Viðskipti innlent

Icelandair auglýsir stöður flugstjóra

Birgir Olgeirsson skrifar
Flugvélar Icelandair  á Keflavíkurflugvelli. 
Flugvélar Icelandair  á Keflavíkurflugvelli.  Vísir/Vilhelm

Icelandair hefur undanfarið auglýst stöður flugstjóra, bæði fyrir farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og Boeing 757 farþegaþotum, á meðal starfandi flugmanna hjá félaginu.

Um 70 flugmenn starfa hjá félaginu í dag en samkvæmt kjarasamningi þeirra ber Icelandair að auglýsa slíkar stöður innan félagsins.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ekki liggja fyrir hversu margar flugstjórastöður verður ráðið í og þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um endurráðningu flugmanna.

Auk þess liggur ekki fyrir að svo stöddu hvenær MAX-vélarnar verða teknar í rekstur hjá félaginu né hversu margar MAX-vélar verða í flota Icelandair í sumar. Undirbúningur þess er þó þegar hafinn hjá félaginu.

Eins og staðan er í dag hafa fjórir flugmenn Icelandair verið þjálfaðir til að fljúga MAX-vélum. Flugvirkjar félagsins hafa undanfarið unnið að því að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný.


Tengdar fréttir

Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný

Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi.

Ferðaþjónustan bjartsýn en kallar eftir frekari aðgerðum stjórnvalda

Mikillar bjartsýni gætir meðal ferðaþjónustufyrirtækja en stór meirihluti þeirra ætlar að halda sínu striki samkvæmt könnun KPMG sem unnin var fyrir Nýársmálstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaklasans og KPMG. Á málstofu klasans kom fram að flest ferðaþjónustufyrirtæki skorti fjármagn til fjárfestinga og að nauðsynlegt væri að byggja upp innviði landsins eins og vegakerfi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×