Viðskipti innlent

Fimm milljarða tap Icelandair

fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson
Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. Tapið eykst á milli ára en á sama tímabili í fyrra nam það 25 milljónum dala, eða rúmlega 3 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.

Heildartekjur námu 402,8 milljónum dala, jafnvirði 49,8 milljarða króna, og hækkuðu um 1 prósent á milli ára.

EBIT var neikvætt um 24,1 milljón dala, lækkar um 4,3 milljónir dala á milli ára. EBIT var jákvætt um 25,9 milljónir dala án þegar áætlaðra áhrifa kyrrsetningar MAX-véla og eykst á milli ára um 45,7 milljónir dala. EBIT spá ársins 2019 án áhrifa MAX-kyrrsetningarinnar er jákvæð um 50-70 milljónir dala. Að teknu tilliti til þegar áætlaðra MAX-áhrifa er EBIT spá ársins neikvæð um 70-90 milljónir dala.

Félagið flutti 39 prósent fleiri farþega til Íslands á öðrum ársfjórðungi en á sama tíma 2018.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×