Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Ari Brynjólfsson skrifar 9. október 2019 07:15 Ísland gæti endað á lista FATF yfir áhættusöm þriðju lönd þar sem ríki á borð við Afghanistan, Írak, Jemen og Úganda eru. Fréttablaðið/Pjetur Viðmælendur Fréttablaðsins innan viðskiptabankanna hafa talsverðar áhyggjur af veru Íslands á svokölluðum gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF. Telja þeir bankana hafa farið í mikla vinnu og gert allt sem í þeirra valdi stendur, einnig gagnvart erlendum bönkum, til að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Í skýrslu FATF frá því í fyrra var talið upp 51 atriði sem stæði út af. Fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu frá því á sunnudag að sérfræðingahópur FATF telur að enn standi út af sex atriði sem geti leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ef það verður niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Hyggjast stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, þá fram á næsta ár. Hafa bankar nú þegar rætt við erlenda banka sem telja áhrifin óveruleg á núverandi viðskipti, en það gæti aukið flækju við að stofna til nýrra viðskipta ef Ísland er á listanum. Þá sé ótímabært að ræða hvað slíkt gæti á endanum kostað. Stjórnvöld og ráðgjafar þeirra telja möguleg áhrif óveruleg og er talið að veran á listanum hafi hvorki bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Fjármálaeftirlitið deilir þeirri skoðun ráðuneytisins að unnið hafi verið vel að því að leysa úr öllum atriðunum. Í bréfi stjórnvalda til bankastjóra viðskiptabankanna sem sent var á fimmtudag í síðustu viku segir að taldar séu verulegar líkur á því að Ísland lendi á listanum. Bankarnir eigi því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. Unnið sé hins vegar að því á öllum stöðum innan stjórnkerfisins að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í gær sem koma eiga til móts við athugasemdir FATF. Er þar annars vegar um að ræða frumvarp sem snýr að sölu haldlagðra kyrrsettra eigna og muna en hins vegar frumvarp um skráningarskyldu félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og þann mikla flýti sem einkenndi málin. Vonir ríkisstjórnarinnar standa til að frumvörpin verði afgreidd með hraði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir því að frumvörpin tvö verði að lögum í dag eða á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Viðmælendur Fréttablaðsins innan viðskiptabankanna hafa talsverðar áhyggjur af veru Íslands á svokölluðum gráum lista alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF. Telja þeir bankana hafa farið í mikla vinnu og gert allt sem í þeirra valdi stendur, einnig gagnvart erlendum bönkum, til að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Í skýrslu FATF frá því í fyrra var talið upp 51 atriði sem stæði út af. Fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu frá því á sunnudag að sérfræðingahópur FATF telur að enn standi út af sex atriði sem geti leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ef það verður niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Hyggjast stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, þá fram á næsta ár. Hafa bankar nú þegar rætt við erlenda banka sem telja áhrifin óveruleg á núverandi viðskipti, en það gæti aukið flækju við að stofna til nýrra viðskipta ef Ísland er á listanum. Þá sé ótímabært að ræða hvað slíkt gæti á endanum kostað. Stjórnvöld og ráðgjafar þeirra telja möguleg áhrif óveruleg og er talið að veran á listanum hafi hvorki bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Fjármálaeftirlitið deilir þeirri skoðun ráðuneytisins að unnið hafi verið vel að því að leysa úr öllum atriðunum. Í bréfi stjórnvalda til bankastjóra viðskiptabankanna sem sent var á fimmtudag í síðustu viku segir að taldar séu verulegar líkur á því að Ísland lendi á listanum. Bankarnir eigi því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. Unnið sé hins vegar að því á öllum stöðum innan stjórnkerfisins að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu. Mælt var fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í gær sem koma eiga til móts við athugasemdir FATF. Er þar annars vegar um að ræða frumvarp sem snýr að sölu haldlagðra kyrrsettra eigna og muna en hins vegar frumvarp um skráningarskyldu félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og þann mikla flýti sem einkenndi málin. Vonir ríkisstjórnarinnar standa til að frumvörpin verði afgreidd með hraði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir því að frumvörpin tvö verði að lögum í dag eða á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira