Launahækkun forstjóra LSH vekur hörð viðbrögð 7. september 2012 05:30 Guðbjartur Hannesson Sú ákvörðun Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, hefur vakið hörð viðbrögð meðal fulltrúa opinberra launamanna. Formaður BSRB segist gáttaður á ákvörðuninni og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að sér sé misboðið. Greint var frá því í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefði í síðasta mánuði hækkað mánaðarlaun Björns um 450 þúsund krónur í 2,3 milljónir á mánuði. Þá var haft eftir Guðbjarti í fréttinni að Birni hefði á dögunum verið boðin staða forstjóra stórs spítala í Svíþjóð og að í því tilboði hefði falist veruleg launahækkun. Mun Björn hafa látið yfirmenn sína vita af tilboðinu sem hann íhugaði alvarlega. Brást þá ráðherra við á fyrrgreindan hátt; hækkaði laun Björns. Loks sagði Guðbjartur að hann hefði tekið ákvörðunina einn og bæri á henni pólitíska ábyrgð. „Ég er alveg gáttuð á þessum gjörningi. Við erum með kjararáð þar sem launakjör forstöðumanna ríkisstofnana eru ákvörðuð. Í ljósi þess er dálítið ótrúlegt að ráðherra skuli taka einhliða ákvörðun um breytingu á launakjörum í þessu tilfelli. Ekki síst þar sem inni á Landspítala eru flestir starfsmenn mjög hæfir í starfi og nánast ómissandi,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um ákvörðun Guðbjarts. Elín Björg bendir þar að auki á að starfshlutfall flestra opinberra starfsmanna hafi verið skert og laun þeirra lækkuð á síðustu árum. Þær breytingar hafi ekki verið leiðréttar hjá flestum ríkisstarfsmönnum þrátt fyrir að kjararáð hafi ákveðið að sambærilegar skerðingar skyldu ganga til baka hjá þingmönnum, ráðherrum og forstöðumönnum ríkisstofnana. Í ljósi þessa komi ákvörðun ráðherra nú aftan að sér. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að hjúkrunarfræðingum sé misboðið vegna ákvörðunarinnar sem sé tekin á sama tíma og skorið sé gegndarlaust niður í þjónustu við sjúklinga. Þá segir hún enn fremur í greininni að svo mikil eftirspurn sé eftir hjúkrunarfræðingum í Noregi að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu fengið þar starf á betri launum en bjóðast á Íslandi.magnusl@frettabladid.is Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Sú ákvörðun Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, hefur vakið hörð viðbrögð meðal fulltrúa opinberra launamanna. Formaður BSRB segist gáttaður á ákvörðuninni og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að sér sé misboðið. Greint var frá því í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefði í síðasta mánuði hækkað mánaðarlaun Björns um 450 þúsund krónur í 2,3 milljónir á mánuði. Þá var haft eftir Guðbjarti í fréttinni að Birni hefði á dögunum verið boðin staða forstjóra stórs spítala í Svíþjóð og að í því tilboði hefði falist veruleg launahækkun. Mun Björn hafa látið yfirmenn sína vita af tilboðinu sem hann íhugaði alvarlega. Brást þá ráðherra við á fyrrgreindan hátt; hækkaði laun Björns. Loks sagði Guðbjartur að hann hefði tekið ákvörðunina einn og bæri á henni pólitíska ábyrgð. „Ég er alveg gáttuð á þessum gjörningi. Við erum með kjararáð þar sem launakjör forstöðumanna ríkisstofnana eru ákvörðuð. Í ljósi þess er dálítið ótrúlegt að ráðherra skuli taka einhliða ákvörðun um breytingu á launakjörum í þessu tilfelli. Ekki síst þar sem inni á Landspítala eru flestir starfsmenn mjög hæfir í starfi og nánast ómissandi,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um ákvörðun Guðbjarts. Elín Björg bendir þar að auki á að starfshlutfall flestra opinberra starfsmanna hafi verið skert og laun þeirra lækkuð á síðustu árum. Þær breytingar hafi ekki verið leiðréttar hjá flestum ríkisstarfsmönnum þrátt fyrir að kjararáð hafi ákveðið að sambærilegar skerðingar skyldu ganga til baka hjá þingmönnum, ráðherrum og forstöðumönnum ríkisstofnana. Í ljósi þessa komi ákvörðun ráðherra nú aftan að sér. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að hjúkrunarfræðingum sé misboðið vegna ákvörðunarinnar sem sé tekin á sama tíma og skorið sé gegndarlaust niður í þjónustu við sjúklinga. Þá segir hún enn fremur í greininni að svo mikil eftirspurn sé eftir hjúkrunarfræðingum í Noregi að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu fengið þar starf á betri launum en bjóðast á Íslandi.magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur