Segir verð á blómum á Íslandi allt of hátt í skjóli himinhárra tolla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2019 13:36 Eigendur tuttugu og fimm blómaverslana og félag atvinnurekenda á Íslandi skora á stjórnvöld að afnema tolla á blómum. Vísir/getty Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra til að ræða um niðurfellingu tolla á blómum. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kerfið, í núverandi mynd, vera meingallað og úr sér gengið. Blómasalar séu að sligast undan háum tollum. Í morgun sendi félag atvinnurekenda ásamt eigendum tuttugu og fimm blómaverslana hér álandi áskorun á stjórnvöld um að fella niður tolla á blómum. „Við viljum fjalla um hvernig eru lagðir allt of háir tollar á innflutt blóm sem veldur alls konar óhagræði og skekkir samkeppni og kannski síðast en ekki síst veldur því að verð á blómum á Íslandi er allt of hátt í skjóli þessara háu tolla,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að Túlípanabúnt hér á Íslandi geti kostað allt upp undir þrjú þúsund krónur á meðan það kosti í kringum þúsund krónur í löndunum í kringum okkur. „Það er verið að leggja mjög háa tolla á alls konar tegundir bæði af afskornum blómum og pottablómum sem eru bara ekkert ræktaðar hér á landi. EF einhvern tímann hefur verið tilgangurinn að vernda innlenda framleiðslu með þessu þá er hann í mörgum tilvikum ekki til staðar.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir núverandi kerfi vera úr sér gengið.Ólafur segir að tollurinn verði til þess að ódýrari blóm eru ekki flutt inn. „Af því að stykkjatollurinn margfaldar verðið á þeim. Tökum bara Fresíur sem dæmi sem voru eitt sinn vinsæl blóm á Íslandi en svo lagðist ræktun á þeim hér innanlands af og af því að þær eru ekki dýrar í innkaupum þá finnst engum forsvaranlegt að flytja inn Fresíur sem kostar tuttugu kall stykkið og tollurinn á hana er rúmlega hundrað krónur. Þá er innkaupsverðið orðið sexfalt jafnvel áður en blómabúðin fær sína álagningu. Þannig að þetta þýðir það að sumar vörur fást bara alls ekki hérna. Það sem er flutt inn er frekar dýrari vörur eða lúxusvörur heldur en hagstæðari vara fyrir neytendur og svo þýðir tollverndin auðvitað að innlendir framleiðendur geta haldið uppi verðinu á sinni vöru og hafa ekki þá samkeppni sem þeir þurfa að hafa til að keppa í verði.“Eru blómasalar að sligast undan þessum tollum?„Já, fólk segir bara að þetta sé alveg fráleitt rekstrarumhverfi. Innlenda framleiðslan, jafnvel í þeim tegundum sem verið er að rækta hér á landi þá annar innlenda framleiðslan oft ekki eftirspurninni,“ segir Ólafur og bætir við. „Að okkar mati er þetta kerfi allt saman orðið meingallað og úr sér gengið.“ Garðyrkja Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra til að ræða um niðurfellingu tolla á blómum. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kerfið, í núverandi mynd, vera meingallað og úr sér gengið. Blómasalar séu að sligast undan háum tollum. Í morgun sendi félag atvinnurekenda ásamt eigendum tuttugu og fimm blómaverslana hér álandi áskorun á stjórnvöld um að fella niður tolla á blómum. „Við viljum fjalla um hvernig eru lagðir allt of háir tollar á innflutt blóm sem veldur alls konar óhagræði og skekkir samkeppni og kannski síðast en ekki síst veldur því að verð á blómum á Íslandi er allt of hátt í skjóli þessara háu tolla,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að Túlípanabúnt hér á Íslandi geti kostað allt upp undir þrjú þúsund krónur á meðan það kosti í kringum þúsund krónur í löndunum í kringum okkur. „Það er verið að leggja mjög háa tolla á alls konar tegundir bæði af afskornum blómum og pottablómum sem eru bara ekkert ræktaðar hér á landi. EF einhvern tímann hefur verið tilgangurinn að vernda innlenda framleiðslu með þessu þá er hann í mörgum tilvikum ekki til staðar.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir núverandi kerfi vera úr sér gengið.Ólafur segir að tollurinn verði til þess að ódýrari blóm eru ekki flutt inn. „Af því að stykkjatollurinn margfaldar verðið á þeim. Tökum bara Fresíur sem dæmi sem voru eitt sinn vinsæl blóm á Íslandi en svo lagðist ræktun á þeim hér innanlands af og af því að þær eru ekki dýrar í innkaupum þá finnst engum forsvaranlegt að flytja inn Fresíur sem kostar tuttugu kall stykkið og tollurinn á hana er rúmlega hundrað krónur. Þá er innkaupsverðið orðið sexfalt jafnvel áður en blómabúðin fær sína álagningu. Þannig að þetta þýðir það að sumar vörur fást bara alls ekki hérna. Það sem er flutt inn er frekar dýrari vörur eða lúxusvörur heldur en hagstæðari vara fyrir neytendur og svo þýðir tollverndin auðvitað að innlendir framleiðendur geta haldið uppi verðinu á sinni vöru og hafa ekki þá samkeppni sem þeir þurfa að hafa til að keppa í verði.“Eru blómasalar að sligast undan þessum tollum?„Já, fólk segir bara að þetta sé alveg fráleitt rekstrarumhverfi. Innlenda framleiðslan, jafnvel í þeim tegundum sem verið er að rækta hér á landi þá annar innlenda framleiðslan oft ekki eftirspurninni,“ segir Ólafur og bætir við. „Að okkar mati er þetta kerfi allt saman orðið meingallað og úr sér gengið.“
Garðyrkja Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira