Laun meðalmanns hækka á níu mánaða fresti 8. ágúst 2011 13:14 Laun meðalstarfsmanns á Íslandi breytast á níu mánaða fresti, en nánast allar launabreytingar hér á landi eru hækkanir. Að meðaltali nemur hver launahækkun rúmum sex prósentum. Þetta kemur fram í nýrri rannsóknarritgerð Seðlabanka Íslands, en í henni er byggt á stóru gagnasafni um launabreytingar á árunum 1998 til 2010. Ritgerðinni var ætlað að skoða hvernig laun á Íslandi taka breytingum, en það getur haft úrslitavald um áhrif peningastefnunnar hvort laun breytist treglega eða ekki. Í ljós kom að rúmlega einn af hverjum tíu launasamningum taka að meðaltali breytingum í hverjum mánuði, en langstærstur hluti þeirra breytinga eru launahækkanir. Aðeins 0,5 prósent mánaðarlegra launabreytinga eru lækkanir, sem bendir til þess að laun breytist treglega niður á við hér á landi. Það merkir að launamyndun ein og sér gæti átt erfitt með að sætta framboð og eftirspurn eftir vinnuafli, og atvinnuleysi skapast þegar áfall ríður yfir hagkerfið. Íslenskir launþegar virðast þannig yfirleitt frekar taka á sig kjaraskerðingu í formi verðbólgu en beinna launalækkana. Þrátt fyrir þennan tregbreytanleika í laununum verður tíðni og stærð launalækkana meiri þegar atvinnuleysi í hagkerfinu er mikið, sem bendir til að launalækkanir hafi átt einhvern þátt í aðlögun á íslenskum vinnumarkaði í kjölfar áfalla. Að meðaltali eru launasamningar til tæplega níu mánaða, sem merkir að laun breytast að meðaltali með þriggja ársfjórðunga fresti. Laun taka langoftast breytingum í janúar, eða í um helmingi tilfella. Flestir einstakir launasamningar eru til eins árs, en aðeins einn af hverjum fimm samningum er til lengri tíma en svo. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Laun meðalstarfsmanns á Íslandi breytast á níu mánaða fresti, en nánast allar launabreytingar hér á landi eru hækkanir. Að meðaltali nemur hver launahækkun rúmum sex prósentum. Þetta kemur fram í nýrri rannsóknarritgerð Seðlabanka Íslands, en í henni er byggt á stóru gagnasafni um launabreytingar á árunum 1998 til 2010. Ritgerðinni var ætlað að skoða hvernig laun á Íslandi taka breytingum, en það getur haft úrslitavald um áhrif peningastefnunnar hvort laun breytist treglega eða ekki. Í ljós kom að rúmlega einn af hverjum tíu launasamningum taka að meðaltali breytingum í hverjum mánuði, en langstærstur hluti þeirra breytinga eru launahækkanir. Aðeins 0,5 prósent mánaðarlegra launabreytinga eru lækkanir, sem bendir til þess að laun breytist treglega niður á við hér á landi. Það merkir að launamyndun ein og sér gæti átt erfitt með að sætta framboð og eftirspurn eftir vinnuafli, og atvinnuleysi skapast þegar áfall ríður yfir hagkerfið. Íslenskir launþegar virðast þannig yfirleitt frekar taka á sig kjaraskerðingu í formi verðbólgu en beinna launalækkana. Þrátt fyrir þennan tregbreytanleika í laununum verður tíðni og stærð launalækkana meiri þegar atvinnuleysi í hagkerfinu er mikið, sem bendir til að launalækkanir hafi átt einhvern þátt í aðlögun á íslenskum vinnumarkaði í kjölfar áfalla. Að meðaltali eru launasamningar til tæplega níu mánaða, sem merkir að laun breytast að meðaltali með þriggja ársfjórðunga fresti. Laun taka langoftast breytingum í janúar, eða í um helmingi tilfella. Flestir einstakir launasamningar eru til eins árs, en aðeins einn af hverjum fimm samningum er til lengri tíma en svo.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira