Fleiri fréttir

Aukaútgjöld ríkissjóðs skila sér ekki í sköttum

Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, segir að fjörutíu og þriggja milljarða aukaútgjöld ríkissjóðs vegna meðal annars Spkef og tapreksturs Byggðastofnunar muni ekki skila sér í hærri sköttum og frekari niðurskurði á næsta ári. Ríkið mun taka lán vegna Spkef en vaxtakostnaður nemur fimm milljörðum króna.

Ársverðbólga niður í 4,7%

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbóga muni lækka úr 5,4% í 4,7%, en Hagstofa Íslands birtir júlímælingu vísitölu neysluverðs á morgun. Í fyrradag birtist spá greiningardeildar Arion banka, sem gerir ráð fyrir að ársverðbólga fari niður í 4,6%.

Ríkið eyddi tæpum 50 milljörðum umfram fjárlög

Þegar ríkisreikningur fyrir árið í fyrra er skoðaður kemur í ljós að gjöld ríkissjóðs eru tæplega 50 milljörðum kr. umfram bæði fjárlög og aukafjárlög. Samkvæmt lögum getur ríkissjóður ekki notað fé sitt nema fyrir slíku sé heimild í lögum.

Birgitta Haukdal í stjórn Leirlæks

Birgitta Haukdal söngkona er í varastjórn félagsins Leirlæk, sem P126 einkahlutafélag Benedikts Einarssonar, eiginmanns hennar, stofnaði á dögunum. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að tilgangur félagsins sé eignaumsýsla hvers konar, þar með talin kaup, sala og leiga fasteigna og lóða. Í samtali við Viðskiptablaðið vildi Benedikt ekki tjá sig um málið en félagið ku vera tíunda félagið sem skráð er á heimili þeirra í Garðabæ. Hin félögin eru ýmist skráð á Einar eða börn hans, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu.

Gengi krónunnar styrkist verulega

Gengi krónunnar hefur styrkst verulega undanfarna daga og er greinilegt að gjaldeyristekjur þjóðarinnar af ferðamönnum eru að ná hámarki þessa dagana.

Tæplega 90 milljarða halli á rekstri ríkissjóðs

Halli á rekstri ríkissjóðs á síðsta ári nam 89,4 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum ríkisreikningi. Það er um 43 milljörðum meiri halli en fjárlög fyrir árið 2011 gerðu ráð fyrir. I tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að ástæðan sé fyrst og fremst framlög vegna SpKef og tap fyrri ára í rekstri Byggðarstofnunar og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Iceland Express í samband við hundruð ferðaskrifstofa

Iceland Express og Flexible Flights, sem er hluti af TUI- sérferða samsteypunni, hafa skrifað undir samstarfssamning sem er fyrsti samningur sinnar tegundar sem samsteypan gerir við íslenskt félag í flugstarfsemi. Samningurinn gefur breskum ferðamönnum tækifæri til að bóka ferðir til Íslands í gegnum öruggar gáttir ferðasöluaðila sem heyra undir TUI og Flexible Flights, sem njóta mikils trausts á Bretlandseyjum. Í fréttatilkynningu frá Iceland Express segir að TUI sé eitt af stærstu og leiðandi fyrirtækjum heims í sölu farmiða.

WOW samdi við Airport Associates

Airport Associates og WOW air hafa gert samning sín á milli um flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugafgreiðslufyrirtæki og hefur verið starfrækt frá árinu 1997. Félagið þjónustar fjölda flugfélaga svo sem Delta Airlines, Easyjet, Norwegian, German Wings og Air Berlin. "Við eru ánægð með að hafa náð samningum við Airport Associates en fyrirtækið hefur umsvifamikla starfsemi á Keflavíkurvelli og gríðarmikla reynslu í flugafgreiðslu“ segir Baldur Oddur Baldursson forstjóri WOW air.

Þróttur í atvinnulífinu en hagvöxtur þyrfti að vera meiri

Mun meiri þróttur virðist vera í atvinnulífinu en spár gerðu ráð fyrir, segir Hagfræðideild Landsbanka Íslands sem gerir atvinnuleysistölur að umræðuefni í daglegum pistli. Atvinnuleysi í júní mældist 4,8% en 6,7% í júní í fyrra.

Spá verulegri lækkun verðbólgunnar

Greiningardeild spáir 0,7% lækkun vísitölu neysluverðs í júlí. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan lækka og verða 4,6% í júlí, samanborið við 5,4% í júní. Samkvæmt spánni eru það fyrst og fremst útsöluáhrif fata- og skóverslunar sem hafa mikil áhrif á spána, en áhrifin munu svo ganga til baka að öllu leyti í ágúst og september.

Býst við niðurstöðu með haustinu

"Málið er í eðlilegum farvegi og við getum búist við niðurstöðu með haustinu," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um fréttir þess efnis að samkomulag um leigu kínverska fjárfestisins Huangs Nubo um leigu á landi að Grímsstöðum á Fjöllum sé í höfn. Nubo sagði í samtali við Bloomberg að samkomulagið yrði undirritað fyrir október.

Eignir tryggingarfélaga lækka

Heildareignir tryggingarfélaga námu rúmum 159 milljörðum kr. í lok maí og lækkuðu um 900 milljónir kr. milli mánaða.

Heildaraflinn minnkaði um 25,7% milli ára í júní

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði, metinn á föstu verði, var 25,7% minni en í júní í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 18,5% miðað við sama tímabil 2011, sé hann metinn á föstu verði.

Íslensku flugfélögin stundvís

Rúmlega níu af hverjum tíu brottförum frá Keflavíkurflugvelli héldu áætlun á fyrri hluta júlímánaðar og sömu sögu er að segja með komutíma sem standast nær alltaf áætlun. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is en þar segir að Icelandair hafi farið tæplega 900 ferðir til og frá landinu á síðustu tveimur vikum og hafi 90 prósent af þeim verið á réttum tíma. Tafirnar í mínútum talið voru fáar, segir á síðunni. Iceland Express flaug tæplega 160 sinnum og hélt áætlun félagsins í 94 prósent tilvika. Þá flaug WOW air 80 sinnum til og frá landinu og héldu áætlun í 96 prósent tilvika.

Milljarða hagræðing í bígerð hjá ríkinu

Gerð verður krafa um fimm til tíu milljarða króna hagræðingu í rekstri ríkisins í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Vinna við það er nú á lokastigi. Frá þessu var greint á vef Ríkisútvarpsins í dag.

Tap á rekstri safna

Milljóna tap varð á rekstri Héraðsskjalasafns Austurlands og Minjasafns Austurlands á síðasta ári. Þetta kemur frá fréttavefnum Austurglugginn. Héraðsskjalasafnið tapaði rúmum fimm milljónum króna en í fundargerð stjórnar segir að hallareksturinn sé meðal annars tilkominn vegna launhækkana. Hallarekstur Minjasafnins nam þemur og hálfri milljón króna.

Telur fjármál sveitarfélaga þokast í rétta átt

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir telur fjármál sveitarfélaganna vera að þokast í rétta átt þó erfið mál hafi komið upp hjá sumum þeirra. Eftirlitsnefnd vill endurskoða fjármál um þriðjungs þeirra.

Kannski rétt að takmarka veiðar á ýsu

Ef dregið hefði verið meira úr ýsuveiðum síðastliðin ár hefði verið hægt að nýta sterka stofna betur. Þetta segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar sem vill skoða hvort rétt sé að takmarka veiðar á ákveðnum svæðum til að vernda stofninn.

Fjölmörg sveitarfélög með slæma skuldastöðu

Fjármál hátt í þrjátíu sveitarfélaga þarfnast skoðunar annað hvort vegna slæmrar skuldastöðu eða rekstrarhalla. Öll hafa þau fengið sent bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna vegna þessa.

Kaupin eru gleðitíðindi fyrir Eimskip

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segist fagna kaupum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á hlut í fyrirtækinu. Unnið er að skráningu félagsins í Kauphöllina en miðað við kaup lífeyrissjóðsins er verðmæti félagsins 36 milljarðar króna. Bandaríkjamenn sem keyptu hlutabréf í Eimskip eftir hrun hafa hagnast vel á fjárfestingu sinni.

Alvarlegt ástand á ýsustofninum

Ástand ýsustofnsins er alvarlegt að mati formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hann telur að það geta haft veruleg áhrif á útgerðirnar að minnka þurfi ýsukvótann og valdið erfiðleikum í stýringu á veiðunum.

Leigumarkaður á Vestfjörðum glæðist

Þinglýstum leigusamningum á Vestfjörðum fjölgar milli ára. Samkvæmt mánaðarlegri samantekt Þjóðskrár Íslands var sjö leigusamningum þinglýst í fjórðungnum í júní. Það er þremur fleiri en á sama tíma í fyrra og nemur hækkunin því sjötíuogfimm prósentum.

Skattrannsóknarstjóri rannsakar sjómenn

Um tuttugu íslenskir sjómenn sem eiga lögheimili utan landsteinanna eru nú til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Einstaklingarnir starfa allir fyrir sömu fyrirtækjasamstæðu. Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, en ekki kemur fram um hvaða fyrirtæki er að ræða. Þónokkur íslensk útvegsfyrirtæki eru með starfsemi erlendis, þeirra umsvifamest er Samherji. Sjómennirnir sem um ræðir starfa ekki á Íslandi en til rannsóknar er hvort þeim beri engu að síður að greiða tekjuskatt hér, en slíkt á við um þá sem eru samtals 183 daga hér á landi á hverju 12 mánaða tímabili.

Gylfi: Nauðsynlegt að halda áfram

Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, fagnar atvinnuleysistölunum sem Vinnumálastofnun birti í dag. Atvinnuleysið mælist um 4,8% og hefur ekki verið lægra í þrjú og hálft ár. "Það ber bara að fagna því en engu að síður þarf að halda áfram,“ segir Gylfi. Gylfi segir mikilvægt að fjárfesting aukist og unnið sé að fjölgun starfa. Miðað við mælingar Hagstofunnar sé ekki hægt að fullyrða með vissu að störfum sé að fjölga.

Selja 7% hlut hvor

Stjórnendur Eimskips staðfestu í kvöld frétt Stöðvar 2 og Vísis að stærstu hluthafar félagsins, gamli Landsbankinn og Yucaipa, hyggjast selja 14% hlut í félaginu. Kaupverðið er 5,7 milljarðar króna. Hvor aðili um sig selur 14 milljónir bréfa en kaupandinn er Lífeyrissjóður verslunarmanna.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna kaupir stóran hlut í Eimskip

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur gengið frá kaupum á 14 prósenta hlut í Eimskip af slitastjórn Landsbankans og bandaríska fyrirtækinu Yucaipa á rúmlega 5 milljarða króna. Kaupin gætu styrkt Eimskip fyrir skráningu í Kauphöll Íslands í haust.

Prentrisi kaupir Plastprent

Framtakssjóður Íslands og Kvos ehf. hafa skrifað undir samning um kaup Kvosar á Plastprenti ehf., sem er að fullu í eigu Framtakssjóðsins. Samningurinn er gerður með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins og tekur ekki gildi fyrr en að lokinni umfjöllun þess.

Atvinnuleysið komið undir 5%

Skráð atvinnuleysi í síðasta mánuði var 4,8% en að meðaltali voru 8.704 atvinnulausir þann mánuðinn og fækkaði atvinnulausum um 1.122 að meðaltali frá maí eða um 0,8 prósentustig.

Segja Heiðar Má fara með rangt mál

Tveir hagfræðingar á rannsókna- og spádeild Seðlabankans segja að Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir fari með rangt mál þegar hann fullyrði að kaupmáttur hér sé á pari við það sem hann var árið 1993. Þeir segja Heiðar tvíreikna gengisáhrifin inn í útreikninga sína.

Hættir störfum hjá Austurbrú eftir um þriggja mánaða starf

Þorkel J. Pálsson, framkvæmdastjóri Austurbrúar ses., hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Þorkell tók til starfa í byrjun apríl sl. og hefur hann unnið að stofnun Austurbrúar og þeim breytingum sem fylgja sameiningu þeirra stoðstofnana sem nú mynda Austurbrú ses.

Lífskjör Íslendinga ekki verri í 20 ár

Hagfræðinginn Heiðar Má Guðjónsson og peningastefnunefnd Seðlabankans greinir mjög á um hver lífskjör Íslendinga eru, Heiðar segir laun landsmanna hafa hrunið og lífskjör ekki verið verri í 20 ár.

Vilja að Fjármálaeftirlitið rannsaki starfsemi Lýsingar

Félag atvinnurekenda hefur farið fram á það við Fjármálaeftirlitið að það rannsaki starfshætti fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag. Félaginu hafa borist fjölmargar kvartanir vegna fjármögnunarleigusamninga. Félagið segir ljóst að Fjármálaeftirlitið hafi ekki gefið út að rannsókn sé hafin né heldur að hún standi til. Eftirlitið hafi þó gefið út að málið sé til skoðunar. Félag atvinnurekenda telur brýnt að háttsemi eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja sé rannsökuð og tryggt sé að starfshættir þeirra séu í samræmi við ákvæði laga.

Skóverslun jókst um 17%

Velta skóverslunar jókst um 16,8% í júní á föstu verðlagi og um 19,5% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð fyrir ári. Verð á skóm hækkaði um 2,3% frá júní í fyrra, eftir því sem fram kemur í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Fataverslun jókst um 0,7% í júní miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 5,2% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði velta fataverslunar í júní um 3,3% frá sama mánuði í fyrra. Verð á fötum hækkaði um 4,5% frá sama mánuði fyrir ári.

Eggert spenntur fyrir N1

Eggert Benedikt Guðmundsson, fráfarandi forstjóri HB Granda, er spenntur fyrir starfinu sem hann tekur við sem forstjóri N1 í sumarlok. N1 höfðu sambandi við Eggert og buðu honum starfið sem hann og þáði og segir þar með skilið við HB Granda.

Árvakur tapaði 205 milljónum

Heildartap síðasta árs af rekstri Árvakurs nam 205 milljónum króna, en nam 330 milljónum króna árið á undan. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 40,4 milljónir, en hann var neikvæður um 97,4 milljónir á árinu 2010. Heildartekjur síðasta árs voru um þrír milljarðar króna og jukust um 360 milljónir, eða 13,6% frá árinu á undan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu vegna ársuppgjörsins.

Sjá næstu 50 fréttir