Fleiri fréttir

Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna

Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group,

Ratcliffe boðar nýja laxastiga og miklar hrognasleppingar

Auðmaðurinn Jim Ratcliffe vill útvíkka hrygningarsvæði laxa á Norðausturlandi þar sem hann á fjölda bújarða. Í yfirlýsingu segir að hann standi að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu laxa í íslenskum ám og í norðanverðu Atlantshafi í samstarfi við Hafrannsóknastofnun hér og íslenska og erlenda háskóla.

Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð

Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna.

Fólk nýti aðra daga en frídaginn til innkaupa

Formaður VR hrósar þeim fyrirtækjum sem hafa lokað á frídegi verslunarmanna. Hann gagnrýnir þau fyrirtæki sem noti frídaga til að auglýsa sértilboð. Félagsmenn VR séu almennt vel upplýstir um réttindi sín og þá sérstaklega unga fól

Efast um að gjöld Póstsins á er­lendar sendingar standist EES-samninginn

Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna.

Fimm milljarða tap Icelandair

Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins.

Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi

Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins.

Sýn og Síminn semja um dreifingu á Síminn Sport

Áskrifendur að Síminn Sport geta því bæði horft á Ensku úrvalsdeildina í gegnum allar dreifileiðir Vodafone Sjónvarps og með Stöð 2 appinu, sem virkar í snjalltækjum, tölvum og í Apple TV.

Almenn innheimta með málið í skoðun

Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu.

Hagnaður Íslandsbanka lækkaði um þriðjung

Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum Íslandsbanka eru helstu ástæður þess að hagnaður bankans dróst saman á milli ára

Hreyfingu bannað að auglýsa ókeypis líkamsrækt

Neytendastofa hefur bannað líkamsræktarstöðinni Hreyfingu að gefa í skyn að fólk geti æft frítt í stöðinni - þegar nauðsynlegt er að kaupa árskort til að nýta sér tilboðið.

Kaupmáttur launa eykst

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hækkaði launavísitala um 4,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og er það minnsta ársbreyting síðan árið 2011. Launavísitala hækkaði um 0,1% á milli maí og júní á þessu ári.

Neytendasamtökin krefjast tafarlauss endurútreiknings smálána

Í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum er farið fram á að Almenn innheimta ehf. stöðvi innheimtu og láti umboðsmann skuldara fá öll nauðsynleg gögn og segja mjög hafa skort á upplýsingagjöf frá Almennri innheimtu efh. til lántakenda. Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán.

Ólöf Hildur til Advania Data Centers

Ólöf Hildur Pálsdóttir hefur gengið til liðs við Advania Data Centers og tekur við framkvæmdastjórn fjármálasviðs félagsins.

Smálán heyra nú sögunni til

Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt.

Flugmálayfirvöld kannast ekki við fullyrðingar Ballarin um WOW Air

Bandaríska athafnakonan Ballarin hyggst endurreisa flugfélagið WOW Air í gegnum félagið US Aerospace Associates. Ballarin opinberaði áætlanir um veru flugfélagsins á Dulles flugvelli í viðtali við Viðskiptamoggann í gær og sagði þar frá fundum sínum með flugmálayfirvöldum þar í borg.

Sjá næstu 50 fréttir