Fleiri fréttir

Telur nauðsynlegt fyrir Icelandair að fá fjármagn frá lífeyrissjóðum

Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn.

Framtíð Lækjarbrekku óljós eftir lokun

Veitingastaðnum Lækjarbrekku á Bankastræti hefur verið lokað. Eigendur staðarins greina frá því á vefsíðu Lækjarbrekku að vonast sé til þess að lokunin sé einungis tímabundin. Það verði þó að koma í ljós.

Ellefu lífeyrissjóðir eiga nærri helming hlutafjár í Icelandair

Ellefu lífeyrssjóðir eru meðal tuttugu stærstu hluthafa í Icelandair þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna annar stærsti hluthafi í félaginu. Formaður VR segir að ekki verði lagt upp í björgunarleiðangur fyrir Icelandair nema félagið standi vörð um réttindi fólks. Þá þurfi fyrst og fremst að huga að því við fjárfestingu að hún sé fýsileg fyrir sjóðsfélaga.

Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar.

Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi

Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum.

Café Paris lokað og fransk-ítalskur staður fyllir í skarðið

Veitingastaðurinn og kaffihúsið Café Paris á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis mun hverfa úr veitingaflóru Reykjavíkurborgar í lok maí. Í staðinn mun opna veitingastaður sem leggur áherslu á mat undir frönskum og ítölskum áhrifum.

Boðað til starfsmannafundar hjá Icelandair

Að því er segir í tilkynningu til starfsmanna um fundinn mun Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, fara yfir stöðu mála og svara þeim spurningum sem starfsmenn kunna að hafa.

Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum

Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun.

Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair

Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn.

Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð

Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum.

Blómasala í miklum blóma þvert á væntingar

Þrátt fyrir að blómasala hafi tekið dýfu strax eftir að samkomubannið var sett á um miðjan marsmánuð hefur blómasala tekið við sér á nýjan leik. Segja má að hún sé í miklum blóma.

Ólöf tekur við af Herði

Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, hefur verið ráðin samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Lækka virði hluta­fjár síns í kísil­veri PCC

Fimm íslenskir lífeyrissjóðir og Íslandsbanki hafa lækkað virði hlutafjár síns í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík um tvo milljarða, í einstaka tilfellum um allt að hundrað prósent.

Þrír nýir stjórnendur ráðnir í Þjóðleikhúsið

Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir í Þjóðleikhúsið. Magnús Geir Þórðarson tók við starfi þjóðleikhússtjóra þann 1. janúar síðastliðinn og hann hefur nú fengið til liðs við sig þau Steinunni Þórhallsdóttur, Jón Þorgeir Kristjánsson og Kristínu Ólafsdóttur.

ESA samþykkir ríkis­á­byrgðir á við­bótar­lánum

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ráðstöfun íslenskra stjórnvalda sem snýr að því að tryggja þeim fyrirtækjum sem eru í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar aðgang að lausu fé.

Hagstofan opnar kórónuveiruvef

Áhrif kórónuveirunnar á íslenskt samfélag og efnahag eru slík að Hagstofa Íslands taldi tilefni til að ýta úr vör eigin undirsíðu

Sjá næstu 50 fréttir