Gefa út sýndarveruleika hugbúnað fyrir skrifstofur Sæunn Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:30 Þrír áhugamenn um sýndarveruleika standa að baki Breakroom. Mynd/Breakroom Íslenska sprotafyrirtækið Breakroom gaf út á dögunum sýndarveruleikahugbúnað sinn Breakroom á Early Access á Steam. Búið er að vinna að hugbúnaðinum í þrjú ár. „Í stuttu máli er þetta hugbúnaður fyrir sýndarveruleika sem gerir fólki kleift að nýta öll þau forrit sem það notar í tölvunni í sýndarveruleika. Það lýsir sér þannig að þú setur á þig sýndarveruleikatæki og heyrnartól og þegar þú ræsir búnaðinn okkar ferðu í annan heim. Þú getur verið á strönd að slappa af og opnað svo Excel, Photoshop, Word eða netvafra sem sérskjá fljótandi í kringum þig. Þú getur verið með tíu skjái opna í einu. Við erum komin með lausn fyrir þá sem eiga sýndarveruleikatæki til að nota tækin til að gera eitthvað annað en að spila tölvuleiki,“ segir Diðrik SteinssonBreakroom hefur verið í þróun í þrjú ár.Mynd/BreakroomHann stendur að baki fyrirtækinu ásamt Bjarna Rafni Gunnarssyni og Antoni Þórólfssyni. Fyrirtækið var stofnað í júní 2014. Þessi útgáfa er miðuð að einstaklingum sem eiga þetta heima hjá sér í dag. Síðan gefa þeir út Breakroom for Business eftir áramót. Sá hugbúnaður er sérstaklega hugsaður fyrir opin vinnurými þar sem starfsmenn upplifa oft einbeitingarörðugleika, aukið stress, eða vilja meira einkarými. Breakroom hefur fengið fjárfestingu frá Eyri og Startup Reykjavik Invest, auk styrkja frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Varan er ekki fullunnin núna en verður fínpússuð með fyrstu notendum. „Við erum að gefa Breakroom út á Steam í Early Access en gefum þetta líka út hjá Oculus á næstu vikum. Early Access þýðir að varan er ekki fullunnin en við munum fínpússa vöruna með fyrstu notendum,“ segir Diðrik. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Breakroom gaf út á dögunum sýndarveruleikahugbúnað sinn Breakroom á Early Access á Steam. Búið er að vinna að hugbúnaðinum í þrjú ár. „Í stuttu máli er þetta hugbúnaður fyrir sýndarveruleika sem gerir fólki kleift að nýta öll þau forrit sem það notar í tölvunni í sýndarveruleika. Það lýsir sér þannig að þú setur á þig sýndarveruleikatæki og heyrnartól og þegar þú ræsir búnaðinn okkar ferðu í annan heim. Þú getur verið á strönd að slappa af og opnað svo Excel, Photoshop, Word eða netvafra sem sérskjá fljótandi í kringum þig. Þú getur verið með tíu skjái opna í einu. Við erum komin með lausn fyrir þá sem eiga sýndarveruleikatæki til að nota tækin til að gera eitthvað annað en að spila tölvuleiki,“ segir Diðrik SteinssonBreakroom hefur verið í þróun í þrjú ár.Mynd/BreakroomHann stendur að baki fyrirtækinu ásamt Bjarna Rafni Gunnarssyni og Antoni Þórólfssyni. Fyrirtækið var stofnað í júní 2014. Þessi útgáfa er miðuð að einstaklingum sem eiga þetta heima hjá sér í dag. Síðan gefa þeir út Breakroom for Business eftir áramót. Sá hugbúnaður er sérstaklega hugsaður fyrir opin vinnurými þar sem starfsmenn upplifa oft einbeitingarörðugleika, aukið stress, eða vilja meira einkarými. Breakroom hefur fengið fjárfestingu frá Eyri og Startup Reykjavik Invest, auk styrkja frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Varan er ekki fullunnin núna en verður fínpússuð með fyrstu notendum. „Við erum að gefa Breakroom út á Steam í Early Access en gefum þetta líka út hjá Oculus á næstu vikum. Early Access þýðir að varan er ekki fullunnin en við munum fínpússa vöruna með fyrstu notendum,“ segir Diðrik.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira