Viðskipti innlent

Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Loðnunótin hífð um borð í Víking AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag.
Loðnunótin hífð um borð í Víking AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag. Arnar Halldórsson

Búist er við að íslensk fiskiskip hefji loðnuveiðar um miðja vikuna en útgerðir skipanna hafa beðið átekta meðan hrognafylling loðnunnar er að aukast og þar með verðmæti hennar. Fyrstu íslensku skipin eru farin að undirbúa brottför.

Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá loðnunótina hífða um borð í Víking AK í Sundahöfn í Reykjavík í dag. Á morgun er svo áformað að áhöfnin á Venusi NS taki veiðarfærin um borð og geri sig klára.

„Við erum hins vegar ekki búnir að ákveða brottför,“ sagði Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, í samtali við fréttastofu.

Áhöfn Víkings AK að gera skipið klárt til loðnuveiða.Arnar Halldórsson

Á sama tíma eru um þrjátíu norsk skip byrjuð loðnuveiðar á Austfjarðamiðum en einnig nokkur grænlensk og færeysk. Hefur loðnu norskra skipa verið landað til vinnslu í þremur höfnum austanlands, á Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Þar með er loðnuvinnsla hafin á ný á Austfjörðum eftir tæplega þriggja ára hlé.

Norsku skipin hafa öll verið að veiðum undan sunnanverðum Austfjörðum, norðan við Hvalbak. Grænlendingar og Færeyingar hafa verið norðar, á móts við Gletting og Dalatanga.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×