Fleiri fréttir

Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun

Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi.

3,5 milljarðar til sautján starfsmanna Kaupþings

Sautján starfsmenn Kaupþings ehf. fengu samtals rúmlega 3,5 milljarða í laun á síðasta ári. Félagið heldur utan um eignir þrotabús hins fallna banka Kaupþings. Þrjár blaðsíður vantaði í ársreikning félagsins, fyrir mistök hjá Ríkisskattstjóra að sögn starfsmanns Kaupþings.

Hildur frá Brimi til SFS

Hildur Hauksdóttir hefur verið ráðin til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þar sem hún mun gegna stöðu sérfræðings í umhverfismálum.

Borgun þarf að greiða kaupauka sem það felldi niður

Borgun hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi forstöðumanni alþjóðasviðs fyrirtækisins 1,6 milljónir vegna kaupauka sem forstöðumaðurinn taldi sig eiga rétt á. Borgun hafði tilkynnt honum að kaupaukinn yrði felldur niður.

SI losa sig við vottunarstofu

Hluthafar vottunarstofunnar Vottun hf. hafa selt hana starfsmönnum fyrirtækisins. Talsverð vandræði hafa verið á rekstri fyrirtækisins en það missti faggildingu sína um tíma fyrir tæpu ári.

Gillz veðjar á steinsteypuna

Fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, hefur fjárfest í tveimur íbúðum á Ásbrú og leigir þær nú þegar út. Hann segist hafa trú á steypu og Reykjanesi.

Arion og Landsbankinn lækka vexti

Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum.

Ný bensínstöð markar tímamót

Á horni bílastæðisins við verslunarkjarnann Lindir í Kópavogi eru hafnar framkvæmdir sem marka ákveðin tímamót.

OZ nælir í 326 milljóna styrk

Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hefur hlotið 326 milljón króna þróunarstyrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins.

Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista

Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg.

Séu undir það búnir að verðhækkunum linni

Aðilar á atvinnuhúsnæðismarkaði og lánveitendur verða að vera undir það búnir að viðvarandi verðhækkunum linni fyrr en síðar. Nokkur hætta er á að það skapist offramboð sem muni hafa í för með sér verðlækkanir.

Vilja vinna bug á túlípanaskorti

Afskornir túlípanar eru ófáanlegir á Íslandi þessa dagana. Það þarf þó ekki að koma að öllu leyti á óvart því innlendir framleiðendur geta bara boðið upp á þessi vinsælu blóm frá desembermánuði til páska.

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána.

Hausaveiðarar leita að tíum

Algengara er að fyrirtæki noti svokallaðar hausaveiðar til að finna hæfa stjórnendur að sögn ráðgjafa. Ráðningar af þessu tagi sveiflist í takt við hagkerfið. Duglegt fólk sem vex í starfi kemst fljótt á radarinn.

Á 10 prósent í Loftleiðum Cabo Verde

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, á 10 prósenta hlut í Loftleiðum Cabo Verde sem keyptu í febrúar 51 prósents hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Þetta kemur fram í ársreikningi.

Meiri afköst og sömu gæði í Litháen

Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, segir offramboð í ferðaþjónustu. Eigendur fyrirtækja þurfi að leggja egóið til hliðar og skoða samruna af alvöru.

Verður fyrirtæki án hliðstæðu í svefni

Nox Medical og Fusion Health hafa sameinast í Nox Health. Sameinað fyrirtæki veltir rúmlega fjórum milljörðum og er skuldlaust. Sjóður í rekstri Alfa framtaks kemur inn í hluthafahópinn.

Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna

Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda

Verktakafyrirtæki og SI standa að baki stefnu á hendur borginni vegna þess sem þau telja ólögmæt innviðagjöld. Numið milljörðum króna síðustu ár. Lögmaður hagsmunaaðila segir að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi.

Landlæknir flytur á Höfðatorg

Embætti landlæknis sem flytja þurfti úr húsnæði sínu fyrir ári vegna myglu ætlar að flytja á sjöttu hæð á Höfðatorgi.

Sjá næstu 50 fréttir