Krónan mun sterkari en staðist getur Sæunn Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2016 09:00 Óvíst er hvaða áhrif áframhaldandi styrking krónunnar mun hafa á ferðaþjónustu hér á landi. Vísir/Ernir Að mati Greiningardeildar Arion banka er krónan allt að tíu prósentum sterkari en staðist getur til lengri tíma. Þetta kemur fram í Hagspá 2016-2019: Fljúgum ekki of nálægt sólinni. Krónan hefur styrkst verulega á árinu, eða um 15 prósent. Spáð er að hún muni styrkjast áfram á næstu mánuðum, sem mun að öllum líkindum grafa undan gengi hennar síðar. Greiningardeildin spáir kröftugum hagvexti í ár og á næsta ári, 4,7 prósent og 5,2 prósent, en að hægja taki á vextinum þegar fram í sækir. Hagvöxturinn verður dreginn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka.„Ef fram heldur sem horfir og raungengið verður svona sterkt, þá mun það auka innflutning og rýra samkeppnisstöðuna hvað útflutning varðar. Að öllum líkindum mun gengið þá gefa eitthvað eftir,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Raungengið er komið til ársins 2007. Raungengi miðað við laun er 34 prósent yfir langtímameðaltali, og 20 prósent yfir langtímameðaltali miðað við verðlag. Spáð er að raungengi krónunnar verði 22 prósentum yfir meðaltali miðað við verðlag og 44 prósentum yfir meðaltali miðað við laun undir lok spátímans. Að mati Konráðs gæti þetta haft neikvæð áhrif. „Þetta er varasöm staða, sérstaklega af því að við vitum ekki hvaða áhrif þetta hefur á stærsta útflutningsveginn, ferðaþjónustu. En það kannski gefur manni smá von um að við séum aðeins of svartsýn að þegar krónan var sem sterkust frá 2004 til 2007 fjölgaði ferðamönnum um rúmlega 30 prósent. Það er því ekki víst að ferðamönnum fækki verulega út af styrkingu krónunnar. En þetta verður engu að síður risastór prófraun fyrir ferðaþjónustuna, ef þetta er gengi sem er komið til að vera.“ Ísland er nú dýrara en Noregur. Verðlag hér á landi er sjö prósentum lægra en í Sviss sem er dýrasta land í heimi miðað við mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Krónan er orðin það sterk að það eru fáar þjóðir sem toppa Ísland núna,“ segir Konráð. Það eru margir óvissuþættir varðandi áframhaldandi þróun gengisins. Að mati Konráðs verður þeim vonandi betur svarað þegar Seðlabankinn ákveður hvað hann ætli að gera 16. nóvember næstkomandi. Mest lesið Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Sjá meira
Að mati Greiningardeildar Arion banka er krónan allt að tíu prósentum sterkari en staðist getur til lengri tíma. Þetta kemur fram í Hagspá 2016-2019: Fljúgum ekki of nálægt sólinni. Krónan hefur styrkst verulega á árinu, eða um 15 prósent. Spáð er að hún muni styrkjast áfram á næstu mánuðum, sem mun að öllum líkindum grafa undan gengi hennar síðar. Greiningardeildin spáir kröftugum hagvexti í ár og á næsta ári, 4,7 prósent og 5,2 prósent, en að hægja taki á vextinum þegar fram í sækir. Hagvöxturinn verður dreginn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka.„Ef fram heldur sem horfir og raungengið verður svona sterkt, þá mun það auka innflutning og rýra samkeppnisstöðuna hvað útflutning varðar. Að öllum líkindum mun gengið þá gefa eitthvað eftir,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Raungengið er komið til ársins 2007. Raungengi miðað við laun er 34 prósent yfir langtímameðaltali, og 20 prósent yfir langtímameðaltali miðað við verðlag. Spáð er að raungengi krónunnar verði 22 prósentum yfir meðaltali miðað við verðlag og 44 prósentum yfir meðaltali miðað við laun undir lok spátímans. Að mati Konráðs gæti þetta haft neikvæð áhrif. „Þetta er varasöm staða, sérstaklega af því að við vitum ekki hvaða áhrif þetta hefur á stærsta útflutningsveginn, ferðaþjónustu. En það kannski gefur manni smá von um að við séum aðeins of svartsýn að þegar krónan var sem sterkust frá 2004 til 2007 fjölgaði ferðamönnum um rúmlega 30 prósent. Það er því ekki víst að ferðamönnum fækki verulega út af styrkingu krónunnar. En þetta verður engu að síður risastór prófraun fyrir ferðaþjónustuna, ef þetta er gengi sem er komið til að vera.“ Ísland er nú dýrara en Noregur. Verðlag hér á landi er sjö prósentum lægra en í Sviss sem er dýrasta land í heimi miðað við mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Krónan er orðin það sterk að það eru fáar þjóðir sem toppa Ísland núna,“ segir Konráð. Það eru margir óvissuþættir varðandi áframhaldandi þróun gengisins. Að mati Konráðs verður þeim vonandi betur svarað þegar Seðlabankinn ákveður hvað hann ætli að gera 16. nóvember næstkomandi.
Mest lesið Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Sjá meira