Viðskipti innlent

Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Formaður Bændasamtakanna segir viðræður í gangi við allmarga áhugasama aðila um kaup á Hótel Sögu.
Formaður Bændasamtakanna segir viðræður í gangi við allmarga áhugasama aðila um kaup á Hótel Sögu. Vísir/Vilhelm

Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum.

Jón Atli segir að viðræður standi yfir við menntamálaráðuneytið um kaupin. Hugmyndin sé að flytja menntasvið Háskóla Íslands frá Stakkahlíð í bygginguna auk þess sem til skoðunar séu að þar verði verði skrifstofur, tæknideild og stúdentagarðar.

Í samtali við blaðið segir Jón Atli að það væri ódýrara að festa kaup á Hótel Sögu, að gefnum tilteknum forsendum, en að byggja nýtt húsnæði.

Morgunblaðið fjallar einnig um hið fornfræga hótel í dag og þar er rætt við Gunnar Þorgeirsson formann Bændasamtaka Íslands sem segir samtökin í viðræðum við allmarga áhugasama aðila um kaup á byggingunni.

Þar á meðal sé háskólinn, en einnig aðilar sem hafa áhuga á að reka hótel þar áfram og fyrirtæki áheilbrigðissviði sem kannar möguleika á því að breyta hótelinu í hjúkrunarheimili.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.