Viðskipti innlent

Hagstofan opnar kórónuveiruvef

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hagstofa Íslands er til húsa í Borgartúni.
Hagstofa Íslands er til húsa í Borgartúni. Vísir/hanna

Áhrif kórónuveirunnar á íslenskt samfélag og efnahag eru slík að Hagstofa Íslands taldi tilefni til að ýta úr vör eigin undirsíðu. Þar hefur stofnunin tekið saman hinar ýmsu tilkynningar og talnaefni um margvíslegar birtingarmyndir faraldursins.

Á undirsíðu Hagstofunnar má nálgast fjórar úttektir sem stendur; áhrif veirunnar á kortaveltu, kaup á hótelherbergjum, fjölgun þeirra sem iðka fjarvinnu og lækkun útflutningsverðmætis sjávarafurða.

Kórónuveiruvef Hagstofunnar má nálgast hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×