Kraftlyftingakona sem skíðar Sæunn Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2016 12:00 Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 2004. Vísir/GVA „Starfið leggst rosalega vel í mig, það er mikil samkeppni á markaðnum en tækifærin á sama tíma mörg og spennandi. Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu og erum með þráðlaust net í öllum okkar vélum, Vildarpunktasöfnun, afþreyingarkerfi fyrir alla fjölskylduna og glæsilegt úrval áfangastaða, en á næsta ári bætast við tvær stórborgir sem henta Íslendingum afar vel, þær Tampa og Philadelphia.“ Þetta segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir sem tók í gær við stöðu svæðisstjóra fyrir Icelandair á Íslandi. „Við skiptum markaðnum upp í fimm svæði, Norður-Ameríku, Vestur-Evrópu, Skandinavíu, Ísland auk GSA-svæða fyrir Suður- og Austur-Evrópu, Asíu, Mið-Austurlönd, Afríku og Suður-Ameríku. Þetta er ábyrgð og rekstur á sölusvæðinu, innleiðing og eftirfylgni á sölustefnu, markaðs- og fjármálaáætlanir og svo framvegis.“Tólf ár hjá IcelandairIngibjörg Ásdís lauk B.Sc.-prófi í viðskiptafræði og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað í tólf ár hjá Icelandair, nánast allan feril sinn. Áður starfaði hún hjá Air Atlanta og hjá Vodafone. „Maður bara elskar fyrirtækið og ég hef alltaf verið með flugbakteríuna. Ég vann sem flugfreyja á sumrin samhliða námi og eftir að ég lauk prófi í viðskiptafræði fór ég að vinna sem verkefnastjóri vef- og markaðsmála árið 2005,“ segir Ingibjörg. Frá 2007 til 2010 sá hún um samninga og samskipti við fjármálastofnanir og banka fyrir hönd Icelandair Saga Club, og hefur starfað sem forstöðumaður yfir Customer Loyalty síðan 2010.Íslendingar með flugbakteríu„Það er nóg að gera í vinnunni, þetta er fjölbreytt starf sem tekur á svo mörgu. Íslendingar elska líka að ferðast, þannig að þessi flugbaktería er rótgróin í okkur. Það sýnir sig líka í því þegar við erum að auglýsa eftir starfsmönnum hversu margir sækja um, það vilja svo margir vinna við flugið,“ segir Ingibjörg Ásdís.Kraftlyfting og hot yoga góð blandaIngibjörg Ásdís er í sambandi með Ragnari Ágústssyni og á hún tvö börn og hann tvö börn sem eiga hug þeirra allan. Utan vinnunnar eyðir hún tíma með fjölskyldunni og sinnir líkamsrækt. „Helst núna á dagskrá eru kraftlyftingar, ég er að æfa hjá honum Ingimundi úti á Nesi og hef verið þar í eitt ár. Ég var að lyfta fyrir mörgum árum síðan og langaði alltaf að byrja aftur. Þetta er að mínu mati frábær hreyfing og gott að komast þangað til að fá útrás. Blanda þessu saman við hot yoga sem er mjög góð blanda, sérstaklega í kuldanum.“ Ingibjörg Ásdís stefnir líka á að skíða í vetur. „Við ætlum bæði á skíði innanlands og utan, það er verið að stefna á Akureyri og Denver í Colorado með skíðin í vetur. Við veljum að sjálfsögðu þá áfangastaði sem Icelandair flýgur til,“ segir hún kímin. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ingibjörg, Þorvarður og Þorsteinn nýir stjórnendur hjá Icelandair Þrír nýir stjórnendur taka við á sölu- og markaðssviði Icelandair. 27. október 2016 11:15 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
„Starfið leggst rosalega vel í mig, það er mikil samkeppni á markaðnum en tækifærin á sama tíma mörg og spennandi. Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu og erum með þráðlaust net í öllum okkar vélum, Vildarpunktasöfnun, afþreyingarkerfi fyrir alla fjölskylduna og glæsilegt úrval áfangastaða, en á næsta ári bætast við tvær stórborgir sem henta Íslendingum afar vel, þær Tampa og Philadelphia.“ Þetta segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir sem tók í gær við stöðu svæðisstjóra fyrir Icelandair á Íslandi. „Við skiptum markaðnum upp í fimm svæði, Norður-Ameríku, Vestur-Evrópu, Skandinavíu, Ísland auk GSA-svæða fyrir Suður- og Austur-Evrópu, Asíu, Mið-Austurlönd, Afríku og Suður-Ameríku. Þetta er ábyrgð og rekstur á sölusvæðinu, innleiðing og eftirfylgni á sölustefnu, markaðs- og fjármálaáætlanir og svo framvegis.“Tólf ár hjá IcelandairIngibjörg Ásdís lauk B.Sc.-prófi í viðskiptafræði og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað í tólf ár hjá Icelandair, nánast allan feril sinn. Áður starfaði hún hjá Air Atlanta og hjá Vodafone. „Maður bara elskar fyrirtækið og ég hef alltaf verið með flugbakteríuna. Ég vann sem flugfreyja á sumrin samhliða námi og eftir að ég lauk prófi í viðskiptafræði fór ég að vinna sem verkefnastjóri vef- og markaðsmála árið 2005,“ segir Ingibjörg. Frá 2007 til 2010 sá hún um samninga og samskipti við fjármálastofnanir og banka fyrir hönd Icelandair Saga Club, og hefur starfað sem forstöðumaður yfir Customer Loyalty síðan 2010.Íslendingar með flugbakteríu„Það er nóg að gera í vinnunni, þetta er fjölbreytt starf sem tekur á svo mörgu. Íslendingar elska líka að ferðast, þannig að þessi flugbaktería er rótgróin í okkur. Það sýnir sig líka í því þegar við erum að auglýsa eftir starfsmönnum hversu margir sækja um, það vilja svo margir vinna við flugið,“ segir Ingibjörg Ásdís.Kraftlyfting og hot yoga góð blandaIngibjörg Ásdís er í sambandi með Ragnari Ágústssyni og á hún tvö börn og hann tvö börn sem eiga hug þeirra allan. Utan vinnunnar eyðir hún tíma með fjölskyldunni og sinnir líkamsrækt. „Helst núna á dagskrá eru kraftlyftingar, ég er að æfa hjá honum Ingimundi úti á Nesi og hef verið þar í eitt ár. Ég var að lyfta fyrir mörgum árum síðan og langaði alltaf að byrja aftur. Þetta er að mínu mati frábær hreyfing og gott að komast þangað til að fá útrás. Blanda þessu saman við hot yoga sem er mjög góð blanda, sérstaklega í kuldanum.“ Ingibjörg Ásdís stefnir líka á að skíða í vetur. „Við ætlum bæði á skíði innanlands og utan, það er verið að stefna á Akureyri og Denver í Colorado með skíðin í vetur. Við veljum að sjálfsögðu þá áfangastaði sem Icelandair flýgur til,“ segir hún kímin.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ingibjörg, Þorvarður og Þorsteinn nýir stjórnendur hjá Icelandair Þrír nýir stjórnendur taka við á sölu- og markaðssviði Icelandair. 27. október 2016 11:15 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Ingibjörg, Þorvarður og Þorsteinn nýir stjórnendur hjá Icelandair Þrír nýir stjórnendur taka við á sölu- og markaðssviði Icelandair. 27. október 2016 11:15
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent