Halda kröfunni til streitu: „Feginn að hafa ekki verið í þessum hópi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 12:51 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, var í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. VSV/Vísir/Óskar P. Friðriksson Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka spurði Kristján hvert næsta skref Vinnslustöðvarinnar væri, en Sigurgeir Brynjar segir félagið ætla að halda skaðabótakröfu sinni til streitu. „Ég get nú bara sagt það að ég er afskaplega feginn að hafa ekki verið í þessum hópi. Því að það er engin launung á því að Ísfélagsmenn sögðu okkur ekki satt þegar þeir kynntu hvað þeir ætluðu að gera og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Ég hefði ekki viljað fylgja þeim í þeim sporum. Það er hins vegar þannig að við Vestmannaeyingar erum vanir stormi í óeiginlegri og eiginlegri merkingu og það að við séum með stjórn sem er róleg þó að það sé stormur, átök og spurningar þá erum við bara að velta málunum fyrir okkur. Menn hafa ró og yfirvegun að vopni. Þar sem ég er gamall sjóari þá hefði ég ekki viljað vera á skipi undir stjórn skipstjóra sem færi á taugum við minnsta blástur. Við þurfum að koma okkur í gegnum blásturinn, við þurfum að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þetta mál er búið að standa í tíu ár. Það að það dúkki núna upp er hrein tilviljun og ég skil angist þjóðarinnar og ég skil reiði mjög margra. Bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir hafa látið hafa eftir sér að þau kvíði ekki niðurstöðunni enda krefst ríkið sýknu. Niðurstaðan verður aldrei fyrr en eftir þrjú til fimm ár,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. ,Þannig þú ferð ekki sömu leið? „Nei,“ sagði Sigurgeir. Hlusta má á viðtalið við Sigurgeir Brynjar í heild sinni í spilaranum að neðan. Sjávarútvegur Sprengisandur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka spurði Kristján hvert næsta skref Vinnslustöðvarinnar væri, en Sigurgeir Brynjar segir félagið ætla að halda skaðabótakröfu sinni til streitu. „Ég get nú bara sagt það að ég er afskaplega feginn að hafa ekki verið í þessum hópi. Því að það er engin launung á því að Ísfélagsmenn sögðu okkur ekki satt þegar þeir kynntu hvað þeir ætluðu að gera og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Ég hefði ekki viljað fylgja þeim í þeim sporum. Það er hins vegar þannig að við Vestmannaeyingar erum vanir stormi í óeiginlegri og eiginlegri merkingu og það að við séum með stjórn sem er róleg þó að það sé stormur, átök og spurningar þá erum við bara að velta málunum fyrir okkur. Menn hafa ró og yfirvegun að vopni. Þar sem ég er gamall sjóari þá hefði ég ekki viljað vera á skipi undir stjórn skipstjóra sem færi á taugum við minnsta blástur. Við þurfum að koma okkur í gegnum blásturinn, við þurfum að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þetta mál er búið að standa í tíu ár. Það að það dúkki núna upp er hrein tilviljun og ég skil angist þjóðarinnar og ég skil reiði mjög margra. Bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir hafa látið hafa eftir sér að þau kvíði ekki niðurstöðunni enda krefst ríkið sýknu. Niðurstaðan verður aldrei fyrr en eftir þrjú til fimm ár,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. ,Þannig þú ferð ekki sömu leið? „Nei,“ sagði Sigurgeir. Hlusta má á viðtalið við Sigurgeir Brynjar í heild sinni í spilaranum að neðan.
Sjávarútvegur Sprengisandur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52
Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45