Bankar seldir til að brúa fjárlagagatið Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. ágúst 2011 19:15 Ríkissjóður ætlar að selja hluti sína í Íslandsbanka og Arion banka til að brúa fjárlagagatið og þá er stefnt að því að lítill hluti í Landsbankanum verði seldur. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga þessa árs var gert ráð fyrir 36,4 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í morgun að þessi fjárhæð yrði á bilinu 40-50 milljarðar króna. Unnið er að gerð fjárlaga næsta árs í fjármálaráðuneytinu um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að meðal þess sem verið sé að skoða sé sala á ríkiseignum til að brúa fjárlagagatið. Meðal þess sem skoðað er í fullri alvöru er sala á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. „Komi til þess að þeir bankar verði seldir, eða hlutar af þeim, þá liggur í hlutarins eðli að ríkið væri tilbúið að láta sína hluti fara. Það standa ekki mikil rök fyrir því að ríkið eigi þarna óverulegan minnihluta án ítaka í rekstri bankanna. Varðandi Landsbankann þá á ríkið þar 81 prósent núna, en gæti eignast meira þegar uppgjör milli gamla og nýja bankans fer fram. Þegar greiðist inn á það, þá færist meiri eign til ríkisins og það má spyrja; er það markmið í sjálfu sér að ríkið eigi meira í Landsbankanum en það á í dag? Dygðu ekki 75 prósent eða eitthvað slíkt? Hins vegar verður þetta allt gert í yfirveguðum skrefum með viðurkenndum aðferðum," segir Steingrímur. Fjármálaráðherra segir að þetta verði alltaf minnihluti og ekki standi til að selja kjölfestuhlut úr Landsbankanum. Bankasýsla ríkisins hefur ekki birt opinberlega mat sitt á verðmæti hlutafjár bönkunum. Tillaga þarf að koma frá Bankasýslu ríkisins, fjármálaráðherra þarf að samþykkja söluna og auk þess þarf heimild frá Alþingi. Sé miðað við bókfært virði eigin fjár bankanna samkvæmt ársreikningum þeirra sjálfra lítur dæmið svona út: Hlutur ríkisins í Landsbanka er metinn á 150 milljarða króna. Ef seldur yrði 10 prósenta hlutur í bankanum myndi það skila ríkissjóði 18,4 milljörðum króna miðað við þessar tölur. Miðað við bókfært virði er 13 prósenta hlutur ríkisins í Arion banka 13,7 milljarða króna virði. Og 5 prósenta hlutur í Íslandsbanka er metinn á 6 milljarða króna. Með sölu á þessum hlutum fengust samtals rúmlega 38 milljarðar króna og ríkið héldi samt 71 prósents hlut í Landsbanka. Talið er ólíklegt að þetta verði gert allt í einu og alveg á næstunni. Er fremur horft til þess að þetta verði gert í skrefum og að ríkið fái söluhagnað og til baka þá fjármuni sem það hefur lagt bönkunum til. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ríkissjóður ætlar að selja hluti sína í Íslandsbanka og Arion banka til að brúa fjárlagagatið og þá er stefnt að því að lítill hluti í Landsbankanum verði seldur. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga þessa árs var gert ráð fyrir 36,4 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í morgun að þessi fjárhæð yrði á bilinu 40-50 milljarðar króna. Unnið er að gerð fjárlaga næsta árs í fjármálaráðuneytinu um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að meðal þess sem verið sé að skoða sé sala á ríkiseignum til að brúa fjárlagagatið. Meðal þess sem skoðað er í fullri alvöru er sala á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. „Komi til þess að þeir bankar verði seldir, eða hlutar af þeim, þá liggur í hlutarins eðli að ríkið væri tilbúið að láta sína hluti fara. Það standa ekki mikil rök fyrir því að ríkið eigi þarna óverulegan minnihluta án ítaka í rekstri bankanna. Varðandi Landsbankann þá á ríkið þar 81 prósent núna, en gæti eignast meira þegar uppgjör milli gamla og nýja bankans fer fram. Þegar greiðist inn á það, þá færist meiri eign til ríkisins og það má spyrja; er það markmið í sjálfu sér að ríkið eigi meira í Landsbankanum en það á í dag? Dygðu ekki 75 prósent eða eitthvað slíkt? Hins vegar verður þetta allt gert í yfirveguðum skrefum með viðurkenndum aðferðum," segir Steingrímur. Fjármálaráðherra segir að þetta verði alltaf minnihluti og ekki standi til að selja kjölfestuhlut úr Landsbankanum. Bankasýsla ríkisins hefur ekki birt opinberlega mat sitt á verðmæti hlutafjár bönkunum. Tillaga þarf að koma frá Bankasýslu ríkisins, fjármálaráðherra þarf að samþykkja söluna og auk þess þarf heimild frá Alþingi. Sé miðað við bókfært virði eigin fjár bankanna samkvæmt ársreikningum þeirra sjálfra lítur dæmið svona út: Hlutur ríkisins í Landsbanka er metinn á 150 milljarða króna. Ef seldur yrði 10 prósenta hlutur í bankanum myndi það skila ríkissjóði 18,4 milljörðum króna miðað við þessar tölur. Miðað við bókfært virði er 13 prósenta hlutur ríkisins í Arion banka 13,7 milljarða króna virði. Og 5 prósenta hlutur í Íslandsbanka er metinn á 6 milljarða króna. Með sölu á þessum hlutum fengust samtals rúmlega 38 milljarðar króna og ríkið héldi samt 71 prósents hlut í Landsbanka. Talið er ólíklegt að þetta verði gert allt í einu og alveg á næstunni. Er fremur horft til þess að þetta verði gert í skrefum og að ríkið fái söluhagnað og til baka þá fjármuni sem það hefur lagt bönkunum til. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira