Viðskipti innlent

Fúsi og Melabúðin vildu ekkert með ASÍ hafa

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Melabúðin var meðal þeirra fjögurra verslana sem meinuðu verðlagseftirlitsfólki ASÍ að framkvæma könnun sína.
Melabúðin var meðal þeirra fjögurra verslana sem meinuðu verðlagseftirlitsfólki ASÍ að framkvæma könnun sína. FBL/Stefán

Þrjár ódýrustu fiskibúðirnar eru í Hafnafirði, ef marka má nýja könnun verðlagseftirlits Alþýðusambandsins. Fjórar verslanir neituðu þátttöku í könnuninni og heimiluðu fulltrúum verðlagseftirlitsins ekki að skrá niður verð í verslunum sínum.

Af þeim verslunum sem tóku þátt í könnuninni er Litla fiskbúðin Helluhrauni sögð oftast hafa verið með lægsta verðið, eða í um helmingi tilfella. Fylgifiskar í Borgartúni voru aftur á móti oftast með hæsta verðið. Verðmunurinn reyndist auk þess nokkuð mikill, oft um 40 til 60 prósent. Í helmingi tilfella var munurinn rúmlega 60 prósent. Mesti verðmunurinn var á laxi í sneiðum, 135 prósent eða 2.238 krónu munur á kílóinu.

Sigfús Sigurðsson handboltakappi opnaði nýlega fiskbúðina Fúsa eftir að hafa starfað um tíma hjá Fiskikónginum. Fréttablaðið/Ernir

Rétt er þó að árétta að fjórar fiskverslanir eru sagðar hafa neitað fulltrúum ASÍ að framkvæma könnun sína; Fiskbúðin Hafberg, Fiskbúð Fúsa, Melabúðin og Fiskbúðin Vegamót. Auk þess er rétt að taka fram að ASÍ gerði aðeins beinan verðsamanburð en lagði ekki mat á gæði eða þjónustu.

Taflan hér að neðan, sem fengin er frá ASÍ, sýnir með litakóðun hvaða fiskverslanir voru með hæstu og lægstu verðin. Hæstu verðin eru rauð en þau lægstu dökkgræn. Til þess að sjá töfluna betur má jafnframt smella hér.

Lægstu verðin eru græn en þau hæstu rauð. así


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
4,14
29
788.349
FESTI
2,49
19
795.994
SYN
2,03
5
84.336
MAREL
1,84
31
1.221.491
HEIMA
1,45
5
12.357

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,17
6
110.665
TM
-0,74
7
117.685
SJOVA
-0,71
5
55.817
ORIGO
-0,66
1
105
EIM
-0,6
6
41.667
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.