Ratcliffe boðar nýja laxastiga og miklar hrognasleppingar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. ágúst 2019 06:30 Jim Ratcliffe og börn í Selá. Sam,Julia, Gísli Ásgeirsson frá veiðifélaginu Streng, Jim og George. Mynd/Einar Falur Jim Ratcliffe, stofnandi og stjórnarformaður INEOS, segir að hluti af aðgerðum til verndar laxinum sem áætlaðar séu á næstu fimm árum snúi að því að útvíkka hrygningarsvæði laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá í Þistilfirði og Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. „Þá er fyrirhuguð umfangsmikil slepping á frjóvguðum hrognum í þessum ám, auk Selár. Þetta er í samræmi við almenna veiðireglu ánna um að veiddum fiski sé sleppt aftur,“ segir í yfirlýsingu sem Fréttablaðinu barst í gær frá kynningarfyrirtækinu KOM sem starfar fyrir breska auðmanninn hér á landi. „Í samstarfi við nærsamfélagið á Norðausturlandi vinnur Jim Ratcliffe einnig gegn jarðeyðingu og að bættu heilsufari vistkerfis ánna, með fjárfestingu í endurræktun skóga og endurheimt gróðurfars,“ segir í yfirlýsingunni. „Til þess að hægt sé að auka lífslíkur tegundarinnar sem mest, þá stendur Ratcliffe einnig að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu íslenska laxins í ánum og í norðanverðu Atlantshafi. Rannsóknir fara fram í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og háskóla innan lands og utan.“ Haft er eftir Ratcliffe að Norðausturland standi hjarta hans nær. „Eftir því sem heimsóknunum þangað fjölgar eykst löngun mín til þess að gefa svæðinu til baka, til að hjálpa Norður-Atlantshafslaxinum, sem er ógnað, og einnig til að styðja við samfélagið nærri ánum. Mín skoðun er að sjálfbær langtímanálgun með starfsemi sem stendur undir eigin fjármögnun skipti sköpum, geri laxinum kleift að þrífast vel, ekki bara um skemmri tíma heldur um alla framtíð,“ segir Jim Ratcliffe. Rakið er að verndaráætlunin feli í sér sér nýja fjárfestingu og standsetningu veiðiskála, þar sem að komi iðnaðarmenn og fyrirtæki á svæðinu. „Um leið eru bændur á markvissan hátt hvattir til að halda búsetu á jörðum sem keyptar hafa verið, til að viðhalda hefðbundnum landbúnaði og jarðgæðum nærri ánum, og styðja með búsetu sinni með beinum hætti við nærsamfélagið.“ Fullyrt er að kaup Ratcliffes á sínum tíma á meirihlutaeign í jörðinni Grímsstöðum sé „birtingarmynd heildstæðrar nálgunar Jim Ratcliffe á þetta mikilvæga verndarstarf“. Meðeigendur Ratcliffes á Grímsstöðum eru íslenska ríkið auk smærri hluthafa. „Þótt svæðið sé að mestum hluta óbyggt mýrlendi, er á hálendi þess að finna helstu vatnasvið ánna á Norðausturströndinni. Markmið kaupanna voru að vernda og viðhalda þessu einstæða umhverfi hálendisins.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Jim Ratcliffe, stofnandi og stjórnarformaður INEOS, segir að hluti af aðgerðum til verndar laxinum sem áætlaðar séu á næstu fimm árum snúi að því að útvíkka hrygningarsvæði laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá í Þistilfirði og Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. „Þá er fyrirhuguð umfangsmikil slepping á frjóvguðum hrognum í þessum ám, auk Selár. Þetta er í samræmi við almenna veiðireglu ánna um að veiddum fiski sé sleppt aftur,“ segir í yfirlýsingu sem Fréttablaðinu barst í gær frá kynningarfyrirtækinu KOM sem starfar fyrir breska auðmanninn hér á landi. „Í samstarfi við nærsamfélagið á Norðausturlandi vinnur Jim Ratcliffe einnig gegn jarðeyðingu og að bættu heilsufari vistkerfis ánna, með fjárfestingu í endurræktun skóga og endurheimt gróðurfars,“ segir í yfirlýsingunni. „Til þess að hægt sé að auka lífslíkur tegundarinnar sem mest, þá stendur Ratcliffe einnig að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu íslenska laxins í ánum og í norðanverðu Atlantshafi. Rannsóknir fara fram í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og háskóla innan lands og utan.“ Haft er eftir Ratcliffe að Norðausturland standi hjarta hans nær. „Eftir því sem heimsóknunum þangað fjölgar eykst löngun mín til þess að gefa svæðinu til baka, til að hjálpa Norður-Atlantshafslaxinum, sem er ógnað, og einnig til að styðja við samfélagið nærri ánum. Mín skoðun er að sjálfbær langtímanálgun með starfsemi sem stendur undir eigin fjármögnun skipti sköpum, geri laxinum kleift að þrífast vel, ekki bara um skemmri tíma heldur um alla framtíð,“ segir Jim Ratcliffe. Rakið er að verndaráætlunin feli í sér sér nýja fjárfestingu og standsetningu veiðiskála, þar sem að komi iðnaðarmenn og fyrirtæki á svæðinu. „Um leið eru bændur á markvissan hátt hvattir til að halda búsetu á jörðum sem keyptar hafa verið, til að viðhalda hefðbundnum landbúnaði og jarðgæðum nærri ánum, og styðja með búsetu sinni með beinum hætti við nærsamfélagið.“ Fullyrt er að kaup Ratcliffes á sínum tíma á meirihlutaeign í jörðinni Grímsstöðum sé „birtingarmynd heildstæðrar nálgunar Jim Ratcliffe á þetta mikilvæga verndarstarf“. Meðeigendur Ratcliffes á Grímsstöðum eru íslenska ríkið auk smærri hluthafa. „Þótt svæðið sé að mestum hluta óbyggt mýrlendi, er á hálendi þess að finna helstu vatnasvið ánna á Norðausturströndinni. Markmið kaupanna voru að vernda og viðhalda þessu einstæða umhverfi hálendisins.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira