Nýju húsi ætlað að hafa sterka skírskotun í yfirbragð gamla hraðfrystihússins Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2021 07:53 Húsið muni standa á norðvesturjaðri lóðarinnar og þannig halda stöðu sinni sem „órjúfanlegur hluti af þeirri borgarmynd Reykjavíkur sem snýr til sjávar“. Kurtogpí Fimm byggingar munu rísa á lóðinni við Kirkjusand 2 í Reykjavík þar sem nú er að finna gamla Íslandsbankahúsið sem senn verður rifið. Arkitektastofan Kurtogpí varð hlutskörpust í samkeppni um nýja byggð á reitnum. Sagt er frá tillögunni á vefnum kirkjusandur.is. Íslandsbankahúsið var rýmt í byrjun árs 2017 eftir upp komst um rakaskemmdir og síðar kom í ljós að það væri það illa farið að þörf væri á að rífa húsið. Slíkt hafi kallað á heildarendurskoðun á lóðinni, en uppbygging hefur verið í gangi á gömlu Strætólóðinni, suður af reit Íslandsbankahússins, síðustu ár. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúðabygginga og atvinnuhúsinu á svæðinu. Úr tillögu Kurtogpí. Fyrir miðju má sjá endurbyggt Íslandsbankahús sem mun þjóna nýju hlutverki. Á bak við húsið er Sæbraut og sjórinn.Kurtogpí Í vinningstillögunni er gert ráð fyrir Íslandsbankahúsið, sem var upphaflega hraðfrystihús, verði endurbyggt sem íbúðarhús og beri „hið endurbyggða hús sterk einkenni gamla frystihússins hvort sem er í mælikvarða, samsetningu eða efniskennd,“ líkt og segir í tillögunni. Húsið muni standa á norðvesturjaðri lóðarinnar og þannig halda stöðu sinni sem „órjúfanlegur hluti af þeirri borgarmynd Reykjavíkur sem snýr til sjávar“. Er gert ráð fyrir að það verði sex hæðir, með þjónustu á jarðhæð en íbúðum á efri hæðum. Alls verði þar að finna 75 íbúðir og njóti sextíu þeirra útsýnis yfir sundin. „Á þaki hússins verður garður og leiksvæði fyrir íbúðirnar.og gróðurhús með gróðri, matjurtum o.fl.“ Lóðin sem um ræðir er í rauða hringnum. Á uppbygging hússins að vera einföld, burðarkerfið skýrt, með reglulegan hrynjanda og endurteknum opnunum á útveggjum sem hafi „sterka skírskotun í yfirbragð gamla hússins og iðnaðarbygginga þess tíma.“ Samkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, en fyrir henni stóð þróunarsjóðurinn Langbrók sem er í stýringu hjá Íslandssjóðum og lóðarhafi á Kirkjusandi 2. Forsögn samkeppninnar var unnin í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Skipulag Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Sagt er frá tillögunni á vefnum kirkjusandur.is. Íslandsbankahúsið var rýmt í byrjun árs 2017 eftir upp komst um rakaskemmdir og síðar kom í ljós að það væri það illa farið að þörf væri á að rífa húsið. Slíkt hafi kallað á heildarendurskoðun á lóðinni, en uppbygging hefur verið í gangi á gömlu Strætólóðinni, suður af reit Íslandsbankahússins, síðustu ár. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúðabygginga og atvinnuhúsinu á svæðinu. Úr tillögu Kurtogpí. Fyrir miðju má sjá endurbyggt Íslandsbankahús sem mun þjóna nýju hlutverki. Á bak við húsið er Sæbraut og sjórinn.Kurtogpí Í vinningstillögunni er gert ráð fyrir Íslandsbankahúsið, sem var upphaflega hraðfrystihús, verði endurbyggt sem íbúðarhús og beri „hið endurbyggða hús sterk einkenni gamla frystihússins hvort sem er í mælikvarða, samsetningu eða efniskennd,“ líkt og segir í tillögunni. Húsið muni standa á norðvesturjaðri lóðarinnar og þannig halda stöðu sinni sem „órjúfanlegur hluti af þeirri borgarmynd Reykjavíkur sem snýr til sjávar“. Er gert ráð fyrir að það verði sex hæðir, með þjónustu á jarðhæð en íbúðum á efri hæðum. Alls verði þar að finna 75 íbúðir og njóti sextíu þeirra útsýnis yfir sundin. „Á þaki hússins verður garður og leiksvæði fyrir íbúðirnar.og gróðurhús með gróðri, matjurtum o.fl.“ Lóðin sem um ræðir er í rauða hringnum. Á uppbygging hússins að vera einföld, burðarkerfið skýrt, með reglulegan hrynjanda og endurteknum opnunum á útveggjum sem hafi „sterka skírskotun í yfirbragð gamla hússins og iðnaðarbygginga þess tíma.“ Samkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, en fyrir henni stóð þróunarsjóðurinn Langbrók sem er í stýringu hjá Íslandssjóðum og lóðarhafi á Kirkjusandi 2. Forsögn samkeppninnar var unnin í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar.
Skipulag Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira