Telja aukna skatta á stóriðju brot á samkomulagi 10. ágúst 2011 06:00 Unnið er að tillögum um aukna skatta á stóriðju og banka og að auka tekjur af veiðileyfagjaldi. Samtök iðnaðarins segja það brot á samkomulagi um skattaumhverfi sem gert var árið 2009. Úr álverinu í Straumsvík. fréttablaðið/valli Forsvarsmönnum iðnaðarins, stóriðjufyrirtækja og samtaka fjármálastofnana hugnast illa hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aukinn skatt á greinarnar. Þeir benda á að álögur hafi nýlega verið hækkaðar og telja hugmyndirnar brot á samkomulagi. „Ég bendi á að það er þegar kominn á sérstakur skattur á bankakerfið sem er orðinn töluvert hár," segir Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálastofnana. Hann vill þó ekki tjá sig frekar um tillögurnar fyrr en þær liggi skýrar fyrir. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir ríkisstjórnina hafa gert fjárfestingarsamninga við stóriðjuna og frekari álögur væru brot á þeim samningum. Stjórnin hafi þegar farið út fyrir þá samninga með orkuskatti og kröfu um sérstaka eingreiðslu. „Samningurinn er staðfestur af Alþingi og mér finnst það mjög merkilegt fyrir ríkisstjórn ef hún vill láta það spyrjast um sig að hún brjóti samninginn aftur." Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, segist vilja sjá hugmyndirnar útfærðar áður en hann tjáir sig um þær efnislega. Hann bendir þó einnig á orkuskattinn sem sé íþyngjandi. „Álverið í Straumsvík, sem er minnsta álverið hér á landi, er að borga eina milljón á dag í nýjan orkuskatt. Okkur finnst við því hafa lagt okkar til samfélagsins eftir hrun." Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, bendir á að gert hafi verið sérstakt samkomulag sem gerði ráð fyrir óbreyttu skattaumhverfi í stóriðjunni næstu árin. „Það var gert sérstakt samkomulag í árslok 2009 þegar settur var á sérstakur orkuskattur, að orkutengdur iðnaður fyrirframgreiddi talsvert mikinn skatt gegn því að hann héldist með ákveðnum hætti. Þetta var aftur staðfest í árslok 2010 þegar orkutengdu fyrirtækin voru að gera fjárfestingaráætlanir. Þá viðurkenndi fjármálaráðherra að þetta samkomulag væri í fullu gildi. Ef að á svo núna að fara að falla frá þessu samkomulagi þá eru það mjög vondar fréttir." Ríkisstjórnin hyggst minnka fjárlagahallann um 14 milljarða með sköttum á fjármálafyrirtæki og stóriðju, auk þess sem veiðigjald á að skila auknum tekjum í ríkissjóð. Að auki verður skorið niður um aðra 14 milljarða í ríkisrekstrinum. Þá boðuðu forystumenn ríkisstjórnarinnar í gær að eignir yrðu seldar, þar á meðal hlutir í Arion banka og Íslandsbanka og hugsanlega lítill hlutur í Landsbankanum. kolbeinn@frettabladid.isguðjón rúnarssonTÓMAS MÁR SIGURÐSSON Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Forsvarsmönnum iðnaðarins, stóriðjufyrirtækja og samtaka fjármálastofnana hugnast illa hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aukinn skatt á greinarnar. Þeir benda á að álögur hafi nýlega verið hækkaðar og telja hugmyndirnar brot á samkomulagi. „Ég bendi á að það er þegar kominn á sérstakur skattur á bankakerfið sem er orðinn töluvert hár," segir Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálastofnana. Hann vill þó ekki tjá sig frekar um tillögurnar fyrr en þær liggi skýrar fyrir. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir ríkisstjórnina hafa gert fjárfestingarsamninga við stóriðjuna og frekari álögur væru brot á þeim samningum. Stjórnin hafi þegar farið út fyrir þá samninga með orkuskatti og kröfu um sérstaka eingreiðslu. „Samningurinn er staðfestur af Alþingi og mér finnst það mjög merkilegt fyrir ríkisstjórn ef hún vill láta það spyrjast um sig að hún brjóti samninginn aftur." Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, segist vilja sjá hugmyndirnar útfærðar áður en hann tjáir sig um þær efnislega. Hann bendir þó einnig á orkuskattinn sem sé íþyngjandi. „Álverið í Straumsvík, sem er minnsta álverið hér á landi, er að borga eina milljón á dag í nýjan orkuskatt. Okkur finnst við því hafa lagt okkar til samfélagsins eftir hrun." Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, bendir á að gert hafi verið sérstakt samkomulag sem gerði ráð fyrir óbreyttu skattaumhverfi í stóriðjunni næstu árin. „Það var gert sérstakt samkomulag í árslok 2009 þegar settur var á sérstakur orkuskattur, að orkutengdur iðnaður fyrirframgreiddi talsvert mikinn skatt gegn því að hann héldist með ákveðnum hætti. Þetta var aftur staðfest í árslok 2010 þegar orkutengdu fyrirtækin voru að gera fjárfestingaráætlanir. Þá viðurkenndi fjármálaráðherra að þetta samkomulag væri í fullu gildi. Ef að á svo núna að fara að falla frá þessu samkomulagi þá eru það mjög vondar fréttir." Ríkisstjórnin hyggst minnka fjárlagahallann um 14 milljarða með sköttum á fjármálafyrirtæki og stóriðju, auk þess sem veiðigjald á að skila auknum tekjum í ríkissjóð. Að auki verður skorið niður um aðra 14 milljarða í ríkisrekstrinum. Þá boðuðu forystumenn ríkisstjórnarinnar í gær að eignir yrðu seldar, þar á meðal hlutir í Arion banka og Íslandsbanka og hugsanlega lítill hlutur í Landsbankanum. kolbeinn@frettabladid.isguðjón rúnarssonTÓMAS MÁR SIGURÐSSON
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira