Viðskipti innlent

Icelandair lækkaði enn í Kauphöll

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 38% á árinu.
Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 38% á árinu. Vísir/Vilhelm
Hlutabréf Icelandair Group héldu áfram að lækka í Kauphöllinni í gær og nam lækkunin 2,2 prósentum. Á undanförnum sjö dögum nemur lækkunin tíu prósentum.

ViðskiptaMogginn sagði í forsíðufrétt í gær að „15. október gæti orðið sögulegur dagur í íslenskri f lugsögu“ því að þá myndi draga til tíðinda hjá tveimur flugfélögum sem unnið sé að því að koma á loft. Um er að ræða WAB air, sem fyrrverandi starfsmenn eru í forsvari fyrir, og WOW 2 þar sem bandaríska athafnakonan Michele Roosevelt Edwards stendur í stafni eftir kaup á vörumerki WOW af þrotabúi þess.

Sveinn Ingi Steinþórsson, stjórnarformaður WAB air, vildi ekkert láta hafa eftir sér spurður um áform félagsins og hvort búið væri að tryggja fjármögnun og flugvélar fyrir starfsemina.

Hlutabréfaverð Icelandair hefur ekki verið lægra frá mars 2012. Gengið hefur lækkað um 38 prósent það sem af er ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×