Viðskipti innlent

Lausafé í umferð aukið

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.

„Þetta ætti að örva hagkerfið og fjármálakerfið,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um breytingu sem kynnt var í gær og felur í sér fækkun aðila sem geta átt viðskiptareikninga í bankanum.

Ásgeir segir í fyrsta lagi um samkeppnismál að ræða. „Það er óeðlilegt að Seðlabankinn sé í samkeppni við viðskiptabankana. Erlendis tíðkast yfirleitt ekki að aðrir en viðskiptabankar séu með innlánsreikninga hjá seðlabanka,“ segir hann.

Þá segir Ásgeir breytinguna leið til þess að vaxtabreytingar Seðlabankans skili sér hraðar út í kerfið.

„Þeir peningar sem eru lagðir inn í Seðlabankann fara úr umferð. Þannig að ef við fækkum þeim sem geta verið með innlán í Seðlabankanum þá erum við að auka lausafé í umferð. Við höfum verið að lækka vexti og við viljum að því sé miðlað út í efnahagslífið með lánum á lægri vöxtum,“ segir Ásgeir.

Þannig segir seðlabankastjóri að þótt megintilgangurinn sé að færa peningastefnuna í nútímahorf séu áhrifin þau núna að auka lausafé í umferð. „Það er mjög kærkomið eins og efnahagsaðstæður eru hjá okkur í dag.“

Breytingin tekur gildi 1. apríl á næsta ári.


Tengdar fréttir

Arion og Landsbankinn lækka vexti

Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
4,14
29
788.349
FESTI
2,49
19
795.994
SYN
2,03
5
84.336
MAREL
1,84
31
1.221.491
HEIMA
1,45
5
12.357

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,17
6
110.665
TM
-0,74
7
117.685
SJOVA
-0,71
5
55.817
ORIGO
-0,66
1
105
EIM
-0,6
6
41.667
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.