Viðskipti innlent

Bensínið lækkar enn frekar

Íslensku olíufélögin fóru eitt af öðru að lækka eldsneytisverð í gær, bensínlítrann um tvær krónur og dísellítrann um eina krónu. Olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað ört undanfarna sólarhringa í takt við lækkun á verðbréfamörkuðum og samkvæmt því gæti eldsneytisverð lækkað enn frekar hér á landi á næstu dögum.

Og nú í morgunsárið lækkaði Atlantsolía bensínlítrann um tvær krónur til viðbótar og dísellítrann um 3 krónur og hefur félagið þá  lækkað báðar tegundir um samtals 7 krónur á lítrann síðan á fimmtudag í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×