Viðskipti innlent

Á 10 prósent í Loftleiðum Cabo Verde

Hörður Ægisson skrifar
Björgólfur Jóhannsson.
Björgólfur Jóhannsson.

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, á 10 prósenta hlut í Loftleiðum Cabo Verde sem keyptu í febrúar 51 prósents hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Þetta kemur fram í ársreikningi.

Þá á eignarhaldsfélagið Kjálkanes, systurfélag útgerðarfyrirtækisins Gjögurs, sem á 34 prósenta hlut í Síldarvinnslunni, 20 prósenta hlut í Loftleiðum Cabo Verde. Systkinin Anna og Ingi Jóhann Guðmundsbörn eru stærstu eigendur Kjálkaness, en þau tóku sæti í stjórn Loftleiða Cabo Verde fyrr á árinu, auk þess sem Björgólfur er einnig á meðal hluthafa félagsins.

Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Ice­landair Group, fer með 70 prósenta hlut. Í ársreikningnum kemur fram að hlutafé félagsins skiptist í tvo flokka – A og B – og fylgir allur atkvæðisréttur hlutum í A-flokki. Kjálkanes og Björgólfur fara samanlagt með 60 prósenta hlut bréfa í A-flokki félagsins.

Stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum samþykktu kauptilboð Loftleiða Cabo Verde upp á 175 milljónir króna auk þess sem félagið skuldbindur sig til að leggja ríkisflugfélaginu til um 800 milljónir í viðbót.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
3,56
16
101.332
SIMINN
3,09
37
811.657
TM
0,79
10
114.629
HAGA
0,72
24
278.451
HEIMA
0,72
6
7.925

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-4,97
1
7.604
ICEAIR
-2,75
111
225.763
SYN
-2,19
4
16.816
REGINN
-1,7
36
308.394
EIM
-1,6
13
64.347
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.