Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2016 10:45 Laundromat átti að opna í nyrsta rýminu á Laugarásvegi 1. Vísir/Eyþór Eigendur atvinnuhúsnæðis við Laugarásveg 1 sem ætluðu að opna fjölskylduvænt kaffihús með þvottaaðstöðu hafa sett húsnæðið á sölu. Viðræður við íbúa í húsinu og eigendur veitingastaðarins Laugaás hafa gengið illa, svo illa að uppgjafartónn er kominn í Laundromat-liða. Málið er nokkuð sérstakt enda liggur fyrir að húsnæðið er ætlað undir atvinnustarfsemi, almennur áhugi í hverfinu virðist vera fyrir opnun kaffihússins en málið strandar á grænu ljósi frá öðrum í byggingunni svo hægt sé að uppfylla skilyrði byggingarfulltrúans í Reykjavík. Setja átti upp ramp á þessu horni sem mun ekki ná lengra út frá húsinu en kjallaratröppurnar sem sjást á myndinni. Eigendur Laugaáss telja rampinn munu gera vöruflutningum erfitt fyrir.Mynd/Jóhann Friðrik Fagna samkeppni en mótmæla Vísir fjallaði um málið í september þar sem meðal annars var rætt við Guðmund Ragnarsson, eiganda veitingastaðarins Laugaáss, sem sagðist fagna samkeppni í húsið. Þá sagði hann staðinn ekki hafa neinn rétt til að mótmæla opnun veitingastaðarins í húsinu þrátt fyrir að fundargerðir lægju fyrir frá því í sumar þar sem fulltrúi veitingastaðarins lagðist gegn öllum fjórum aðgerðum sem gera þurfti á húsinu. Aðgerðirnar voru að byggja ramp fyrir fatlaða að aftanverðu, setja loftræstistokk fyrir aftan húsið, koma upp læstum gaskútaskáp og sorpaðstöðu, sömuleiðis aftan við húsið. Þá voru nokkrir íbúar í húsinu mótfallnir opnuninni og vísuðu meðal annars til hávaða frá eldri loftræstistokki hjá Laugaás. Gert er ráð fyrir atvinnurekstri á fyrstu hæð hússins en á hæðunum tveimur fyrir ofan eru íbúðir. Efnalaug var rekin í lengri tíma í þeim hluta hússins þar sem til stóð að opna kaffihús. Katrín Atladóttir er einn fjölmargra íbúa í hverfinu sem eru vonsviknir að ekkert verði af opnum kaffihússins. Íbúar í hverfinu fúlir Í hópnum Laugarneshverfi á Facebook lýsa íbúar í hverfinu yfir vonbrigðum að ekki hafi tekist að leysa málið. Er vísað í auglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem 40 milljónir eru settar á eignina. „Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir Katrín Atladóttir, íbúi í hverfinu. Sumir eru harðorðir í garð eigenda Laugaáss en aðrir segja erfitt að setja sig í spor allra sem komi að málinu. „Leiðinlegt að fólk hafi ekki náð saman. Minn harmur lýtur bara að því að fá ekki næs kaffihús í götuna. En kannski stekkur bara svipaður rekstur til og holar sér þarna niður innan þess stífa ramma sem hugnast íbúum hússins,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, sem býr á Laugarásvegi. Hallur Dan, einn af eigendum Laundromat, ræddi málið í Brennslunni á FM 957 í morgun. Þar segir hann Laundromat-liða vera að kanna sína stöðu og meta næstu skref. „Það mun einhver rekstur koma þarna,“ segir Hallur enda hafi það verið tilfellið síðastliðin 50-60 ár.Viðtalið við Hall Dan má heyra í spilaranum að neðan. Tengdar fréttir Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05 Laugaás fagnar samkeppni frá Laundromat en líst illa á hjólastólaramp Rampur fyrir fatlaða, loftræstistokkur og sorpaðstaða standa í vegi fyrir því að kaffihúsið Laundromat opni í Laugardalnum. 26. september 2016 09:00 Ekkert fékkst greitt upp í 94 milljóna gjaldþrot Laundromat Laundromat Reykjavík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2014. 26. febrúar 2016 11:35 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Eigendur atvinnuhúsnæðis við Laugarásveg 1 sem ætluðu að opna fjölskylduvænt kaffihús með þvottaaðstöðu hafa sett húsnæðið á sölu. Viðræður við íbúa í húsinu og eigendur veitingastaðarins Laugaás hafa gengið illa, svo illa að uppgjafartónn er kominn í Laundromat-liða. Málið er nokkuð sérstakt enda liggur fyrir að húsnæðið er ætlað undir atvinnustarfsemi, almennur áhugi í hverfinu virðist vera fyrir opnun kaffihússins en málið strandar á grænu ljósi frá öðrum í byggingunni svo hægt sé að uppfylla skilyrði byggingarfulltrúans í Reykjavík. Setja átti upp ramp á þessu horni sem mun ekki ná lengra út frá húsinu en kjallaratröppurnar sem sjást á myndinni. Eigendur Laugaáss telja rampinn munu gera vöruflutningum erfitt fyrir.Mynd/Jóhann Friðrik Fagna samkeppni en mótmæla Vísir fjallaði um málið í september þar sem meðal annars var rætt við Guðmund Ragnarsson, eiganda veitingastaðarins Laugaáss, sem sagðist fagna samkeppni í húsið. Þá sagði hann staðinn ekki hafa neinn rétt til að mótmæla opnun veitingastaðarins í húsinu þrátt fyrir að fundargerðir lægju fyrir frá því í sumar þar sem fulltrúi veitingastaðarins lagðist gegn öllum fjórum aðgerðum sem gera þurfti á húsinu. Aðgerðirnar voru að byggja ramp fyrir fatlaða að aftanverðu, setja loftræstistokk fyrir aftan húsið, koma upp læstum gaskútaskáp og sorpaðstöðu, sömuleiðis aftan við húsið. Þá voru nokkrir íbúar í húsinu mótfallnir opnuninni og vísuðu meðal annars til hávaða frá eldri loftræstistokki hjá Laugaás. Gert er ráð fyrir atvinnurekstri á fyrstu hæð hússins en á hæðunum tveimur fyrir ofan eru íbúðir. Efnalaug var rekin í lengri tíma í þeim hluta hússins þar sem til stóð að opna kaffihús. Katrín Atladóttir er einn fjölmargra íbúa í hverfinu sem eru vonsviknir að ekkert verði af opnum kaffihússins. Íbúar í hverfinu fúlir Í hópnum Laugarneshverfi á Facebook lýsa íbúar í hverfinu yfir vonbrigðum að ekki hafi tekist að leysa málið. Er vísað í auglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem 40 milljónir eru settar á eignina. „Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir Katrín Atladóttir, íbúi í hverfinu. Sumir eru harðorðir í garð eigenda Laugaáss en aðrir segja erfitt að setja sig í spor allra sem komi að málinu. „Leiðinlegt að fólk hafi ekki náð saman. Minn harmur lýtur bara að því að fá ekki næs kaffihús í götuna. En kannski stekkur bara svipaður rekstur til og holar sér þarna niður innan þess stífa ramma sem hugnast íbúum hússins,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, sem býr á Laugarásvegi. Hallur Dan, einn af eigendum Laundromat, ræddi málið í Brennslunni á FM 957 í morgun. Þar segir hann Laundromat-liða vera að kanna sína stöðu og meta næstu skref. „Það mun einhver rekstur koma þarna,“ segir Hallur enda hafi það verið tilfellið síðastliðin 50-60 ár.Viðtalið við Hall Dan má heyra í spilaranum að neðan.
Tengdar fréttir Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05 Laugaás fagnar samkeppni frá Laundromat en líst illa á hjólastólaramp Rampur fyrir fatlaða, loftræstistokkur og sorpaðstaða standa í vegi fyrir því að kaffihúsið Laundromat opni í Laugardalnum. 26. september 2016 09:00 Ekkert fékkst greitt upp í 94 milljóna gjaldþrot Laundromat Laundromat Reykjavík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2014. 26. febrúar 2016 11:35 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05
Laugaás fagnar samkeppni frá Laundromat en líst illa á hjólastólaramp Rampur fyrir fatlaða, loftræstistokkur og sorpaðstaða standa í vegi fyrir því að kaffihúsið Laundromat opni í Laugardalnum. 26. september 2016 09:00
Ekkert fékkst greitt upp í 94 milljóna gjaldþrot Laundromat Laundromat Reykjavík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2014. 26. febrúar 2016 11:35