjölda íbúða til sölu og lágra vaxta, hefur óhjákvæmilega leitt til hærra fasteignaverðs. Samkvæmt vísitölu söluverðs HMS hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 8,4% á undanförnum 12 mánuðum í desember og hefur hækkunartakturinn verið að aukast. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins nam hækkunin 6,2% sem er aðeins hærra en hefur verið undanfarna mánuði og annars staðar á landsbyggðinni nam 12 mánaða hækkunin 0,8% sem er ögn meira en mældist í desember en þó hefur hækkunartakturinn þar verið að leita niður á við,“ segir í skýrslunni. Þá hafa fyrstu kaupendur aldrei verið fleiri en í fyrra; samkvæmt tölum Þjóðskrár voru 30,3% af öllum kaupsamningum á árinu 2020 vegna fyrstu kaupa og hefur hlutfallið ekki mælst hærra eins langt og tölur ná, eða frá þriðja ársfjórðungi 2008. „Þess má geta að ef tveir aðilar kaupa saman er nóg að annar aðilinn hafi aldrei átt íbúð áður til þess að viðskiptin teljist til fyrstu kaupa,“ segir í skýrslu HMS en hana má nálgast í heild sinni hér. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Er þetta algjört metár því aðeins árið 2007 var fjöldi kaupsamninga meiri og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og annars staðar á landsbyggðinni var í raun um metár að ræða. Þá sló veltan á íbúðamarkaði öll met. Veltan, það er heildarupphæðir söluverðs í öllum stökum íbúðaviðskiptum, nam 600 milljörðum króna á síðasta ári sem er nærri 19% meira en árið 2019 á föstu verðlagi og 6% meira en árið 2007. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kemur út í dag. Þar segir að veltuaukningin undanfarin ár hafi verið sérstaklega mikil á Suðurlandi, Norðausturlandi og á Vestfjörðum en hóflegri á Austurlandi og Norðvesturlandi. Þetta mikla líf á fasteignamarkaði kemur meðal annars fram í hærra fasteignaverði: „Mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, auk takmarkaðs fjölda íbúða til sölu og lágra vaxta, hefur óhjákvæmilega leitt til hærra fasteignaverðs. Samkvæmt vísitölu söluverðs HMS hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 8,4% á undanförnum 12 mánuðum í desember og hefur hækkunartakturinn verið að aukast. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins nam hækkunin 6,2% sem er aðeins hærra en hefur verið undanfarna mánuði og annars staðar á landsbyggðinni nam 12 mánaða hækkunin 0,8% sem er ögn meira en mældist í desember en þó hefur hækkunartakturinn þar verið að leita niður á við,“ segir í skýrslunni. Þá hafa fyrstu kaupendur aldrei verið fleiri en í fyrra; samkvæmt tölum Þjóðskrár voru 30,3% af öllum kaupsamningum á árinu 2020 vegna fyrstu kaupa og hefur hlutfallið ekki mælst hærra eins langt og tölur ná, eða frá þriðja ársfjórðungi 2008. „Þess má geta að ef tveir aðilar kaupa saman er nóg að annar aðilinn hafi aldrei átt íbúð áður til þess að viðskiptin teljist til fyrstu kaupa,“ segir í skýrslu HMS en hana má nálgast í heild sinni hér.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira