Viðskipti innlent

Íslendingar fá ókeypis áskrift að Apple Music í hálft ár

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Apple Music er í hópi stærstu tónlistaveita heims.
Apple Music er í hópi stærstu tónlistaveita heims. apple

Tónlistarveitan Apple Music er formlega orðin aðgengileg á Ísland. Hún byggir á grunni iTunes-verslunarinnar sem ýtt var úr vör árið 2003.

Íslenskir Apple-notendur fengu tölvupóst í morgun þar sem tilkynnt var að þeim byðist hálfs árs, ókeypis prufuáskrif að Apple Music vegna komu veitunnar. Verslunin Macland, sem sérhæfir sig í sölu Apple-vara, greinir aukinheldur frá tíðindunum á vefsíðu sinni.

Þar segir að Apple Music sé ein stærsta veita sinnar tegundar, innihaldi rúmlega 60 milljón lög sem aðgengileg eru í 167 löndum. Þar megi jafnframt nálgast lagalista, daglegar útgáfur og útvarpsstöðvar.

Þó svo að tónlistarveitan sé sniðin að Apple-vörum, eins og iPhone og iPad, megi jafnframt nota hana á Android- sem og öðrum tækjum. Apple Music má t.a.m. nálgast hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×