Meirihluta stjórnar Valitor var skipt út í miðju söluferli Hörður Ægisson skrifar 14. október 2019 06:45 Valitor var rekið með tæplega 2,8 milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Fréttablaðið/Stefán Meirihluta stjórnarmanna Valitor, meðal annars formanni stjórnar, hefur verið skipt út en greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, var sett í formlegt söluferli fyrr á þessu ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gengið frá breytingunum í síðustu viku. Þau Herdís Fjeldsted, varaformaður stjórnar Arion banka og fyrrverandi forstjóri Framtakssjóðs Íslands, Renier Lemmens, stjórnarmaður í Arion sem hefur meðal annars verið forstjóri hjá PayPal og setið í stjórn breska fjártæknifyrirtækisins Revolut, og Þór Hauksson, sem starfaði áður í fjármálaráðgjöf Deloitte og stýrði fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands, koma ný inn í fimm manna stjórn Valitor. Á meðal þeirra sem fara út úr í stjórn félagsins er Guðmundur Þorbjörnsson, sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri EFLU, en hann hefur setið í stjórninni frá árinu 2010 og gegnt starfi stjórnarformanns undanfarin sex ár. Þá hafa þau Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, og Jónína S. Lárusdóttir, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion í síðasta mánuði, einnig hætt í stjórn Valitor. Greiðslumiðlunarfyrirtækið er skilgreint sem eign til sölu í reikningum Arion banka og yfirlýst markmið bankans er að selja félagið að hluta eða fullu. Gert hefur verið ráð fyrir því að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári en bandaríski fjárfestingarbankinn Citi hefur umsjón með sölunni. Áhugasamir fjárfestar höfðu frest til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í Valior um miðjan júlí síðastliðinn en í reikningum Arion banka er Valitor bókfært á 13,2 milljarða króna. Engar upplýsingar hafa fengist hjá Arion um hversu mörg tilboð bárust í Valitor en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að undanförnu staðið yfir viðræður við nokkra áhugasama fjárfesta. Fari Ísland á svonefndan gráan lista FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, eins og fastlega er gert ráð fyrir að verði niðurstaðan síðar í þessum mánuði, gæti það sett strik í reikninginn fyrir söluferlið á Valitor, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Greint var frá því í liðinni viku að sérfræðingahópur FATF teldi að enn stæðu út af sex atriði hjá stjórnvöldum sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ísland fer þá á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Á síðasta ári nam tap Valitor Holding, sem er með starfsstöðvar á Íslandi, í Danmörku og Bretlandi, um 1,9 milljörðum króna en Valitor hefur ráðist í miklar fjárfestingar samhliða örum vexti í alþjóðlegri starfsemi félagsins. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs varð tæplega 2,8 milljarða króna tap af rekstri Valitor. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagðist í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði telja að Valitor hefði verið að „fjárfesta skynsamlega og að fjárfestar muni þá verðmeta það inn í áhuga sinn á félaginu frekar en að horfa á þá fjárfestingu sem sokkinn kostnað“. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Meirihluta stjórnarmanna Valitor, meðal annars formanni stjórnar, hefur verið skipt út en greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, var sett í formlegt söluferli fyrr á þessu ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gengið frá breytingunum í síðustu viku. Þau Herdís Fjeldsted, varaformaður stjórnar Arion banka og fyrrverandi forstjóri Framtakssjóðs Íslands, Renier Lemmens, stjórnarmaður í Arion sem hefur meðal annars verið forstjóri hjá PayPal og setið í stjórn breska fjártæknifyrirtækisins Revolut, og Þór Hauksson, sem starfaði áður í fjármálaráðgjöf Deloitte og stýrði fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands, koma ný inn í fimm manna stjórn Valitor. Á meðal þeirra sem fara út úr í stjórn félagsins er Guðmundur Þorbjörnsson, sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri EFLU, en hann hefur setið í stjórninni frá árinu 2010 og gegnt starfi stjórnarformanns undanfarin sex ár. Þá hafa þau Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, og Jónína S. Lárusdóttir, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion í síðasta mánuði, einnig hætt í stjórn Valitor. Greiðslumiðlunarfyrirtækið er skilgreint sem eign til sölu í reikningum Arion banka og yfirlýst markmið bankans er að selja félagið að hluta eða fullu. Gert hefur verið ráð fyrir því að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári en bandaríski fjárfestingarbankinn Citi hefur umsjón með sölunni. Áhugasamir fjárfestar höfðu frest til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í Valior um miðjan júlí síðastliðinn en í reikningum Arion banka er Valitor bókfært á 13,2 milljarða króna. Engar upplýsingar hafa fengist hjá Arion um hversu mörg tilboð bárust í Valitor en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að undanförnu staðið yfir viðræður við nokkra áhugasama fjárfesta. Fari Ísland á svonefndan gráan lista FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, eins og fastlega er gert ráð fyrir að verði niðurstaðan síðar í þessum mánuði, gæti það sett strik í reikninginn fyrir söluferlið á Valitor, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Greint var frá því í liðinni viku að sérfræðingahópur FATF teldi að enn stæðu út af sex atriði hjá stjórnvöldum sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ísland fer þá á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Á síðasta ári nam tap Valitor Holding, sem er með starfsstöðvar á Íslandi, í Danmörku og Bretlandi, um 1,9 milljörðum króna en Valitor hefur ráðist í miklar fjárfestingar samhliða örum vexti í alþjóðlegri starfsemi félagsins. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs varð tæplega 2,8 milljarða króna tap af rekstri Valitor. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagðist í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði telja að Valitor hefði verið að „fjárfesta skynsamlega og að fjárfestar muni þá verðmeta það inn í áhuga sinn á félaginu frekar en að horfa á þá fjárfestingu sem sokkinn kostnað“.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira