Segir fjárfestingu lífeyrissjóða renna í vasa Ross Beaty Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2011 12:00 Ross Beaty, forstjóri Alterra Power, móðurfélags HS Orku. Fjárfesting lífeyrissjóðanna í HS Orku fór að stórum hluta til forstjóra móðurfélags HS Orku. Þetta fullyrðir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, og vitnar í Ross Beaty sjálfan. Samlagshlutafélagið Jarðvarmi slhf. sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða gekk hinn 1. júní síðastliðinn frá kaupum á 25 prósent hlutafjár í HS Orku af dótturfélagi Magma Energy upp á 8,1 milljarð króna. Magma Energy heitir í dag Alterra Power. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, fullyrðir að stór hluti kaupverðsins, eða tæpir þrír milljarðar króna, hafi farið í að greiða skuld við Ross Beaty, forstjóra Alterra Power, eiganda HS Orku. Ásmundur segir að Beaty hafi sagt þetta sjálfur á fundi í Garði í vor. „Hann sat þar fyrir svörum okkar bæjarstjóra á Suðurnesjum, þingmanna og annarra og það kom fram í hans máli, þegar spurt var um væntanleg kaup lífeyrissjóðanna í HS Orku að það fé yrði notað til að endurgreiða honum það lán sem hann lánaði Magma til að kaupa hlutinn í HS Orku á sínum tíma," segir Ásmundur. Ásmundur segir að hann hafi ekki trúað þessu fyrst. Honum hafi fundist einkennilegt að lífeyrissjóðirnir hafi samþykkt að stór hluti fjárfestingar þeirra færu ekki í að byggja upp atvinnulífið á Suðurnesjum. „Mér finnst það afar öfugsnúið að fjárfestingar lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu á Íslandi eigi að fara í að greiða skuldir við eigendur félaga í erlendum ríkjum og jafnvel til annarra verkefna þar sem ég geri alveg eins ráð fyrir að þessir peningar verði nýttir til." Ásgeir Margeirsson, forstjóri Alterra Power á Íslandi, segir það rétt að Ross Beaty hafi veitt félaginu skammtímalán upp á 25 milljónir dollara. Peningarnir sem komu frá lífeyrissjóðunum, þeir eru að fara í að greiða forstjóranum þetta lán? „Það get ég nú ekki sagt alveg ákveðið, en eflaust hefur það einhver áhrif. Ross Beaty lánaði félaginu á síðasta ári fjármagn með skammtímaláni sem var notað sem rekstrarfé. En Alterra Energy er með víðtæka starfsemi og er með orkuver í rekstri og þar með orkusölu bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Það er því mikið fjárstreymi í félaginu. Þetta var endurgreiðsla á láni sem var komið á tíma en ég get ekki svarað því nákvæmlega hvaða krónur eða dollarar fóru í það," segir Ásgeir. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Fjárfesting lífeyrissjóðanna í HS Orku fór að stórum hluta til forstjóra móðurfélags HS Orku. Þetta fullyrðir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, og vitnar í Ross Beaty sjálfan. Samlagshlutafélagið Jarðvarmi slhf. sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða gekk hinn 1. júní síðastliðinn frá kaupum á 25 prósent hlutafjár í HS Orku af dótturfélagi Magma Energy upp á 8,1 milljarð króna. Magma Energy heitir í dag Alterra Power. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, fullyrðir að stór hluti kaupverðsins, eða tæpir þrír milljarðar króna, hafi farið í að greiða skuld við Ross Beaty, forstjóra Alterra Power, eiganda HS Orku. Ásmundur segir að Beaty hafi sagt þetta sjálfur á fundi í Garði í vor. „Hann sat þar fyrir svörum okkar bæjarstjóra á Suðurnesjum, þingmanna og annarra og það kom fram í hans máli, þegar spurt var um væntanleg kaup lífeyrissjóðanna í HS Orku að það fé yrði notað til að endurgreiða honum það lán sem hann lánaði Magma til að kaupa hlutinn í HS Orku á sínum tíma," segir Ásmundur. Ásmundur segir að hann hafi ekki trúað þessu fyrst. Honum hafi fundist einkennilegt að lífeyrissjóðirnir hafi samþykkt að stór hluti fjárfestingar þeirra færu ekki í að byggja upp atvinnulífið á Suðurnesjum. „Mér finnst það afar öfugsnúið að fjárfestingar lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu á Íslandi eigi að fara í að greiða skuldir við eigendur félaga í erlendum ríkjum og jafnvel til annarra verkefna þar sem ég geri alveg eins ráð fyrir að þessir peningar verði nýttir til." Ásgeir Margeirsson, forstjóri Alterra Power á Íslandi, segir það rétt að Ross Beaty hafi veitt félaginu skammtímalán upp á 25 milljónir dollara. Peningarnir sem komu frá lífeyrissjóðunum, þeir eru að fara í að greiða forstjóranum þetta lán? „Það get ég nú ekki sagt alveg ákveðið, en eflaust hefur það einhver áhrif. Ross Beaty lánaði félaginu á síðasta ári fjármagn með skammtímaláni sem var notað sem rekstrarfé. En Alterra Energy er með víðtæka starfsemi og er með orkuver í rekstri og þar með orkusölu bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Það er því mikið fjárstreymi í félaginu. Þetta var endurgreiðsla á láni sem var komið á tíma en ég get ekki svarað því nákvæmlega hvaða krónur eða dollarar fóru í það," segir Ásgeir. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira