Landsvirkjun gefur grænt ljóst á framleiðslu húðvara við Mývatn Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2020 10:38 Vegna COVID-19 veirufaraldsins var undirritunarfundurinn haldinn með aðstoð fjarfundaforrits. Ofar til vinstri er Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar, við hlið hennar er Hörður Arnarson forstjóri. Neðar til vinstri er Fida Abu Libdeh, stofnandi MýSilica og við hlið hennar er Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir viðskiptaþróunarstjóri. Á minni mynd má sjá Harald Hallgrímsson, forstöðumann viðskiptaþróunar og sölu, en aðrir viðstaddir voru Helgi Jóhannesson, yfirmaður lögfræðimála, Gylfi Már Geirsson, yfirmaður orkukaupa og Geir Arnar Marelsson, lögfræðingur. landsvirkjun Til stendur að vinna hráefni úr jarðhitavatni sem fellur til við orkuvinnslu á starfssvæði Landsvirkjunnar við Mývatn. Fyrirtækið MýSilica hefur í hyggju að nýta hráefnið til að framleiða húðvörur. Landsvirkjun og MýSilica hafa undirritað samning þess efnis. Hann er sagður taka til rannsókna, þróunar og framleiðslu á umræddum húð- og snyrtivörum. Til stendur að byggja upp aðstöðu sem ætlað er að nýtist „fyrir nýsköpun og fjölnýtingu“ og verður MýSilica fyrsta sprotafyrirtækið til að nýta aðstöðuna. Landsvirkjun greinir sjálf frá þessum samningi og segir markmið hans að „auka verðmætasköpun úr þeim efnum sem verða til við orkuvinnslu Landsvirkjunar og hafa hingað til ekki verið nýtt sérstaklega.“ Fyrirtækið MýSilica er sagt sérhæfa sig í þróun, framleiðslu og markaðsetningu á húðvörum. Haft er eftir stofnanda fyrirtækisins, Fida Abu Libdeh, að verkefnið hafi verið í þróun í nokkur ár og að þau fagni þessum áfanga. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segist að sama skapi spenntur fyrir þessari starfsemi. „Við sjáum mikil tækifæri í frekari nýtingu þeirra strauma sem falla til í starfsemi okkar. Nýsköpunarstarfsemi á borð við þetta spennandi verkefni MýSilica getur orðið mikilvægur þáttur í hringrásarhagkerfinu og stuðlað að aukinni sjálfbærri þróun og bættri nýtingu auðlindarinnar.“ Nýsköpun Orkumál Skútustaðahreppur Landsvirkjun Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Til stendur að vinna hráefni úr jarðhitavatni sem fellur til við orkuvinnslu á starfssvæði Landsvirkjunnar við Mývatn. Fyrirtækið MýSilica hefur í hyggju að nýta hráefnið til að framleiða húðvörur. Landsvirkjun og MýSilica hafa undirritað samning þess efnis. Hann er sagður taka til rannsókna, þróunar og framleiðslu á umræddum húð- og snyrtivörum. Til stendur að byggja upp aðstöðu sem ætlað er að nýtist „fyrir nýsköpun og fjölnýtingu“ og verður MýSilica fyrsta sprotafyrirtækið til að nýta aðstöðuna. Landsvirkjun greinir sjálf frá þessum samningi og segir markmið hans að „auka verðmætasköpun úr þeim efnum sem verða til við orkuvinnslu Landsvirkjunar og hafa hingað til ekki verið nýtt sérstaklega.“ Fyrirtækið MýSilica er sagt sérhæfa sig í þróun, framleiðslu og markaðsetningu á húðvörum. Haft er eftir stofnanda fyrirtækisins, Fida Abu Libdeh, að verkefnið hafi verið í þróun í nokkur ár og að þau fagni þessum áfanga. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segist að sama skapi spenntur fyrir þessari starfsemi. „Við sjáum mikil tækifæri í frekari nýtingu þeirra strauma sem falla til í starfsemi okkar. Nýsköpunarstarfsemi á borð við þetta spennandi verkefni MýSilica getur orðið mikilvægur þáttur í hringrásarhagkerfinu og stuðlað að aukinni sjálfbærri þróun og bættri nýtingu auðlindarinnar.“
Nýsköpun Orkumál Skútustaðahreppur Landsvirkjun Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira