Yfir 2.000 teknir af atvinnuleysisbótum 10. ágúst 2011 03:30 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir flesta taka því illa að vera sviptir bótunum. fréttablaðið/vilhelm Alls voru 1.222 manns teknir af atvinnuleysisbótum í fyrra þar sem þeir voru ekki virkir í atvinnuleit. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hafa 875 verið sviptir bótunum af sömu ástæðu, að því er Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, greinir frá. Samtals hafa því 2.097 verið sviptir bótum. „Þetta á við þá sem hafnað hafa starfstilboði eða hafnað því að sækja svokölluð virkniúrræði eða mætt illa á slík námskeið þar sem er skyldumæting,“ greinir forstjórinn frá. Gissur segir að flestir taki því illa að vera sviptir bótunum. „Menn gera sér ekki alltaf grein fyrir því að þetta snýst ekki bara um réttindi, heldur einnig um skyldur. Þetta eru annars vegar réttindi til þess að fá bætur og hins vegar skyldur til þess að vera virkur í vinnuleit. Við erum alla daga að leiðbeina fólki við að koma sér af bótum í vinnu eða nám.“ Að sögn Gissurar hefur þeim sem misst hafa bætur af fyrrgreindum ástæðum fjölgað jafnt og þétt. „Aukningin frá 2009 er mikil. Atvinnuleysið vex og afleiðingar þess aukast jafnframt.“ Vinnumálastofnun hefur haft spurnir af vinnuveitendum sem nýta sér þekkingarleysi fólks á vinnumarkaði og kjarasamningum. „Það eru dæmi um slíkt. Menn eru að semja um laun sem ekki standast kjarasamninga og annað þess háttar,“ segir Gissur. Hann segir starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa heyrt af vinnuveitendum sem ráði ekki fólk nema það sé reiðubúið til að stunda svarta vinnu. „Ég veit ekki hvað menn fá út úr því annað en að losna við skatt og fela svartar tekjur. Við höfum ekki miklar spurnir af þessu en ég reikna með að þetta sé fyrir hendi. Þessi tilvik hafa ekki komið inn til okkar auk þess sem þetta myndu verða síðustu vinnuveitendurnir sem við vísum fólki til.“ Undanfarið hafa komið upp allmörg dæmi um fólk, sérstaklega iðnaðarmenn, sem skráðir hafa verið á atvinnuleysisskrá en hafnað tilboði um atvinnu. Skráð atvinnuleysi í júní síðastliðnum var 6,7 prósent. Í maí var skráð atvinnuleysi 7,4 prósent en 8,1 í apríl. Að meðaltali voru 11.704 manns atvinnulausir í júnímánuði. ibs@frettabladid.is Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Alls voru 1.222 manns teknir af atvinnuleysisbótum í fyrra þar sem þeir voru ekki virkir í atvinnuleit. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hafa 875 verið sviptir bótunum af sömu ástæðu, að því er Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, greinir frá. Samtals hafa því 2.097 verið sviptir bótum. „Þetta á við þá sem hafnað hafa starfstilboði eða hafnað því að sækja svokölluð virkniúrræði eða mætt illa á slík námskeið þar sem er skyldumæting,“ greinir forstjórinn frá. Gissur segir að flestir taki því illa að vera sviptir bótunum. „Menn gera sér ekki alltaf grein fyrir því að þetta snýst ekki bara um réttindi, heldur einnig um skyldur. Þetta eru annars vegar réttindi til þess að fá bætur og hins vegar skyldur til þess að vera virkur í vinnuleit. Við erum alla daga að leiðbeina fólki við að koma sér af bótum í vinnu eða nám.“ Að sögn Gissurar hefur þeim sem misst hafa bætur af fyrrgreindum ástæðum fjölgað jafnt og þétt. „Aukningin frá 2009 er mikil. Atvinnuleysið vex og afleiðingar þess aukast jafnframt.“ Vinnumálastofnun hefur haft spurnir af vinnuveitendum sem nýta sér þekkingarleysi fólks á vinnumarkaði og kjarasamningum. „Það eru dæmi um slíkt. Menn eru að semja um laun sem ekki standast kjarasamninga og annað þess háttar,“ segir Gissur. Hann segir starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa heyrt af vinnuveitendum sem ráði ekki fólk nema það sé reiðubúið til að stunda svarta vinnu. „Ég veit ekki hvað menn fá út úr því annað en að losna við skatt og fela svartar tekjur. Við höfum ekki miklar spurnir af þessu en ég reikna með að þetta sé fyrir hendi. Þessi tilvik hafa ekki komið inn til okkar auk þess sem þetta myndu verða síðustu vinnuveitendurnir sem við vísum fólki til.“ Undanfarið hafa komið upp allmörg dæmi um fólk, sérstaklega iðnaðarmenn, sem skráðir hafa verið á atvinnuleysisskrá en hafnað tilboði um atvinnu. Skráð atvinnuleysi í júní síðastliðnum var 6,7 prósent. Í maí var skráð atvinnuleysi 7,4 prósent en 8,1 í apríl. Að meðaltali voru 11.704 manns atvinnulausir í júnímánuði. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira