Fleiri fréttir

Ham­borgara­fabrikkan sölu­hæst í sumar

Hamborgarafabrikkan var með 8,7 prósenta markaðshlutdeild af 30 söluhæstu veitingahúsum landsins í sumar. Íslendingar versluðu næstmest við Grillhúsið og Vegamót. Íslendingar virðast sólgnir í hamborgara.

Mikið tap Árvakurs

Tap Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið nam 163 milljónum króna. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 7 milljónum króna. Langtímaskuldir félagsins námu ríflega 500 milljónum króna og því ljóst að óbreyttur rekstur er langt frá því að geta greitt af þeim. Handbært fé félagsins var um 28 milljónir í lok árs og hafði lækkað um 131 milljón króna á árinu. Ljóst er af reikningnum að ef rekstur þessa árs er óbreyttur munu eigendur þurfa að leggja félaginu til fjármuni til rekstrarins.

TVG-Zimsen opnar skrifstofu á Schiphol flugvelli

Með þessari nýju skrifstofu vill TVG-Zimsen nýta mikilvægi og staðsetningu Schiphol flugvallar og þau miklu tækifæri sem felast í alþjóðlegum tengingum Schiphol við ört vaxandi leiðakerfi íslensku flugfélaganna.

Eimskip kaupir í Noregi

Eimskip hefur keypt norska flutningafyrirtækið Nor Lines. Áætluð ársvelta Nor Lines er 110 milljónir evra eða um 13,6 milljarðar króna. Til samanburðar var velta Eimskips síðasta ár um 500 milljónir evra eða ríflega 60 milljarðar króna.

Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi

Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum.

230 milljarða uppsöfnuð fjárfestingaþörf

Fjárfesting og uppbygging innviða samfélaga ráða miklu um hagsæld þeirra. Undanfarin ár hefur áhugi stofnanafjárfesta á innviðafjárfestingum farið ört vaxandi og samhliða því hefur áhugi í samfélögum á því að ríkið hleypi einkaaðilum í slíkar fjárfestingar vaxið. Þetta hefur orðið til þess að til hafa orðið ýmsar leiðir við að mæta þörfinni fyrir innviðafjárfestingar, bæði hrein fjárfesting stórra sjóða í slíkum fjárfestingum sem og blandaðar leiðir ríkis, sjóða og einkaaðila. Fjármálafyrirtækið Gamma hefur skoðað innviðafjárfestingar og þróun hugmynda varðandi slíkar fjárfestingar undanfarin ár. Í dag kemur út skýrsla um efnið þar sem farið er yfir stöðu hagkerfisins, helstu módel innviðafjárfestinga og þau verkefni sem blasa við til að styrkja innviði íslensks samfélags.

Kraftlyftingakona sem skíðar

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir er nýr svæðisstjóri fyrir Icelandair á Íslandi. Hún segist vera með flugbakteríuna en hún hefur starfað hjá Icelandair í tólf ár, fyrst sem flugfreyja og nú síðast sem yfirmaður Customer Loyalty.

Misjöfn uppgjör

Vísbendingar eru um að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna.

Sushi-markaðurinn farinn að mettast

Hagnaður Tokyo Sushi og Sushisamba eykst töluvert milli ára. Sushi-staðir eru meðal vinsælustu veitingastaða hjá Íslendingum. Skortur á starfsfólki og svört starfsemi hindra vöxt. Lítið hefur verið um nýja staði á síðustu þremur árum.

WOW air flýgur til Brussel

WOW air hóf í dag sölu á flugsætum til Brussel en þann 2. júní næstkomandi mun flugfélagið hefja áætlunarflug til borgarinnar.

Krónan mun sterkari en staðist getur

Krónan hefur styrkst um 15 prósent á árinu. Ísland er orðið eitt dýrasta land heims. Greining Arion banka spáir áframhaldandi styrkingu. Þetta getur aukið innflutning og rýrt samkeppnisstöðu Íslands hvað varðar útflutning.

Smásöluverslun eykst mikið

Mikil veltuaukning var í smásöluverslun í septembermánuði, samkvæmt samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar (RV). Þetta er til marks um greinilega kaupmáttaraukningu frá sama mánuði í fyrra, segir í frétt RV.

Buchheit segir áróðursherferðina þekkt bragð

Lee Buchheit, sem var ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta, segir herferð bandarískra sjóða þekkt bragð en segist ekki minnast þess að sjóðirnir hafi reynt að hafa áhrif á úrslit kosninga með auglýsingum daginn fyrir kosningar.

Klúðruðu leyfi kísilverksmiðju

Starfsleyfi Thorsil fyrir kísilverksmiðju í Helguvík, gefið út af Umhverfisstofnun 2015, hefur verið fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

„Ólíðandi aðför gegn íslenskum hagsmunum“

Iceland Watch, þrýstihópur sem talinn er fjármagnaður af bandarískum fjárfestingarsjóðum sem telja ríkisstjórnina hafa brotið á sér, birtir flennistóra auglýsingu í dag með mynd af seðlabankastjóra. Ólíðandi aðför gegn íslenskum hagsmunum segir utanríkisráðherra.

Þriðju verðlaunin í hús

Vefgerðin vann á dögunum þriðju alþjóðlegu verðlaunin fyrir vefsíðuna Mekong Tourism – ferðaþjónustusíðu fyrir lönd sem eiga landamæri að Mekong-fljóti í Suðaustur-Asíu.

Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum

Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj

Greiða út 26,9 milljarða úr Framtakssjóði

Í gær var samþykkt á hluthafafundi Framtakssjóðs Íslands að greiða út í formi arðs og með lækkun hlutafjár alls 26,9 milljarða króna fyrir lok árs. Gangi þessar áætlanir eftir mun sjóðurinn um áramót hafa greitt út rúmlega 60 milljarða króna til hluthafa.

Sjá næstu 50 fréttir