Fleiri fréttir Áhöld um hvort hægt sé að refsa fyrir gjaldeyrisbrask Ríkissaksóknari og Seðlabankinn eru á algjörlega öndverðum meiði um hvort hægt sé að ákæra þá sem grunaðir eru um gjaldeyrisbrask. Ríkissaksóknari telur refsiheimildir ófullnægjandi en Seðlabankinn alveg skýrt að heimildir séu fyrir hendi. 4.9.2012 19:26 Skattlagning á gistingu skilar hátt í 3,4 milljörðum króna Ætla má að heildarútgjöld erlendra ferðamanna hækki um tæp 2% við hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur látið taka saman fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um áhrif þess að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu. 4.9.2012 16:32 Marel lækkaði um tæp 3 prósent Gengi bréfa Marels lækkaði um 2,93 prósent í viðskiptum dagsins en velta með bréf félagsins nam ríflega 135 milljónum króna. Gengi bréfa félagsins hefur lækkað nokkuð undanfarin misseri og er gengið nú 132. Gengi bréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði um 1,4 prósent í dag í 268 milljóna króna viðskiptum og er gengi félagsins nú 8,69 prósent en við skráningu á markað var gengið 8,25. Gengi bréfa Icelandair Group lækkaði um 1,57 prósent í viðskiptum dagsins og er gengið nú 6,9. 4.9.2012 15:59 "Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist“ Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, fagnar nýjum varúðarreglum sem Seðlabankinn kynnti í síðustu viku og segir að ef slíkar reglur hefðu verið í gildi hefði þjóðin hugsanlega náð mýkri lendingu í efnahagshruninu. 4.9.2012 10:30 Afstaða Noregs stendur í vegi fyrir árangri Ein helsta ástæða þess að makrílfundurinn í London í gær skilaði engum árangri var einstrengingsleg afstaða Noregs. Þetta kemur fram á heimasíðu atvinnuvegaráðuneytisins, en Norðmenn eru sagðir kenna Íslendingum og Færeyingum um hve illa gengur að leysa deiluna þó raunin sé sú að Íslendingar hafi sýnt mikinn sveigjanleika. 4.9.2012 18:55 Pétur ráðinn framkvæmdastjóri Fíton Pétur Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Fíton. Pétur ber ábyrgð á daglegum rekstri auglýsingastofunnar, ásamt stefnumótun og framkvæmd hennar, eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Hann situr í framkvæmdaráði Kaaberhússins, en innan þess starfa auk Fítons 4 sérhæfð fyrirtæki í markaðsmálum og boðmiðlun. 4.9.2012 16:51 Íslenskir frumkvöðlar leita til landans Íslenska sprotafyrirtækið Cloud Engineering tekur nú þátt í nýsköpunarsamkeppni í Helsinki, en hún er hluti af Arctic15 fagráðstefnunni sem haldinn verður Finnlandi í október. Til mikils er að vinna því sigurvegarinn mun kynna fyrirtæki sitt fyrir fjárfestum á ráðstefnuninni. Netkosning er hafin þar sem almenningur getur kosið um hverjir komast áfram. Því leitar fyrirtækið til landans til að bera hróður íslenskrar nýsköpunar víðar. 4.9.2012 15:43 Mæta hallarekstri með ólöglegum yfirdráttarlánum Ríkisendurskoðun segir að fjórar af heilbrigðisstofnum landsins hafi mætt hallarekstri sínum með yfirdráttarlánum í bönkum en slíkt sé ólöglegt. Heilbrigðisstofnun Austurlands hafi þannig verið með 83 milljóna króna yfirdrátt á bankareikningi sínum í lok síðasta árs. 4.9.2012 10:42 Íbúðum í eigu ÍLS fjölgaði um 1.700 á þremur árum Íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) heldur áfram að fjölga og í júnílok átti sjóðurinn samtals 2.049 fasteignir og hefur þeim fjölgað um 443 síðan í upphafi ársins. Fasteignum í eigu sjóðsins hefur fjölgað verulega undanfarin misseri í byrjun árs 2010 átti sjóðurinn 347 íbúðir og hefur þeim því fjölgað um 1.709 á innan við þremur árum. 4.9.2012 07:52 Rannsaka tugi mála varðandi skattaskjól Yfir sjötíu skattaskjólsmál í tíu skattaskjólum hafa borist skattrannsóknarstjóra frá hruni. Langflest málanna tengjast Lúxemborg, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. "Það hefur mikið farið í gegnum skattaskjólsfélög stofnuð þar eða í gegnum bankana þar þótt félögin tengist til dæmis Tortóla eða öðrum skattaskjólum,“ segir Bryndís. 4.9.2012 07:00 Nettóskuldir þjóðarbúsins jukust um 177 milljarða Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.583 milljörðum kr. í lok annars ársfjórðungs ársins. Skuldir námu 3.639 milljörðum kr. og var hrein staða því neikvæð um 1.056 milljarða kr. Nettóskuldir þjóðarbúsins hækkuðu um 177 milljarða kr. á milli ársfjórðunga. Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabankans. 4.9.2012 06:43 Skattaskjólsmálum fer enn fjölgandi Skattaskjólsmálum sem komið hafa til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra fjölgar stöðugt og þau eru nú orðin sjötíu til áttatíu. 4.9.2012 02:30 Fráleitt að til sé „dauðalisti“ Arion banki segir fráleitt að til sé listi yfir lífvænleg fyrirtæki sem bankinn hafi ákveðið að taka af eigendum þeirra til að laga ójöfnuð milli nýja bankans og þrotabús gamla Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hélt því fram í innsendri grein í Fréttablaðinu á laugardag að slíkur listi væri til. Áður hafði Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi BM Vallár, haldið hinu sama fram. 4.9.2012 02:15 Varalitavísitalan vekur spurningar um bata hagkerfisins Íslenska hagkerfið virðist vera á hægri uppleið þó enn sé langt í land, samkvæmt óhefðbundnum vísitölum. Innflutningur á varalit náði hámarki í fyrra en notkun á "K"-orðinu svokallaða hefur minnkað verulega frá hruni. 3.9.2012 21:58 Tímamótasamningur hjá Advania Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Advania, áður Skýrr, hefur náð tímamótasamningi við sænsku tryggingarstofnunina um innleiðingu á nýju upplýsingakerfi. Samningurinn er metinn á tvo komma þrjá milljarða króna. 3.9.2012 21:10 Íbúðalánasjóður yfirtók 500 íbúðir Íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs fjölgaði um 443 á fyrstu sex mánuðum ársins, en þær voru 2049 á fyrstu mánuðum ársins. Fasteignum í eigu sjóðsins hefur fjölgað verulega undanfarin misseri í byrjun árs 2010 átti sjóðurinn 347 íbúðir og hefur þeim því fjölgað um 1.709 á innan við þremur árum. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Íbúðalánasjóðs. 3.9.2012 13:06 Yfir 7 milljarðar fóru í líftryggingar hjá erlendum félögum Íslendingar borguðu yfir 7 milljarða króna í iðgjöld fyrir líftryggingar hjá erlendum tryggingarfélögum árið 2010. Markaðshlutdeild hinna erlendu félaga í þessum tryggingum nam 67,5% af heildinni þetta ár. 3.9.2012 08:53 Töluverð hreyfing á gengi hlutabréfa í kauphöllinni Töluverð hreyfing var á gengi hlutabréfa í íslensku kauphöllinni í dag en hlutabréfa vísitalan, OMXISK, lækkaði um 0,5 prósent í ríflega 186 milljóna króna viðskiptum, og er nú ríflega 989. Mesta hreyfingan varð á gengi hlutabréfa færeyska bankans Bank Nordik en það lækkaði um 3,68 prósent og er nú 64. Þá lækkaði gengi bréfa Haga um 0,28 prósent og er nú komið niður fyrir 18, í 17,95. Gengi bréfa Icelandair lækkaði um 1,68 prósent og er nú 7,01. Gengi bréfa Marels lækkaði um 1,44 prósent og er nú 136. 3.9.2012 00:01 Advania mun sjá um prentrekstur fyrir Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur samið við Advania um allan prentrekstur á aðalskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík. Um er að ræða heildræna útvistun á þessu sviði í samvinnu Advania og Xerox. 3.9.2012 11:56 Áfram dregur úr veltunni á fasteigmarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu var 91 í síðustu viku. Þetta er svipað og vikuna þar á undan en nokkuð minni fjöldi en nemur meðaltalinu á viku síðustu þrjá mánuði sem er 104 samningar. 3.9.2012 11:19 Nær allar ferðir IE á tíma síðastliðnar tvær vikur Stundvísi Icelandair, Iceland Express og WOW air hefur verið góð í sumar samkvæmt útreikningum ferðafréttasíðunnar Túrista. 3.9.2012 10:13 Afgangur af þjónustuviðskiptum 3,9 milljörðum lægri en talið var Afgangur af þjónustuviðskiptum á öðrum fjórðungi var 3,9 milljörðum lægri en áður var talið, eða 12 milljarðar en ekki 15,9 milljarðar. Þessi leiðrétta tala er vegna villu sem kom upp í gögnum sem Hagstofa Íslands notar til útreiknings á þjónustuviðskiptum við útlönd. Kaup á ferðaþjónustu hækka um rúma 3,8 milljarða og því lækkar afgangur á þjónustujöfnuði úr 15,9 milljörðum í 12 milljarða og afgangur á ferðaþjónustu úr 6,8 milljörðum í 3 milljarða. 3.9.2012 09:26 Ísfélagið hagnast um 4,5 milljarða Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 36,8 milljónir dala á síðasta ári, eða sem nemur tæplega 4,5 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam ríflega 55 milljónum dala, eða sem nemur 6,7 milljörðum króna. Þessi rekstrarniðurstaða var kynnt á aðalfundi félagsins sem fram fór í byrjun síðustu viku. Þetta er besta rekstrarniðurstaða Ísfélagsins sé horft til ársreikninga síðustu fimm ára, en hagnaður félagsins á árinu 2010 nam 18,4 milljónum dala, jafnvirði um 2,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi. 2.9.2012 21:30 Hafa endurnýtt þúsund gamla og ónýta farsíma Síminn hefur látið endurnýta hátt í eitt þúsund gamla og ónýta farsíma frá viðskiptavinum á 12 mánaða tímabili; tækjum sem að öllum líkindum hefði verið fleygt ef ekki kæmi til söfnunarkerfi Símans. Í fréttatilkynningu frá Grænni framtíð segir að söfnunarkassar séu til staðar í öllum verslunum Símans og þar geti viðskipavinir sett ónýta og gamla farsíma sem eru ekki lengur í notkun. "Með söfnunarkerfi sínu uppfyllir Síminn WEEE tilskipun Evrópusambandsins (Waste Electrical and Electronic Equipment) um rétta meðhöndlun á rafeindaúrgangi og umhverfisvæna starfshætti. Endurnýtingaráætlun Símans er unnin í samstarfi við Græna framtíð. Framleiðsla á raftækjum hefur talsverða mengun í för með sér, en framleiðsla á einum farsíma jafngildir að losað sé 60 kg af CO2 eða að bifreið noti 26 lítra af bensíni,“ segir í tilkynningunni. 2.9.2012 11:28 HB Grandi fær mest af kvóta HB Grandi er það útgerðarfyrirtæki sem fær mestum kvóta úthlutað fyrir næsta fiskveiðiár, eða 10,8%. Næst kemur Samherji með 6,5% og þá Þorbjörn hf. með 5,7%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fiskistofu um úthlutun á aflamarki. Alls er úthlutað tæpum 319 tonnum í þorskígildum, samanborið við tæp 300 á sama tíma í fyrra. 1.9.2012 11:42 Arion banki við Jón Ásgeir: "Þú ert á listanum" Jón Ásgeir Jóhannesson, kaupsýslumaður og stofnandi Bónuss, skorar á Arion banka að birta lista yfir lífvænleg fyrirtæki, sem bankinn ákvað að taka frá eigendum sínum til að laga ójöfnuð á milli gamla Kaupþings og nýja Kaupþings. 1.9.2012 10:30 Sjá næstu 50 fréttir
Áhöld um hvort hægt sé að refsa fyrir gjaldeyrisbrask Ríkissaksóknari og Seðlabankinn eru á algjörlega öndverðum meiði um hvort hægt sé að ákæra þá sem grunaðir eru um gjaldeyrisbrask. Ríkissaksóknari telur refsiheimildir ófullnægjandi en Seðlabankinn alveg skýrt að heimildir séu fyrir hendi. 4.9.2012 19:26
Skattlagning á gistingu skilar hátt í 3,4 milljörðum króna Ætla má að heildarútgjöld erlendra ferðamanna hækki um tæp 2% við hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur látið taka saman fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um áhrif þess að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu. 4.9.2012 16:32
Marel lækkaði um tæp 3 prósent Gengi bréfa Marels lækkaði um 2,93 prósent í viðskiptum dagsins en velta með bréf félagsins nam ríflega 135 milljónum króna. Gengi bréfa félagsins hefur lækkað nokkuð undanfarin misseri og er gengið nú 132. Gengi bréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði um 1,4 prósent í dag í 268 milljóna króna viðskiptum og er gengi félagsins nú 8,69 prósent en við skráningu á markað var gengið 8,25. Gengi bréfa Icelandair Group lækkaði um 1,57 prósent í viðskiptum dagsins og er gengið nú 6,9. 4.9.2012 15:59
"Við erum mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist“ Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, fagnar nýjum varúðarreglum sem Seðlabankinn kynnti í síðustu viku og segir að ef slíkar reglur hefðu verið í gildi hefði þjóðin hugsanlega náð mýkri lendingu í efnahagshruninu. 4.9.2012 10:30
Afstaða Noregs stendur í vegi fyrir árangri Ein helsta ástæða þess að makrílfundurinn í London í gær skilaði engum árangri var einstrengingsleg afstaða Noregs. Þetta kemur fram á heimasíðu atvinnuvegaráðuneytisins, en Norðmenn eru sagðir kenna Íslendingum og Færeyingum um hve illa gengur að leysa deiluna þó raunin sé sú að Íslendingar hafi sýnt mikinn sveigjanleika. 4.9.2012 18:55
Pétur ráðinn framkvæmdastjóri Fíton Pétur Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Fíton. Pétur ber ábyrgð á daglegum rekstri auglýsingastofunnar, ásamt stefnumótun og framkvæmd hennar, eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Hann situr í framkvæmdaráði Kaaberhússins, en innan þess starfa auk Fítons 4 sérhæfð fyrirtæki í markaðsmálum og boðmiðlun. 4.9.2012 16:51
Íslenskir frumkvöðlar leita til landans Íslenska sprotafyrirtækið Cloud Engineering tekur nú þátt í nýsköpunarsamkeppni í Helsinki, en hún er hluti af Arctic15 fagráðstefnunni sem haldinn verður Finnlandi í október. Til mikils er að vinna því sigurvegarinn mun kynna fyrirtæki sitt fyrir fjárfestum á ráðstefnuninni. Netkosning er hafin þar sem almenningur getur kosið um hverjir komast áfram. Því leitar fyrirtækið til landans til að bera hróður íslenskrar nýsköpunar víðar. 4.9.2012 15:43
Mæta hallarekstri með ólöglegum yfirdráttarlánum Ríkisendurskoðun segir að fjórar af heilbrigðisstofnum landsins hafi mætt hallarekstri sínum með yfirdráttarlánum í bönkum en slíkt sé ólöglegt. Heilbrigðisstofnun Austurlands hafi þannig verið með 83 milljóna króna yfirdrátt á bankareikningi sínum í lok síðasta árs. 4.9.2012 10:42
Íbúðum í eigu ÍLS fjölgaði um 1.700 á þremur árum Íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) heldur áfram að fjölga og í júnílok átti sjóðurinn samtals 2.049 fasteignir og hefur þeim fjölgað um 443 síðan í upphafi ársins. Fasteignum í eigu sjóðsins hefur fjölgað verulega undanfarin misseri í byrjun árs 2010 átti sjóðurinn 347 íbúðir og hefur þeim því fjölgað um 1.709 á innan við þremur árum. 4.9.2012 07:52
Rannsaka tugi mála varðandi skattaskjól Yfir sjötíu skattaskjólsmál í tíu skattaskjólum hafa borist skattrannsóknarstjóra frá hruni. Langflest málanna tengjast Lúxemborg, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. "Það hefur mikið farið í gegnum skattaskjólsfélög stofnuð þar eða í gegnum bankana þar þótt félögin tengist til dæmis Tortóla eða öðrum skattaskjólum,“ segir Bryndís. 4.9.2012 07:00
Nettóskuldir þjóðarbúsins jukust um 177 milljarða Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.583 milljörðum kr. í lok annars ársfjórðungs ársins. Skuldir námu 3.639 milljörðum kr. og var hrein staða því neikvæð um 1.056 milljarða kr. Nettóskuldir þjóðarbúsins hækkuðu um 177 milljarða kr. á milli ársfjórðunga. Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabankans. 4.9.2012 06:43
Skattaskjólsmálum fer enn fjölgandi Skattaskjólsmálum sem komið hafa til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra fjölgar stöðugt og þau eru nú orðin sjötíu til áttatíu. 4.9.2012 02:30
Fráleitt að til sé „dauðalisti“ Arion banki segir fráleitt að til sé listi yfir lífvænleg fyrirtæki sem bankinn hafi ákveðið að taka af eigendum þeirra til að laga ójöfnuð milli nýja bankans og þrotabús gamla Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hélt því fram í innsendri grein í Fréttablaðinu á laugardag að slíkur listi væri til. Áður hafði Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi BM Vallár, haldið hinu sama fram. 4.9.2012 02:15
Varalitavísitalan vekur spurningar um bata hagkerfisins Íslenska hagkerfið virðist vera á hægri uppleið þó enn sé langt í land, samkvæmt óhefðbundnum vísitölum. Innflutningur á varalit náði hámarki í fyrra en notkun á "K"-orðinu svokallaða hefur minnkað verulega frá hruni. 3.9.2012 21:58
Tímamótasamningur hjá Advania Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Advania, áður Skýrr, hefur náð tímamótasamningi við sænsku tryggingarstofnunina um innleiðingu á nýju upplýsingakerfi. Samningurinn er metinn á tvo komma þrjá milljarða króna. 3.9.2012 21:10
Íbúðalánasjóður yfirtók 500 íbúðir Íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs fjölgaði um 443 á fyrstu sex mánuðum ársins, en þær voru 2049 á fyrstu mánuðum ársins. Fasteignum í eigu sjóðsins hefur fjölgað verulega undanfarin misseri í byrjun árs 2010 átti sjóðurinn 347 íbúðir og hefur þeim því fjölgað um 1.709 á innan við þremur árum. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Íbúðalánasjóðs. 3.9.2012 13:06
Yfir 7 milljarðar fóru í líftryggingar hjá erlendum félögum Íslendingar borguðu yfir 7 milljarða króna í iðgjöld fyrir líftryggingar hjá erlendum tryggingarfélögum árið 2010. Markaðshlutdeild hinna erlendu félaga í þessum tryggingum nam 67,5% af heildinni þetta ár. 3.9.2012 08:53
Töluverð hreyfing á gengi hlutabréfa í kauphöllinni Töluverð hreyfing var á gengi hlutabréfa í íslensku kauphöllinni í dag en hlutabréfa vísitalan, OMXISK, lækkaði um 0,5 prósent í ríflega 186 milljóna króna viðskiptum, og er nú ríflega 989. Mesta hreyfingan varð á gengi hlutabréfa færeyska bankans Bank Nordik en það lækkaði um 3,68 prósent og er nú 64. Þá lækkaði gengi bréfa Haga um 0,28 prósent og er nú komið niður fyrir 18, í 17,95. Gengi bréfa Icelandair lækkaði um 1,68 prósent og er nú 7,01. Gengi bréfa Marels lækkaði um 1,44 prósent og er nú 136. 3.9.2012 00:01
Advania mun sjá um prentrekstur fyrir Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur samið við Advania um allan prentrekstur á aðalskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík. Um er að ræða heildræna útvistun á þessu sviði í samvinnu Advania og Xerox. 3.9.2012 11:56
Áfram dregur úr veltunni á fasteigmarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu var 91 í síðustu viku. Þetta er svipað og vikuna þar á undan en nokkuð minni fjöldi en nemur meðaltalinu á viku síðustu þrjá mánuði sem er 104 samningar. 3.9.2012 11:19
Nær allar ferðir IE á tíma síðastliðnar tvær vikur Stundvísi Icelandair, Iceland Express og WOW air hefur verið góð í sumar samkvæmt útreikningum ferðafréttasíðunnar Túrista. 3.9.2012 10:13
Afgangur af þjónustuviðskiptum 3,9 milljörðum lægri en talið var Afgangur af þjónustuviðskiptum á öðrum fjórðungi var 3,9 milljörðum lægri en áður var talið, eða 12 milljarðar en ekki 15,9 milljarðar. Þessi leiðrétta tala er vegna villu sem kom upp í gögnum sem Hagstofa Íslands notar til útreiknings á þjónustuviðskiptum við útlönd. Kaup á ferðaþjónustu hækka um rúma 3,8 milljarða og því lækkar afgangur á þjónustujöfnuði úr 15,9 milljörðum í 12 milljarða og afgangur á ferðaþjónustu úr 6,8 milljörðum í 3 milljarða. 3.9.2012 09:26
Ísfélagið hagnast um 4,5 milljarða Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 36,8 milljónir dala á síðasta ári, eða sem nemur tæplega 4,5 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam ríflega 55 milljónum dala, eða sem nemur 6,7 milljörðum króna. Þessi rekstrarniðurstaða var kynnt á aðalfundi félagsins sem fram fór í byrjun síðustu viku. Þetta er besta rekstrarniðurstaða Ísfélagsins sé horft til ársreikninga síðustu fimm ára, en hagnaður félagsins á árinu 2010 nam 18,4 milljónum dala, jafnvirði um 2,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi. 2.9.2012 21:30
Hafa endurnýtt þúsund gamla og ónýta farsíma Síminn hefur látið endurnýta hátt í eitt þúsund gamla og ónýta farsíma frá viðskiptavinum á 12 mánaða tímabili; tækjum sem að öllum líkindum hefði verið fleygt ef ekki kæmi til söfnunarkerfi Símans. Í fréttatilkynningu frá Grænni framtíð segir að söfnunarkassar séu til staðar í öllum verslunum Símans og þar geti viðskipavinir sett ónýta og gamla farsíma sem eru ekki lengur í notkun. "Með söfnunarkerfi sínu uppfyllir Síminn WEEE tilskipun Evrópusambandsins (Waste Electrical and Electronic Equipment) um rétta meðhöndlun á rafeindaúrgangi og umhverfisvæna starfshætti. Endurnýtingaráætlun Símans er unnin í samstarfi við Græna framtíð. Framleiðsla á raftækjum hefur talsverða mengun í för með sér, en framleiðsla á einum farsíma jafngildir að losað sé 60 kg af CO2 eða að bifreið noti 26 lítra af bensíni,“ segir í tilkynningunni. 2.9.2012 11:28
HB Grandi fær mest af kvóta HB Grandi er það útgerðarfyrirtæki sem fær mestum kvóta úthlutað fyrir næsta fiskveiðiár, eða 10,8%. Næst kemur Samherji með 6,5% og þá Þorbjörn hf. með 5,7%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fiskistofu um úthlutun á aflamarki. Alls er úthlutað tæpum 319 tonnum í þorskígildum, samanborið við tæp 300 á sama tíma í fyrra. 1.9.2012 11:42
Arion banki við Jón Ásgeir: "Þú ert á listanum" Jón Ásgeir Jóhannesson, kaupsýslumaður og stofnandi Bónuss, skorar á Arion banka að birta lista yfir lífvænleg fyrirtæki, sem bankinn ákvað að taka frá eigendum sínum til að laga ójöfnuð á milli gamla Kaupþings og nýja Kaupþings. 1.9.2012 10:30
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur