Bankar seldir til að brúa fjárlagagatið Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. ágúst 2011 19:15 Ríkissjóður ætlar að selja hluti sína í Íslandsbanka og Arion banka til að brúa fjárlagagatið og þá er stefnt að því að lítill hluti í Landsbankanum verði seldur. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga þessa árs var gert ráð fyrir 36,4 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í morgun að þessi fjárhæð yrði á bilinu 40-50 milljarðar króna. Unnið er að gerð fjárlaga næsta árs í fjármálaráðuneytinu um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að meðal þess sem verið sé að skoða sé sala á ríkiseignum til að brúa fjárlagagatið. Meðal þess sem skoðað er í fullri alvöru er sala á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. „Komi til þess að þeir bankar verði seldir, eða hlutar af þeim, þá liggur í hlutarins eðli að ríkið væri tilbúið að láta sína hluti fara. Það standa ekki mikil rök fyrir því að ríkið eigi þarna óverulegan minnihluta án ítaka í rekstri bankanna. Varðandi Landsbankann þá á ríkið þar 81 prósent núna, en gæti eignast meira þegar uppgjör milli gamla og nýja bankans fer fram. Þegar greiðist inn á það, þá færist meiri eign til ríkisins og það má spyrja; er það markmið í sjálfu sér að ríkið eigi meira í Landsbankanum en það á í dag? Dygðu ekki 75 prósent eða eitthvað slíkt? Hins vegar verður þetta allt gert í yfirveguðum skrefum með viðurkenndum aðferðum," segir Steingrímur. Fjármálaráðherra segir að þetta verði alltaf minnihluti og ekki standi til að selja kjölfestuhlut úr Landsbankanum. Bankasýsla ríkisins hefur ekki birt opinberlega mat sitt á verðmæti hlutafjár bönkunum. Tillaga þarf að koma frá Bankasýslu ríkisins, fjármálaráðherra þarf að samþykkja söluna og auk þess þarf heimild frá Alþingi. Sé miðað við bókfært virði eigin fjár bankanna samkvæmt ársreikningum þeirra sjálfra lítur dæmið svona út: Hlutur ríkisins í Landsbanka er metinn á 150 milljarða króna. Ef seldur yrði 10 prósenta hlutur í bankanum myndi það skila ríkissjóði 18,4 milljörðum króna miðað við þessar tölur. Miðað við bókfært virði er 13 prósenta hlutur ríkisins í Arion banka 13,7 milljarða króna virði. Og 5 prósenta hlutur í Íslandsbanka er metinn á 6 milljarða króna. Með sölu á þessum hlutum fengust samtals rúmlega 38 milljarðar króna og ríkið héldi samt 71 prósents hlut í Landsbanka. Talið er ólíklegt að þetta verði gert allt í einu og alveg á næstunni. Er fremur horft til þess að þetta verði gert í skrefum og að ríkið fái söluhagnað og til baka þá fjármuni sem það hefur lagt bönkunum til. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Ríkissjóður ætlar að selja hluti sína í Íslandsbanka og Arion banka til að brúa fjárlagagatið og þá er stefnt að því að lítill hluti í Landsbankanum verði seldur. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga þessa árs var gert ráð fyrir 36,4 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í morgun að þessi fjárhæð yrði á bilinu 40-50 milljarðar króna. Unnið er að gerð fjárlaga næsta árs í fjármálaráðuneytinu um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að meðal þess sem verið sé að skoða sé sala á ríkiseignum til að brúa fjárlagagatið. Meðal þess sem skoðað er í fullri alvöru er sala á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. „Komi til þess að þeir bankar verði seldir, eða hlutar af þeim, þá liggur í hlutarins eðli að ríkið væri tilbúið að láta sína hluti fara. Það standa ekki mikil rök fyrir því að ríkið eigi þarna óverulegan minnihluta án ítaka í rekstri bankanna. Varðandi Landsbankann þá á ríkið þar 81 prósent núna, en gæti eignast meira þegar uppgjör milli gamla og nýja bankans fer fram. Þegar greiðist inn á það, þá færist meiri eign til ríkisins og það má spyrja; er það markmið í sjálfu sér að ríkið eigi meira í Landsbankanum en það á í dag? Dygðu ekki 75 prósent eða eitthvað slíkt? Hins vegar verður þetta allt gert í yfirveguðum skrefum með viðurkenndum aðferðum," segir Steingrímur. Fjármálaráðherra segir að þetta verði alltaf minnihluti og ekki standi til að selja kjölfestuhlut úr Landsbankanum. Bankasýsla ríkisins hefur ekki birt opinberlega mat sitt á verðmæti hlutafjár bönkunum. Tillaga þarf að koma frá Bankasýslu ríkisins, fjármálaráðherra þarf að samþykkja söluna og auk þess þarf heimild frá Alþingi. Sé miðað við bókfært virði eigin fjár bankanna samkvæmt ársreikningum þeirra sjálfra lítur dæmið svona út: Hlutur ríkisins í Landsbanka er metinn á 150 milljarða króna. Ef seldur yrði 10 prósenta hlutur í bankanum myndi það skila ríkissjóði 18,4 milljörðum króna miðað við þessar tölur. Miðað við bókfært virði er 13 prósenta hlutur ríkisins í Arion banka 13,7 milljarða króna virði. Og 5 prósenta hlutur í Íslandsbanka er metinn á 6 milljarða króna. Með sölu á þessum hlutum fengust samtals rúmlega 38 milljarðar króna og ríkið héldi samt 71 prósents hlut í Landsbanka. Talið er ólíklegt að þetta verði gert allt í einu og alveg á næstunni. Er fremur horft til þess að þetta verði gert í skrefum og að ríkið fái söluhagnað og til baka þá fjármuni sem það hefur lagt bönkunum til. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur