Viðskipti innlent

Lands­net nýtir sér ís­lenska ný­sköpun til að fylgjast með á­standi há­spennu­inn­viða

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Landsnet og Laki Power munu sameina krafta sína í vöruþróun og útbreiðslu á tækninýjungum Laka Power í íslenska raforkukerfinu.
Landsnet og Laki Power munu sameina krafta sína í vöruþróun og útbreiðslu á tækninýjungum Laka Power í íslenska raforkukerfinu. Aðsend/Landsnet

Landsnet og Laki Power hafa gert með sér samkomulag um samstarf á sviði vöruþróunar og útbreiðslu nýs eftirlitskerfis Laka Power, sem ber heitið LKX-201. Eftirlitskerfið gerir það mögulegt að fylgjast með ástandi háspennuinnviða í rauntíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

Landsnet hefur komið að þróun og prófunum á eftirlitskerfinu frá upphafi og eru í dag tvær frumgerðir í notkun hjá íslenska raforkukerfinu. Kerfið er að sögn Landsnets afar umhverfisvænt og skilar það allt að hundrað sinnum meira afli en aðrar samanburðarhæfar lausnir á markaði.

Kerfið byggir á svokallaðri PowerGRAB tækni félagsins sem vinnur raforku úr rafsegulsviðinu sem umlykur háspennulínurnar.

„Landsnet leggur áherslu á að styðja við íslenska nýsköpun og sjáum við mikil tækifæri fyrir eftirlitskerfi og tækni Laka Power í flutningskerfinu. LKX-201 kerfið er vistvæn lausn sem býður upp á áður óþekkta möguleika í rauntímaeftirliti sem geta haft í för með sér lægri rekstrarkostnað, betri nýtingu innviða og aukið rekstraröryggi,“ segir Nils Gústavsson framkvæmdastjóri hjá Landsneti.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×