Þrjú möstur Kröflulínu þutu upp á fyrsta degi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2016 19:31 Aukinnar bjartsýnir gætir nú um að kísilver á Bakka fái raforku í tæka tíð eftir að Kröflulína 4 fékk grænt ljós í fyrradag. Framkvæmdir við línulögnina fóru á fullt í gær, og tókst að reisa þrjú möstur yfir daginn, og er nú keppst í kappi við tímann að ná sem flestum upp áður en vetrarhörkur skella á. Verktakar Landsnets biðu ekki boðanna í gær og hófust þegar handa þegar ljóst var að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði hafnað kröfu Landverndar um ógildingu framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu. Þar með hafði framkvæmdabanni verið aflétt á þessum kafla og var unnið svo rösklega í gær að þrjú möstur stóðu uppi í lok dags, en þau verða alls 193 á allri línuleiðinni.Eitt af möstrum Kröflulínu 4 rís á móts við Gæsafjöll.Mynd/Landsnet.Þótt menn bölvi því að hafa misst dýrmætan framkvæmdatíma í veðurblíðu haustsins er stefnt að því að vinna af krafti næstu vikur og eins langt inn í veturinn og veður leyfir. Eftir nýjustu vendingar í kærumálum er Landsnet nú komið með þrjú af fjórum framkvæmdaleyfum fyrir samtals 88 prósentum leiðarinnar, aðeins vantar nú leyfi fyrir sjö kílómetra kafla Þeistareykjalínu í landi Þingeyjarsveitar, en einnig er óútkljáð eignarnámsmál í landi Reykjahlíðar. Síðasta niðurstaða úrskurðarnefndarinnar þykir þó gefa fyrirheit um að fjórða og síðasta framkvæmdaleyfið fáist innan skamms, og að hornsteinn Þeistareykjavirkjunar hafi ekki verið lagður til einskis.Séð yfir eitt mastranna úr lofti í gær. Ennþá er snjólaust á svæðinu, sem er í yfir 350 metra hæð yfir sjávarmáli.Mynd/Landsnet.Í ráðamönnum á Húsavík er að minnsta kosti bjartsýnni tónn en fyrr í haust um að takast muni að afstýra meiriháttar fjárhagsáfalli og að virkjunin nái að skila raforku til kísilvers á Bakka á tilskildum tíma. Það er þó háð því að vetrarveður stöðvi ekki línulögn á næstu vikum og að ekki dúkki upp fleiri kærumál. Um hvort fleiri kærur séu í farvatninu vildi talsmaður Landverndar hins vegar ekkert tjá sig í dag.Hér sést hvernig möstrin líta út. Þrjú slík risu í gær.Mynd/Landsnet. Tengdar fréttir Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16 Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 PCC harmar þá stöðu sem komin er upp á Bakka Í tilkynninu frá fyrirtækinu segir að stöðvun framkvæmda á vegum Landnets geti valdið umtalsverðu fjárhagstjóni. 25. ágúst 2016 13:59 Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Uppbyggingu siglt í strand Núverandi raforkuflutningskerfi er sprungið að sögn Landsnets. Þörf er á viðamiklum endurbótum á næstu árum. 9. ágúst 2016 06:00 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála felldi ákvörðun Skútustaðahrepps um veitingu leyfisins úr gildi. Taldi hún að ekki hafi verið gætt skipulags- og náttúruverndarlaga við undirbúning og málsmeðferð ákvörðunarinnar. 10. október 2016 20:08 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Aukinnar bjartsýnir gætir nú um að kísilver á Bakka fái raforku í tæka tíð eftir að Kröflulína 4 fékk grænt ljós í fyrradag. Framkvæmdir við línulögnina fóru á fullt í gær, og tókst að reisa þrjú möstur yfir daginn, og er nú keppst í kappi við tímann að ná sem flestum upp áður en vetrarhörkur skella á. Verktakar Landsnets biðu ekki boðanna í gær og hófust þegar handa þegar ljóst var að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði hafnað kröfu Landverndar um ógildingu framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu. Þar með hafði framkvæmdabanni verið aflétt á þessum kafla og var unnið svo rösklega í gær að þrjú möstur stóðu uppi í lok dags, en þau verða alls 193 á allri línuleiðinni.Eitt af möstrum Kröflulínu 4 rís á móts við Gæsafjöll.Mynd/Landsnet.Þótt menn bölvi því að hafa misst dýrmætan framkvæmdatíma í veðurblíðu haustsins er stefnt að því að vinna af krafti næstu vikur og eins langt inn í veturinn og veður leyfir. Eftir nýjustu vendingar í kærumálum er Landsnet nú komið með þrjú af fjórum framkvæmdaleyfum fyrir samtals 88 prósentum leiðarinnar, aðeins vantar nú leyfi fyrir sjö kílómetra kafla Þeistareykjalínu í landi Þingeyjarsveitar, en einnig er óútkljáð eignarnámsmál í landi Reykjahlíðar. Síðasta niðurstaða úrskurðarnefndarinnar þykir þó gefa fyrirheit um að fjórða og síðasta framkvæmdaleyfið fáist innan skamms, og að hornsteinn Þeistareykjavirkjunar hafi ekki verið lagður til einskis.Séð yfir eitt mastranna úr lofti í gær. Ennþá er snjólaust á svæðinu, sem er í yfir 350 metra hæð yfir sjávarmáli.Mynd/Landsnet.Í ráðamönnum á Húsavík er að minnsta kosti bjartsýnni tónn en fyrr í haust um að takast muni að afstýra meiriháttar fjárhagsáfalli og að virkjunin nái að skila raforku til kísilvers á Bakka á tilskildum tíma. Það er þó háð því að vetrarveður stöðvi ekki línulögn á næstu vikum og að ekki dúkki upp fleiri kærumál. Um hvort fleiri kærur séu í farvatninu vildi talsmaður Landverndar hins vegar ekkert tjá sig í dag.Hér sést hvernig möstrin líta út. Þrjú slík risu í gær.Mynd/Landsnet.
Tengdar fréttir Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16 Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 PCC harmar þá stöðu sem komin er upp á Bakka Í tilkynninu frá fyrirtækinu segir að stöðvun framkvæmda á vegum Landnets geti valdið umtalsverðu fjárhagstjóni. 25. ágúst 2016 13:59 Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Uppbyggingu siglt í strand Núverandi raforkuflutningskerfi er sprungið að sögn Landsnets. Þörf er á viðamiklum endurbótum á næstu árum. 9. ágúst 2016 06:00 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála felldi ákvörðun Skútustaðahrepps um veitingu leyfisins úr gildi. Taldi hún að ekki hafi verið gætt skipulags- og náttúruverndarlaga við undirbúning og málsmeðferð ákvörðunarinnar. 10. október 2016 20:08 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16
Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00
PCC harmar þá stöðu sem komin er upp á Bakka Í tilkynninu frá fyrirtækinu segir að stöðvun framkvæmda á vegum Landnets geti valdið umtalsverðu fjárhagstjóni. 25. ágúst 2016 13:59
Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15
Uppbyggingu siglt í strand Núverandi raforkuflutningskerfi er sprungið að sögn Landsnets. Þörf er á viðamiklum endurbótum á næstu árum. 9. ágúst 2016 06:00
Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15
Framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála felldi ákvörðun Skútustaðahrepps um veitingu leyfisins úr gildi. Taldi hún að ekki hafi verið gætt skipulags- og náttúruverndarlaga við undirbúning og málsmeðferð ákvörðunarinnar. 10. október 2016 20:08