Geysisbændur í fjárfestingar 6. september 2012 07:00 Eigendur meirihluta Geysissvæðisins í Haukadal ætla að ráðast í miklar framkvæmdir og fjárfestingar á svæðinu. Á næstunni stendur til að efna til samkeppni um framtíðarskipulag svæðisins. Þeir hafa auk þess látið gera þjónustukannanir á svæðinu í sumar þar sem fram hefur komið að ferðamenn hafa verið undrandi á því að ekki skuli vera gjaldtaka þar. Starfsemin á að skapa sex til tíu heilsársstörf. Stofnfundur Landeigendafélags Geysis ehf. var haldinn í gær. Að félaginu standa eigendur 65 prósenta hverasvæðisins í Haukadal sem ákváðu í fyrra að hefja undirbúning að því. Formaður stjórnar er Bjarni Karlsson, barnabarn Bjarna Sigurðssonar frá Geysi. Íslenska ríkið, sem á 35 prósent af landinu, er ekki á meðal eigenda félagsins. Í minnisblaði sem landeigendurnir, að undanskildu íslenska ríkinu, sendu Drífu Kristjánsdóttur, oddvita Bláskógabyggðar, í lok maí, segir að ljóst sé að hverasvæðið við Geysi í Haukadal hafi látið á sjá í áranna rás. Megintilgangurinn verði að vernda og skipuleggja svæðið með tilliti til „þeirrar miklu aukningar ferðamanna sem koma til landsins allt árið. Nýlegar rannsóknir sýna að 75 prósent erlendra ferðamanna sem koma til Íslands heimsækja svæðið. Skipuleg uppbygging getur því ekki beðið lengur." Því hafi þeir ákveðið að stofna félag um hverasvæðið sem sjái um verndun, uppbyggingu, framkvæmdir og rekstur á svæðinu. Ljóst sé „að um mikla fjárfestingu er að ræða auk viðhalds á komandi áratugum". Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélagsins, segir að formanni og varaformanni stjórnar þess hafi verið falið að stíga fyrstu skref í þessa átt fyrir næsta stjórnarfund. „Næsta skref verður síðan að fara í viðræður við ríkið um samstarfssamning vegna þess að þarna þarf uppbyggingu sökum fjölgunar ferðamanna. Ágangurinn er orðinn það mikill, enda heimsækir um hálf milljón manns svæðið árlega." Spurður hvort til standi að hefja gjaldtöku inn á Geysissvæðið til að standa undir kostnaði við fyrirhugaðar framkvæmdir segir Garðar það verkefni stjórnar félagsins að taka ákvörðun um það þegar fram í sækir. „Við höfum gert þjónustukannanir á svæðinu í sumar. Það má orða það þannig að margur ferðamaðurinn er undrandi yfir því að það skuli ekki vera gjaldtaka á ferðamannasvæðum á Íslandi yfirhöfuð."- þsj / sjá síðu 10 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Eigendur meirihluta Geysissvæðisins í Haukadal ætla að ráðast í miklar framkvæmdir og fjárfestingar á svæðinu. Á næstunni stendur til að efna til samkeppni um framtíðarskipulag svæðisins. Þeir hafa auk þess látið gera þjónustukannanir á svæðinu í sumar þar sem fram hefur komið að ferðamenn hafa verið undrandi á því að ekki skuli vera gjaldtaka þar. Starfsemin á að skapa sex til tíu heilsársstörf. Stofnfundur Landeigendafélags Geysis ehf. var haldinn í gær. Að félaginu standa eigendur 65 prósenta hverasvæðisins í Haukadal sem ákváðu í fyrra að hefja undirbúning að því. Formaður stjórnar er Bjarni Karlsson, barnabarn Bjarna Sigurðssonar frá Geysi. Íslenska ríkið, sem á 35 prósent af landinu, er ekki á meðal eigenda félagsins. Í minnisblaði sem landeigendurnir, að undanskildu íslenska ríkinu, sendu Drífu Kristjánsdóttur, oddvita Bláskógabyggðar, í lok maí, segir að ljóst sé að hverasvæðið við Geysi í Haukadal hafi látið á sjá í áranna rás. Megintilgangurinn verði að vernda og skipuleggja svæðið með tilliti til „þeirrar miklu aukningar ferðamanna sem koma til landsins allt árið. Nýlegar rannsóknir sýna að 75 prósent erlendra ferðamanna sem koma til Íslands heimsækja svæðið. Skipuleg uppbygging getur því ekki beðið lengur." Því hafi þeir ákveðið að stofna félag um hverasvæðið sem sjái um verndun, uppbyggingu, framkvæmdir og rekstur á svæðinu. Ljóst sé „að um mikla fjárfestingu er að ræða auk viðhalds á komandi áratugum". Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélagsins, segir að formanni og varaformanni stjórnar þess hafi verið falið að stíga fyrstu skref í þessa átt fyrir næsta stjórnarfund. „Næsta skref verður síðan að fara í viðræður við ríkið um samstarfssamning vegna þess að þarna þarf uppbyggingu sökum fjölgunar ferðamanna. Ágangurinn er orðinn það mikill, enda heimsækir um hálf milljón manns svæðið árlega." Spurður hvort til standi að hefja gjaldtöku inn á Geysissvæðið til að standa undir kostnaði við fyrirhugaðar framkvæmdir segir Garðar það verkefni stjórnar félagsins að taka ákvörðun um það þegar fram í sækir. „Við höfum gert þjónustukannanir á svæðinu í sumar. Það má orða það þannig að margur ferðamaðurinn er undrandi yfir því að það skuli ekki vera gjaldtaka á ferðamannasvæðum á Íslandi yfirhöfuð."- þsj / sjá síðu 10
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur