Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Sæunn Gísladóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Fjöldi uppgjöra skráðra félaga birtast á næstu dögum. vísir/gva Fimm félög kynntu uppgjör þriðja ársfjórðungs í gær. Fjórðungurinn var betri hjá Nýherja en sami ársfjórðungur í fyrra, hagnaður, tekjur og EBITDA hækkuðu. Tekjuvöxtur var 14 prósent sem var meiri en fyrripart árs. Í tilkynningu segir að reksturinn hafi verið á áætlun. Horfur í rekstri séu ágætar. Jákvæðar fregnir eru einnig af Marel þar sem helstu vísar eru jákvæðir á fjórðungnum. Í tilkynningu segist Árni Oddur Þórðarson forstjóri ánægður með niðurstöðuna. Nálægt 15 prósenta rekstrarhagnaður er fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Langtímahorfur Marel séu góðar en til skemmri tíma litið hafi óvissa í heimsbúskapnum aukist.Hagnaður, tekjur og EBITDA Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, drógust saman á fjórðungnum samanborið við sama tímabil árið áður. Fram kemur í tilkynningu frá Fjarskiptum að þriðji fjórðungurinn hafi orðið fyrir áhrifum af flutningum félagsins, samkeppni og verðlækkunum á farsímamarkaði á fyrri hluta ársins. Einskiptiskostnaður vegna húsnæðismála nam 50 milljónum króna. EBITDA horfur eru lækkaðar vegna skoðunar félagsins á mögulegum kaupum á ljósvaka- og fjarskiptahluta 365 og er áætlað að þær verði í kringum 3,1 milljarður fyrir árið. Hagnaður Össurar dróst saman á milli ára. Hagnaður nam 13 milljónum dollara, jafnvirði 1.480 milljóna króna, samanborið við 14 milljónir dollara, jafnvirði 1.590 milljóna króna, árið áður. Tekjur námu 129 milljónum dollara, 14,7 milljörðum króna, á tímabilinu samanborið við 117 milljón dollara, 13,3 milljarða króna, á sama tímabili árið 2015. Í tilkynningu segir Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri að tekjuvöxtur hafi verið góður á fjórðungnum. Vegna kaupa á Medi Prosthetics er spáð enn meiri tekjuvexti á árinu, eða 8-10 prósentum, í stað 7-9 prósenta. VÍS, eins og önnur tryggingafélög, hefur átt erfitt uppdráttar á árinu. Hagnaður á fjórðungnum sem og aðrir vísar eru neikvæðir miðað við sama tímabil árið áður. Samkvæmt afkomu fyrstu níu mánaða ársins nemur hagnaður af rekstri 592 milljónum króna, sem er 30 prósent af hagnaðinum á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu segir Jakob Sigurðsson forstjóri að jákvætt sé að sjá hve mikið iðgjöld hafi aukist það sem af er ári, eftir nokkurra ára stöðnun, eða um 11,2 prósent frá sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að áfram verði ágætur vöxtur í innlendum iðgjöldum á árinu en ólíklegt er að samsett hlutfall verði í árslok lægra en það var fyrir árið 2015. Uppgjör hinna tryggingafélaganna auk Símans og Landsbankans verða kynnt í dag. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Fimm félög kynntu uppgjör þriðja ársfjórðungs í gær. Fjórðungurinn var betri hjá Nýherja en sami ársfjórðungur í fyrra, hagnaður, tekjur og EBITDA hækkuðu. Tekjuvöxtur var 14 prósent sem var meiri en fyrripart árs. Í tilkynningu segir að reksturinn hafi verið á áætlun. Horfur í rekstri séu ágætar. Jákvæðar fregnir eru einnig af Marel þar sem helstu vísar eru jákvæðir á fjórðungnum. Í tilkynningu segist Árni Oddur Þórðarson forstjóri ánægður með niðurstöðuna. Nálægt 15 prósenta rekstrarhagnaður er fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Langtímahorfur Marel séu góðar en til skemmri tíma litið hafi óvissa í heimsbúskapnum aukist.Hagnaður, tekjur og EBITDA Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, drógust saman á fjórðungnum samanborið við sama tímabil árið áður. Fram kemur í tilkynningu frá Fjarskiptum að þriðji fjórðungurinn hafi orðið fyrir áhrifum af flutningum félagsins, samkeppni og verðlækkunum á farsímamarkaði á fyrri hluta ársins. Einskiptiskostnaður vegna húsnæðismála nam 50 milljónum króna. EBITDA horfur eru lækkaðar vegna skoðunar félagsins á mögulegum kaupum á ljósvaka- og fjarskiptahluta 365 og er áætlað að þær verði í kringum 3,1 milljarður fyrir árið. Hagnaður Össurar dróst saman á milli ára. Hagnaður nam 13 milljónum dollara, jafnvirði 1.480 milljóna króna, samanborið við 14 milljónir dollara, jafnvirði 1.590 milljóna króna, árið áður. Tekjur námu 129 milljónum dollara, 14,7 milljörðum króna, á tímabilinu samanborið við 117 milljón dollara, 13,3 milljarða króna, á sama tímabili árið 2015. Í tilkynningu segir Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri að tekjuvöxtur hafi verið góður á fjórðungnum. Vegna kaupa á Medi Prosthetics er spáð enn meiri tekjuvexti á árinu, eða 8-10 prósentum, í stað 7-9 prósenta. VÍS, eins og önnur tryggingafélög, hefur átt erfitt uppdráttar á árinu. Hagnaður á fjórðungnum sem og aðrir vísar eru neikvæðir miðað við sama tímabil árið áður. Samkvæmt afkomu fyrstu níu mánaða ársins nemur hagnaður af rekstri 592 milljónum króna, sem er 30 prósent af hagnaðinum á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu segir Jakob Sigurðsson forstjóri að jákvætt sé að sjá hve mikið iðgjöld hafi aukist það sem af er ári, eftir nokkurra ára stöðnun, eða um 11,2 prósent frá sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að áfram verði ágætur vöxtur í innlendum iðgjöldum á árinu en ólíklegt er að samsett hlutfall verði í árslok lægra en það var fyrir árið 2015. Uppgjör hinna tryggingafélaganna auk Símans og Landsbankans verða kynnt í dag. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira