Viðskipti innlent

Skattrannsóknarstjóri rannsakar sjómenn

Um tuttugu íslenskir sjómenn sem eiga lögheimili utan landsteinanna eru nú til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Einstaklingarnir starfa allir fyrir sömu fyrirtækjasamstæðu.

Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, en ekki kemur fram um hvaða fyrirtæki er að ræða.

Þónokkur íslensk útvegsfyrirtæki eru með starfsemi erlendis, þeirra umsvifamest er Samherji. Sjómennirnir sem um ræðir starfa ekki á Íslandi en til rannsóknar er hvort þeim beri engu að síður að greiða tekjuskatt hér, en slíkt á við um þá sem eru samtals 183 daga hér á landi á hverju 12 mánaða tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×