Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2016 10:45 Laundromat átti að opna í nyrsta rýminu á Laugarásvegi 1. Vísir/Eyþór Eigendur atvinnuhúsnæðis við Laugarásveg 1 sem ætluðu að opna fjölskylduvænt kaffihús með þvottaaðstöðu hafa sett húsnæðið á sölu. Viðræður við íbúa í húsinu og eigendur veitingastaðarins Laugaás hafa gengið illa, svo illa að uppgjafartónn er kominn í Laundromat-liða. Málið er nokkuð sérstakt enda liggur fyrir að húsnæðið er ætlað undir atvinnustarfsemi, almennur áhugi í hverfinu virðist vera fyrir opnun kaffihússins en málið strandar á grænu ljósi frá öðrum í byggingunni svo hægt sé að uppfylla skilyrði byggingarfulltrúans í Reykjavík. Setja átti upp ramp á þessu horni sem mun ekki ná lengra út frá húsinu en kjallaratröppurnar sem sjást á myndinni. Eigendur Laugaáss telja rampinn munu gera vöruflutningum erfitt fyrir.Mynd/Jóhann Friðrik Fagna samkeppni en mótmæla Vísir fjallaði um málið í september þar sem meðal annars var rætt við Guðmund Ragnarsson, eiganda veitingastaðarins Laugaáss, sem sagðist fagna samkeppni í húsið. Þá sagði hann staðinn ekki hafa neinn rétt til að mótmæla opnun veitingastaðarins í húsinu þrátt fyrir að fundargerðir lægju fyrir frá því í sumar þar sem fulltrúi veitingastaðarins lagðist gegn öllum fjórum aðgerðum sem gera þurfti á húsinu. Aðgerðirnar voru að byggja ramp fyrir fatlaða að aftanverðu, setja loftræstistokk fyrir aftan húsið, koma upp læstum gaskútaskáp og sorpaðstöðu, sömuleiðis aftan við húsið. Þá voru nokkrir íbúar í húsinu mótfallnir opnuninni og vísuðu meðal annars til hávaða frá eldri loftræstistokki hjá Laugaás. Gert er ráð fyrir atvinnurekstri á fyrstu hæð hússins en á hæðunum tveimur fyrir ofan eru íbúðir. Efnalaug var rekin í lengri tíma í þeim hluta hússins þar sem til stóð að opna kaffihús. Katrín Atladóttir er einn fjölmargra íbúa í hverfinu sem eru vonsviknir að ekkert verði af opnum kaffihússins. Íbúar í hverfinu fúlir Í hópnum Laugarneshverfi á Facebook lýsa íbúar í hverfinu yfir vonbrigðum að ekki hafi tekist að leysa málið. Er vísað í auglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem 40 milljónir eru settar á eignina. „Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir Katrín Atladóttir, íbúi í hverfinu. Sumir eru harðorðir í garð eigenda Laugaáss en aðrir segja erfitt að setja sig í spor allra sem komi að málinu. „Leiðinlegt að fólk hafi ekki náð saman. Minn harmur lýtur bara að því að fá ekki næs kaffihús í götuna. En kannski stekkur bara svipaður rekstur til og holar sér þarna niður innan þess stífa ramma sem hugnast íbúum hússins,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, sem býr á Laugarásvegi. Hallur Dan, einn af eigendum Laundromat, ræddi málið í Brennslunni á FM 957 í morgun. Þar segir hann Laundromat-liða vera að kanna sína stöðu og meta næstu skref. „Það mun einhver rekstur koma þarna,“ segir Hallur enda hafi það verið tilfellið síðastliðin 50-60 ár.Viðtalið við Hall Dan má heyra í spilaranum að neðan. Tengdar fréttir Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05 Laugaás fagnar samkeppni frá Laundromat en líst illa á hjólastólaramp Rampur fyrir fatlaða, loftræstistokkur og sorpaðstaða standa í vegi fyrir því að kaffihúsið Laundromat opni í Laugardalnum. 26. september 2016 09:00 Ekkert fékkst greitt upp í 94 milljóna gjaldþrot Laundromat Laundromat Reykjavík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2014. 26. febrúar 2016 11:35 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Eigendur atvinnuhúsnæðis við Laugarásveg 1 sem ætluðu að opna fjölskylduvænt kaffihús með þvottaaðstöðu hafa sett húsnæðið á sölu. Viðræður við íbúa í húsinu og eigendur veitingastaðarins Laugaás hafa gengið illa, svo illa að uppgjafartónn er kominn í Laundromat-liða. Málið er nokkuð sérstakt enda liggur fyrir að húsnæðið er ætlað undir atvinnustarfsemi, almennur áhugi í hverfinu virðist vera fyrir opnun kaffihússins en málið strandar á grænu ljósi frá öðrum í byggingunni svo hægt sé að uppfylla skilyrði byggingarfulltrúans í Reykjavík. Setja átti upp ramp á þessu horni sem mun ekki ná lengra út frá húsinu en kjallaratröppurnar sem sjást á myndinni. Eigendur Laugaáss telja rampinn munu gera vöruflutningum erfitt fyrir.Mynd/Jóhann Friðrik Fagna samkeppni en mótmæla Vísir fjallaði um málið í september þar sem meðal annars var rætt við Guðmund Ragnarsson, eiganda veitingastaðarins Laugaáss, sem sagðist fagna samkeppni í húsið. Þá sagði hann staðinn ekki hafa neinn rétt til að mótmæla opnun veitingastaðarins í húsinu þrátt fyrir að fundargerðir lægju fyrir frá því í sumar þar sem fulltrúi veitingastaðarins lagðist gegn öllum fjórum aðgerðum sem gera þurfti á húsinu. Aðgerðirnar voru að byggja ramp fyrir fatlaða að aftanverðu, setja loftræstistokk fyrir aftan húsið, koma upp læstum gaskútaskáp og sorpaðstöðu, sömuleiðis aftan við húsið. Þá voru nokkrir íbúar í húsinu mótfallnir opnuninni og vísuðu meðal annars til hávaða frá eldri loftræstistokki hjá Laugaás. Gert er ráð fyrir atvinnurekstri á fyrstu hæð hússins en á hæðunum tveimur fyrir ofan eru íbúðir. Efnalaug var rekin í lengri tíma í þeim hluta hússins þar sem til stóð að opna kaffihús. Katrín Atladóttir er einn fjölmargra íbúa í hverfinu sem eru vonsviknir að ekkert verði af opnum kaffihússins. Íbúar í hverfinu fúlir Í hópnum Laugarneshverfi á Facebook lýsa íbúar í hverfinu yfir vonbrigðum að ekki hafi tekist að leysa málið. Er vísað í auglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem 40 milljónir eru settar á eignina. „Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir Katrín Atladóttir, íbúi í hverfinu. Sumir eru harðorðir í garð eigenda Laugaáss en aðrir segja erfitt að setja sig í spor allra sem komi að málinu. „Leiðinlegt að fólk hafi ekki náð saman. Minn harmur lýtur bara að því að fá ekki næs kaffihús í götuna. En kannski stekkur bara svipaður rekstur til og holar sér þarna niður innan þess stífa ramma sem hugnast íbúum hússins,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, sem býr á Laugarásvegi. Hallur Dan, einn af eigendum Laundromat, ræddi málið í Brennslunni á FM 957 í morgun. Þar segir hann Laundromat-liða vera að kanna sína stöðu og meta næstu skref. „Það mun einhver rekstur koma þarna,“ segir Hallur enda hafi það verið tilfellið síðastliðin 50-60 ár.Viðtalið við Hall Dan má heyra í spilaranum að neðan.
Tengdar fréttir Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05 Laugaás fagnar samkeppni frá Laundromat en líst illa á hjólastólaramp Rampur fyrir fatlaða, loftræstistokkur og sorpaðstaða standa í vegi fyrir því að kaffihúsið Laundromat opni í Laugardalnum. 26. september 2016 09:00 Ekkert fékkst greitt upp í 94 milljóna gjaldþrot Laundromat Laundromat Reykjavík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2014. 26. febrúar 2016 11:35 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05
Laugaás fagnar samkeppni frá Laundromat en líst illa á hjólastólaramp Rampur fyrir fatlaða, loftræstistokkur og sorpaðstaða standa í vegi fyrir því að kaffihúsið Laundromat opni í Laugardalnum. 26. september 2016 09:00
Ekkert fékkst greitt upp í 94 milljóna gjaldþrot Laundromat Laundromat Reykjavík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2014. 26. febrúar 2016 11:35