Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, hefur verið ráðin samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þetta kemur fram í Markaðnum í dag en þar segir að hún hafi tekið til starfa hjá SA fyrr í þessum mánuði.
Ólöf tekur við starfinu af Herði Vilberg en hann hefur tekið við stöðu verkefnastjóra á markaðssviði Íslandsstofu, eftir að hafa stýrt samskiptamálum hjá SA í fimmtán ár.
Ólöf lét af störfum sem ritstjóri Fréttablaðsins í október á síðasta ári.