Viðskipti innlent

Nýr valmöguleiki við andlát meðal bestu hugmynda Gulleggsins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Statum vinnur að dómsal í sýndarveruleika.
Statum vinnur að dómsal í sýndarveruleika.
Aðstandendur frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins hafa valið þær tíu hugmyndir sem þeim þykja frambærilegastar í ár. Alls bárust keppninni 150 hugmyndir og hafa þátttakendur sótt vinnusmiðjur á liðnum vikum til að gera þær að veruleika.

Hugmyndirnar tíu keppa síðan um sjálft Gulleggið þann 25. október næstkomandi. Auk verðlaunagripsins, sem hannaður er af Írisi Indriðadóttur í ár, hlýtur hópurinn á bakvið bestu hugmyndina 1,5 milljónir króna í peningum.

Hér að neðan má sjá lista yfir tíu bestu hugmyndirnar í Gullegginu í ár.

Audios

Sjálfsleiðsagnarapp og lifandi upplýsingaveita sem glæðir borgarumhverfi þitt nýju lífi í hljóði og mynd.

Bazar

Hugbúnaður sem dregur úr kostnaði við fasteignakaup og færir fasteignaviðskipti inn í nútímann.

Dufl

Áreiðanlegur staðsetningarbúnaður á sjó.

Flóttinn

Ný tegund afþreyingar sem samtvinnar þrautaherbergi, tölvuleik og borðspil - allt heima í stofu.

GreenBytes

Hugbúnaður sem byggir á vitvélatækni (e. machine learning) til að minnka matarsóun og auka hagnað veitingastaða.

 

VEGAnGERÐIN vinnur að veganvænum próteingjafa.Gulleggið
Reminiscence Squared

Megindleg rannsóknarlausn sem nýtir mátt hagrannsókna og fjármálastærðfræði til að greina smá og opin hagkerfi og verðbréfamarkaði þeirra.

Statum

Gagnvirkur dómsalur í sýndarveruleika til þess að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis að fara fyrir dóm

Tré Lífsins

Tré lífsins mun bjóða upp á nýja valmöguleika við andlát. Boðið verður upp á skráningu sögunnar okkar og hinstu óska, gróðursetningu á öskunni ásamt tré og minningasíðu. Tré lífsins er óháð trúar- og lífsskoðunarfélögum.

VEGAnGERÐIN

Íslenskur grænn próteingjafi fyrir heimili og veitingastaði

Örmælir

Mælir mjög lítið vökvamagn snertilaust og er notað við rannsóknir í heilbrigðisvísindum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,32
1
100
EIM
1,09
3
7.421
FESTI
0,75
2
49.850
MAREL
0,59
5
202.554
ISB
0,53
424
1.024.459

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
-0,64
19
18.986
VIS
-0,61
2
8.382
ICESEA
-0,57
2
4.050
SIMINN
-0,47
8
213.863
BRIM
-0,36
1
100
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.