Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. ágúst 2019 21:00 Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á fjórða milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. Frestur til að lýsa kröfu í þrotabú WOW air var alls fjórir mánuðir en meginreglan er að hann sé helmingi styttri. Var það meðal annars vegna þess flugfélagið var í umtalsverðri starfsemi á erlendri grundu. Kröfulýsingafresturinn rennur svo út á miðnætti, aðfaranótt 4. ágúst. Þúsundir krafna voru gerðar í þrotabúið en þeirra á meðal eru forgangskröfur frá næstum 900 starfmönnum WOW air, sem telja sig eiga inni ógreidd laun og uppsagnarfrest, auk ógreidds orlofs og lífeyrissjóðsiðgjalda. Fréttastofa setti sig í samband við fjögur stærstu stéttarfélög starfsmanna WOW sem öll gerðu kröfur í búið fyrir hönd sinna félagsmanna. Flugfreyjufélag Íslands gerði flestar launakröfur en íslenska flugmannafélagið gerði hæstu kröfur. Samanlagt gera þetta um 870 forgangskröfur upp á rúmlega 3,5 milljarða króna.Þá eru ótaldar aðrar kröfur í búið en þrotabúum ber fyrst að greiða skiptakostnað, búskröfur, þá veðkröfur og forgangskröfur eins og laun. Þar á eftir koma almennar kröfur, en ljóst er að þær munu hlaupa á tugum milljarða króna hið minnsta. Þannig hafa skuldabréfaeigendur lýst 10 milljarða kröfu og þá lagði Umhverfisstofnun næstum 3,8 milljarða króna stjórnvaldssekt á búið í júlíbyrjun fyrir að standa ekki skil á losunarheimildum. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin sjái fram á mikið álag í haust við að yfirfara launakröfur í þrotabúið. Séu þær samþykktar greiðir Ábyrgðasjóður launa starfsmönnum og þá eignast sjóðurinn kröfu á þrotabúið á móti. Skiptastjórar þrotabúsins báðust undan viðtali í dag en annar þeirra, Þorsteinn Einarsson, sagði í samtali við fréttastofu að mikil vinna væri fram undan. Þúsundir krafna hafi borist í búið og allt kapp lagt á að undirbúa skiptafund, sem fram fer þann 16. ágúst næstkomandi á Hilton hóteli í Reykjavík. Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45 Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á fjórða milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. Frestur til að lýsa kröfu í þrotabú WOW air var alls fjórir mánuðir en meginreglan er að hann sé helmingi styttri. Var það meðal annars vegna þess flugfélagið var í umtalsverðri starfsemi á erlendri grundu. Kröfulýsingafresturinn rennur svo út á miðnætti, aðfaranótt 4. ágúst. Þúsundir krafna voru gerðar í þrotabúið en þeirra á meðal eru forgangskröfur frá næstum 900 starfmönnum WOW air, sem telja sig eiga inni ógreidd laun og uppsagnarfrest, auk ógreidds orlofs og lífeyrissjóðsiðgjalda. Fréttastofa setti sig í samband við fjögur stærstu stéttarfélög starfsmanna WOW sem öll gerðu kröfur í búið fyrir hönd sinna félagsmanna. Flugfreyjufélag Íslands gerði flestar launakröfur en íslenska flugmannafélagið gerði hæstu kröfur. Samanlagt gera þetta um 870 forgangskröfur upp á rúmlega 3,5 milljarða króna.Þá eru ótaldar aðrar kröfur í búið en þrotabúum ber fyrst að greiða skiptakostnað, búskröfur, þá veðkröfur og forgangskröfur eins og laun. Þar á eftir koma almennar kröfur, en ljóst er að þær munu hlaupa á tugum milljarða króna hið minnsta. Þannig hafa skuldabréfaeigendur lýst 10 milljarða kröfu og þá lagði Umhverfisstofnun næstum 3,8 milljarða króna stjórnvaldssekt á búið í júlíbyrjun fyrir að standa ekki skil á losunarheimildum. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin sjái fram á mikið álag í haust við að yfirfara launakröfur í þrotabúið. Séu þær samþykktar greiðir Ábyrgðasjóður launa starfsmönnum og þá eignast sjóðurinn kröfu á þrotabúið á móti. Skiptastjórar þrotabúsins báðust undan viðtali í dag en annar þeirra, Þorsteinn Einarsson, sagði í samtali við fréttastofu að mikil vinna væri fram undan. Þúsundir krafna hafi borist í búið og allt kapp lagt á að undirbúa skiptafund, sem fram fer þann 16. ágúst næstkomandi á Hilton hóteli í Reykjavík.
Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45 Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
Kröfuhafar í þrotabú WOW Air gagnrýna harðlega greiðslufrestinn Heimildamaður fréttastofu segir vinnubrögð skiptastjóra þrotabúsins forkastanleg. 27. júlí 2019 12:45
Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins. 31. júlí 2019 12:24