Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2016 10:45 Laundromat átti að opna í nyrsta rýminu á Laugarásvegi 1. Vísir/Eyþór Eigendur atvinnuhúsnæðis við Laugarásveg 1 sem ætluðu að opna fjölskylduvænt kaffihús með þvottaaðstöðu hafa sett húsnæðið á sölu. Viðræður við íbúa í húsinu og eigendur veitingastaðarins Laugaás hafa gengið illa, svo illa að uppgjafartónn er kominn í Laundromat-liða. Málið er nokkuð sérstakt enda liggur fyrir að húsnæðið er ætlað undir atvinnustarfsemi, almennur áhugi í hverfinu virðist vera fyrir opnun kaffihússins en málið strandar á grænu ljósi frá öðrum í byggingunni svo hægt sé að uppfylla skilyrði byggingarfulltrúans í Reykjavík. Setja átti upp ramp á þessu horni sem mun ekki ná lengra út frá húsinu en kjallaratröppurnar sem sjást á myndinni. Eigendur Laugaáss telja rampinn munu gera vöruflutningum erfitt fyrir.Mynd/Jóhann Friðrik Fagna samkeppni en mótmæla Vísir fjallaði um málið í september þar sem meðal annars var rætt við Guðmund Ragnarsson, eiganda veitingastaðarins Laugaáss, sem sagðist fagna samkeppni í húsið. Þá sagði hann staðinn ekki hafa neinn rétt til að mótmæla opnun veitingastaðarins í húsinu þrátt fyrir að fundargerðir lægju fyrir frá því í sumar þar sem fulltrúi veitingastaðarins lagðist gegn öllum fjórum aðgerðum sem gera þurfti á húsinu. Aðgerðirnar voru að byggja ramp fyrir fatlaða að aftanverðu, setja loftræstistokk fyrir aftan húsið, koma upp læstum gaskútaskáp og sorpaðstöðu, sömuleiðis aftan við húsið. Þá voru nokkrir íbúar í húsinu mótfallnir opnuninni og vísuðu meðal annars til hávaða frá eldri loftræstistokki hjá Laugaás. Gert er ráð fyrir atvinnurekstri á fyrstu hæð hússins en á hæðunum tveimur fyrir ofan eru íbúðir. Efnalaug var rekin í lengri tíma í þeim hluta hússins þar sem til stóð að opna kaffihús. Katrín Atladóttir er einn fjölmargra íbúa í hverfinu sem eru vonsviknir að ekkert verði af opnum kaffihússins. Íbúar í hverfinu fúlir Í hópnum Laugarneshverfi á Facebook lýsa íbúar í hverfinu yfir vonbrigðum að ekki hafi tekist að leysa málið. Er vísað í auglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem 40 milljónir eru settar á eignina. „Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir Katrín Atladóttir, íbúi í hverfinu. Sumir eru harðorðir í garð eigenda Laugaáss en aðrir segja erfitt að setja sig í spor allra sem komi að málinu. „Leiðinlegt að fólk hafi ekki náð saman. Minn harmur lýtur bara að því að fá ekki næs kaffihús í götuna. En kannski stekkur bara svipaður rekstur til og holar sér þarna niður innan þess stífa ramma sem hugnast íbúum hússins,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, sem býr á Laugarásvegi. Hallur Dan, einn af eigendum Laundromat, ræddi málið í Brennslunni á FM 957 í morgun. Þar segir hann Laundromat-liða vera að kanna sína stöðu og meta næstu skref. „Það mun einhver rekstur koma þarna,“ segir Hallur enda hafi það verið tilfellið síðastliðin 50-60 ár.Viðtalið við Hall Dan má heyra í spilaranum að neðan. Tengdar fréttir Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05 Laugaás fagnar samkeppni frá Laundromat en líst illa á hjólastólaramp Rampur fyrir fatlaða, loftræstistokkur og sorpaðstaða standa í vegi fyrir því að kaffihúsið Laundromat opni í Laugardalnum. 26. september 2016 09:00 Ekkert fékkst greitt upp í 94 milljóna gjaldþrot Laundromat Laundromat Reykjavík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2014. 26. febrúar 2016 11:35 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Eigendur atvinnuhúsnæðis við Laugarásveg 1 sem ætluðu að opna fjölskylduvænt kaffihús með þvottaaðstöðu hafa sett húsnæðið á sölu. Viðræður við íbúa í húsinu og eigendur veitingastaðarins Laugaás hafa gengið illa, svo illa að uppgjafartónn er kominn í Laundromat-liða. Málið er nokkuð sérstakt enda liggur fyrir að húsnæðið er ætlað undir atvinnustarfsemi, almennur áhugi í hverfinu virðist vera fyrir opnun kaffihússins en málið strandar á grænu ljósi frá öðrum í byggingunni svo hægt sé að uppfylla skilyrði byggingarfulltrúans í Reykjavík. Setja átti upp ramp á þessu horni sem mun ekki ná lengra út frá húsinu en kjallaratröppurnar sem sjást á myndinni. Eigendur Laugaáss telja rampinn munu gera vöruflutningum erfitt fyrir.Mynd/Jóhann Friðrik Fagna samkeppni en mótmæla Vísir fjallaði um málið í september þar sem meðal annars var rætt við Guðmund Ragnarsson, eiganda veitingastaðarins Laugaáss, sem sagðist fagna samkeppni í húsið. Þá sagði hann staðinn ekki hafa neinn rétt til að mótmæla opnun veitingastaðarins í húsinu þrátt fyrir að fundargerðir lægju fyrir frá því í sumar þar sem fulltrúi veitingastaðarins lagðist gegn öllum fjórum aðgerðum sem gera þurfti á húsinu. Aðgerðirnar voru að byggja ramp fyrir fatlaða að aftanverðu, setja loftræstistokk fyrir aftan húsið, koma upp læstum gaskútaskáp og sorpaðstöðu, sömuleiðis aftan við húsið. Þá voru nokkrir íbúar í húsinu mótfallnir opnuninni og vísuðu meðal annars til hávaða frá eldri loftræstistokki hjá Laugaás. Gert er ráð fyrir atvinnurekstri á fyrstu hæð hússins en á hæðunum tveimur fyrir ofan eru íbúðir. Efnalaug var rekin í lengri tíma í þeim hluta hússins þar sem til stóð að opna kaffihús. Katrín Atladóttir er einn fjölmargra íbúa í hverfinu sem eru vonsviknir að ekkert verði af opnum kaffihússins. Íbúar í hverfinu fúlir Í hópnum Laugarneshverfi á Facebook lýsa íbúar í hverfinu yfir vonbrigðum að ekki hafi tekist að leysa málið. Er vísað í auglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem 40 milljónir eru settar á eignina. „Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir Katrín Atladóttir, íbúi í hverfinu. Sumir eru harðorðir í garð eigenda Laugaáss en aðrir segja erfitt að setja sig í spor allra sem komi að málinu. „Leiðinlegt að fólk hafi ekki náð saman. Minn harmur lýtur bara að því að fá ekki næs kaffihús í götuna. En kannski stekkur bara svipaður rekstur til og holar sér þarna niður innan þess stífa ramma sem hugnast íbúum hússins,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, sem býr á Laugarásvegi. Hallur Dan, einn af eigendum Laundromat, ræddi málið í Brennslunni á FM 957 í morgun. Þar segir hann Laundromat-liða vera að kanna sína stöðu og meta næstu skref. „Það mun einhver rekstur koma þarna,“ segir Hallur enda hafi það verið tilfellið síðastliðin 50-60 ár.Viðtalið við Hall Dan má heyra í spilaranum að neðan.
Tengdar fréttir Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05 Laugaás fagnar samkeppni frá Laundromat en líst illa á hjólastólaramp Rampur fyrir fatlaða, loftræstistokkur og sorpaðstaða standa í vegi fyrir því að kaffihúsið Laundromat opni í Laugardalnum. 26. september 2016 09:00 Ekkert fékkst greitt upp í 94 milljóna gjaldþrot Laundromat Laundromat Reykjavík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2014. 26. febrúar 2016 11:35 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Vilja opna Laundromat í efnalaug á Laugarásvegi Kaffihúsið færir út kvíarnar í Laugardalinn. 26. apríl 2016 16:05
Laugaás fagnar samkeppni frá Laundromat en líst illa á hjólastólaramp Rampur fyrir fatlaða, loftræstistokkur og sorpaðstaða standa í vegi fyrir því að kaffihúsið Laundromat opni í Laugardalnum. 26. september 2016 09:00
Ekkert fékkst greitt upp í 94 milljóna gjaldþrot Laundromat Laundromat Reykjavík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2014. 26. febrúar 2016 11:35