Viðskipti innlent

Gillz veðjar á steinsteypuna

Björn Þorfinnsson skrifar
Egill Einarsson í líkamsræktarsalnum.
Egill Einarsson í líkamsræktarsalnum. Vísir/GVA
Fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, hefur fjárfest í tveimur íbúðum á Ásbrú og leigir þær nú þegar út. Hann segist hafa trú á steypu og Reykjanesi.

Það er meira en að segja það að fjármagna slík kaup og því þurfti Egill að taka til í lífsstílnum. „Reglusemi og aðhald er lykillinn. Ég fer sjaldnar til útlanda og losaði mig við 421 hestafls vöðvabílinn sem ég átti. Ég ferðast um á hestum postulanna, það er prýðileg heilsurækt og kostar ekkert,“ segir Egill í skriflegu svari.

Hann hafi haft gaman af að fara út á lífið áður fyrr en það brenni upp peninga. „Ég kýs frekar notalegt kvöld heima í stofu í Lazyboy-stólnum með góða bók eftir einhvern af mínum góðu félögum í Rithöfundasambandinu. Svo hef ég það hugfast að flest af því besta sem lífið hefur upp á að bjóða kostar ekki neitt, til dæmis að vera til staðar, horfa á barnið sitt æfa og keppa í fótbolta og lyfta lóðum í vinnunni.“

Þá hafi hann dregið úr neyslu Ripp­ed-orkudrykkja. Úr fjórum dósum á dag í þrjár. „Með því að skrúfa fyrir vitleysuna náði ég að leggja til hliðar og safna mér fyrir útborgunum í þessar íbúðir.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×