OZ selur og dreifir röð erlendra stórmóta í vetraríþróttum Sæunn Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2016 15:54 Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, til hægri. Mynd/OZ Tilkynnt var á alþjóðlegu íþróttaráðstefnunni Sportel í Monakó að íslenska streymisveitan OZ, sem rekur meðal annars stafræna netdreifingu stöðva 365, hefði verið valin til að selja og dreifa röð erlendra stórmóta í vetraríþróttum undir merkjum Visma Ski Classics. Fram kemur í tilkynningu að OZ hefur sérhæft sig í þessháttar dreifingu um árabil og færir nú út kvíarnar með sértækri lausn fyrir íþróttaviðburði á heimsvísu. „Þetta er nýja framlínan í sjónvarpsdreifingu - beinar útsendingar gegn stöku gjaldi eða í áskrift. Árangur aðila s.s. UFC við að beisla þetta nýja tekjutækifæri hefur ekki farið framhjá neinum og eru bæði leyfishafar og hefðbundnar sjónvarpsstöðvar í síauknum mæli að færa sig inn á þessa nýju dreifileiðir. Við hjá OZ teljum okkur hafa margt nýtt fram að færa fyrir íþróttaheiminn og er þessi samningur ákveðin viðurkenning á því“, sagði Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ. „Hér er ekki eingöngu verið að nýta nýja og spennandi tækni heldur erum við bæði að þjóna aðdáendum með betri upplifun en fæst í hefðbundinni sjónvarpsdreifingu sem og um leið að uppfylla þá sýn að búa til netsamfélag í kring um viðburðina. Okkur þykir mikið til OZ koma og hlökkum til að vinna með þeim í að koma viðburðunum í allra hendur - og tæki“, sagði David Nilsson, framkvæmdastjóri Visma Ski Classics. Gefin verða út snjallforrit fyrir iOS, Android og Apple TV en einnig verður þjónustan aðgengileg á vefnum. Fyrsti viðburðurinn sem nýtir þessa tækni verður Visma Ski Classics Prologue í Pontresina, Sviss og svo strax í kjölfarið 35km Sgambeda-skíðaganga í Livigno á Ítalíu. OZ hefur höfuðstöðvar og þróunarmiðstöð sína í Reykjavík og söluskrifstofu í Stokkhólmi. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Tilkynnt var á alþjóðlegu íþróttaráðstefnunni Sportel í Monakó að íslenska streymisveitan OZ, sem rekur meðal annars stafræna netdreifingu stöðva 365, hefði verið valin til að selja og dreifa röð erlendra stórmóta í vetraríþróttum undir merkjum Visma Ski Classics. Fram kemur í tilkynningu að OZ hefur sérhæft sig í þessháttar dreifingu um árabil og færir nú út kvíarnar með sértækri lausn fyrir íþróttaviðburði á heimsvísu. „Þetta er nýja framlínan í sjónvarpsdreifingu - beinar útsendingar gegn stöku gjaldi eða í áskrift. Árangur aðila s.s. UFC við að beisla þetta nýja tekjutækifæri hefur ekki farið framhjá neinum og eru bæði leyfishafar og hefðbundnar sjónvarpsstöðvar í síauknum mæli að færa sig inn á þessa nýju dreifileiðir. Við hjá OZ teljum okkur hafa margt nýtt fram að færa fyrir íþróttaheiminn og er þessi samningur ákveðin viðurkenning á því“, sagði Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ. „Hér er ekki eingöngu verið að nýta nýja og spennandi tækni heldur erum við bæði að þjóna aðdáendum með betri upplifun en fæst í hefðbundinni sjónvarpsdreifingu sem og um leið að uppfylla þá sýn að búa til netsamfélag í kring um viðburðina. Okkur þykir mikið til OZ koma og hlökkum til að vinna með þeim í að koma viðburðunum í allra hendur - og tæki“, sagði David Nilsson, framkvæmdastjóri Visma Ski Classics. Gefin verða út snjallforrit fyrir iOS, Android og Apple TV en einnig verður þjónustan aðgengileg á vefnum. Fyrsti viðburðurinn sem nýtir þessa tækni verður Visma Ski Classics Prologue í Pontresina, Sviss og svo strax í kjölfarið 35km Sgambeda-skíðaganga í Livigno á Ítalíu. OZ hefur höfuðstöðvar og þróunarmiðstöð sína í Reykjavík og söluskrifstofu í Stokkhólmi.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira