Fleiri fréttir

Fjárfestahópur hættir við að reyna að kaupa Sjóvá

Fjárfestahópurinn sem átti hæsta tilboðið í tryggingarfélagið Sjóvá hefur sagt sig frá söluferli Sjóvá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en Morgunblaðið greinir frá málinu á forsíðu sinni í dag.

Af og frá að reglur hafi verið brotnar við sölu Vestia

Steinþór Pálsson, forstjóri Landsbankans, hafnar því alfarið að verklagsreglur bankans um sölu á fyrirtækjum hafi verið brotnar þegar bankinn seldi eignarhaldsfélagið Vestia til Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna.

Staða lífeyrissjóðanna svipuð og 2006

Þrátt fyrir hátt í 800 milljarða tap lífeyrissjóðanna í hruninu er staða sjóðanna svipuð og hún var árið 2006, segir Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur. Hann segir að yfirmenn lífeyrissjóða hafi staðið sig vel.

Tíu aðilar hafa gert tilboð í Haga

Tíu aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa gert tilboð í smásöluverslanarisann Haga sem er í söluferli hjá Arion banka. Forstjóri Haga nýtur enn trausts til að gegna starfinu þrátt fyrir svimandi háa sekt vegna samkeppnislagabrota.

Fasteignakaupsamningum fækkar á ný

Enn dregur úr fasteignakaupum á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að fasteignamarkaðurinn virtist vera að taka eilítið við sér í haust, fækkar kaupsamningum aðra vikuna í röð.

Hefur minnst 50 sinnum samsamað sig Fons

Pálmi Haraldsson hefur ekki enn greitt lán sem var til umfjöllunar í frétt sem hann hefur höfðað meiðyrðamál vegna. Þá hefur hann a.m.k fimmtíu sinnum samsamað sjálfan sig félagi sínu Fons í opinberri umræðu þótt hann geri athugsemdir við það í fréttum.

Magnús plataði mig ekki í þetta kjaftæði

Fyrrverandi stjórnarformaður Stíms neitar að gefa upp hver það var frá Glitni sem fékk hann til liðs við verkefnið og sannfærði hann um að taka að sér stjórnarformennsku í félaginu. Það hafi þó ekki verið vinur hans Magnús Pálmi Örnólfsson.

Gæti kostað sex milljarða króna

Í kringum tíu óskuldbindandi tilboð hafa borist Arion banka í allt að 29 prósenta kjölfestuhlut í Högum. Frestur til að skila inn tilboðum rann út á mánudag.

Myndarleg lækkun dráttarvaxta hjá Seðlabankanum

Grunnur dráttarvaxta lækkaði um 0,75% við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands hinn 3. nóvember sl. og því lækka dráttarvextir úr 13,25% í 12,50% fyrir tímabilið 1. - 31. desember 2010.

Orkuveitan skilaði tæplega 17 milljarða hagnaði

Hækkun á gengi íslensku krónunnar og lækkandi fjármagnskostnaður tryggði að rekstur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skilaði 16,8 milljarða króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunni.

Forstjóri með réttarstöðu sakbornings situr áfram

Stjórn Saga fjárfestingabanka tók ákvörðun um það á fundi í gær að Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri bankans, yrði ekki settur í leyfi frá störfum vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Glitnis.

Slök vika á fasteignamarkaði höfuðborgarinnar

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 12. nóvember til og með 18. nóvember 2010 var 49. Þar af voru 39 samningar um eignir í fjölbýli, 8 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.211 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,7 milljónir króna.

Hagnaður Eimskips 1,5 milljarðar á fyrstu 9 mánuðum ársins

Hagnaður Eimskips fyrstu níu mánuði árins eftir skatta nam 1,5 milljörðum króna. Þetta er umfram væntingar þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði. Heildarvelta samstæðunnar var 46 milljarðar króna og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjámagnsliði var jákvæður um 5 milljarða króna.

Efast um að heimilt sé að reikna vexti á ósendar kröfur

Talsmaður neytenda efast um að bílalánafyrirtækjum sé heimilt að reikna vexti ofan á kröfur sem aldrei voru sendar til fólks. Þetta er eitt af tuttugu álitamálum sem hann telur vera við endurútreikning bílalána og segir að frumvarp viðskiptaráðherra eyði ekki óvissu fólks með bílalán.

Kostnaður við nýbyggingu íbúða að ná jafnvægi

Ef marka má vísitölu byggingarkostnaðar virðist kostnaður við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis vera að ná jafnvægi eftir mikla hækkun í kjölfar falls krónu fyrir liðlega tveimur árum síðan.

Ísland og Japan þróa samstarf í orkumálum og hátækni

Á fundum Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með ráðherrum utanríkis-, efnahags- og iðnaðarráðherra Japans og forstjórum Mitsubishi Heavy Industries og japanskra fjárfestingasjóða, var ákveðið að þróa samstarf milli íslenskra og japanskra aðila í orkumálum og grænni hátækni.

Ísland í betri stöðu en Írland og Grikkland á margan hátt

„Á margan hátt er Ísland í betra ásigkomulagi en Írland eða Grikkland en þau lönd gæti bæði orðið föst í kreppu næsta áratuginn. Ísland gæti jafnvel verið í betra ásigkomulagi en Bretland, við vitum ekki enn hvað RBS (Royal Bank of Scotland) eða Lloyds-HBOS muni kosta okkur, né hvenær við getum losað okkur við þá.“

Hagstofan: Rúm 10% heimila í vanskilum með húsnæðislán

Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands 2010 sýnir að 10,1% heimila voru í vanskilum með húsnæðislán eða leigu einhvern tíma síðastliðnu 12 mánuði og 13,3% voru í vanskilum með önnur lán. Nálega helmingur heimila átti erfitt með að ná endum saman á árinu.

Samtök álfyrirtækja á Íslandi tekin til starfa

Samtök álfyrirtækja á Íslandi tóku formlega til starfa í gær en markmið samtakanna er að vinna að hagsmunum og framþróun íslensks áliðnaðar og að auka upplýsingagjöf um áliðnaðinn.

Landsvirkjun telur sæstreng mögulegan

Nýjustu athuganir Landsvirkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkjanir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlaður um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna.

Tryggja rekstur í Borgarnesi

Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur selt iðn­fyrirtækið Límtré Vírnet til félagsins Uxahryggja fyrir 720 milljónir króna. Þar af nema skuldir sex hundruð milljónum króna. Límtré Vírnet var áður hluti af BM Vallá sem varð gjaldþrota í maí.

Eins árs loðnan lofar góðu

Hafrannsóknastofnunin leggur til að heildaraflamark loðnu á yfirstandandi vertíð verði samtals tvö hundruð þúsund tonn. Stofnunin mun kanna hvort tilefni sé til að endurskoða tillögurnar eftir mælingu á loðnustofninum eftir áramót.

Bætur skertar og álögur auknar

Bætur ýmis konar verða skertar og álögur á bifreiðar, áfengi og tóbak og fleira verða auknar í fjárlögum næsta árs. Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna mun lækka um hálft prósent vegna þessa

Hæstiréttur staðfestir risasekt Haga

Hæstiréttur hefur úrskurðað að 315 milljón króna stjórnvaldssekt á hendur Haga hafi verið hæfileg viðurlög. Þetta er hæsta sekt sem lögð hefur verið á hér landi vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu.

Keyptu Límtré Vírnet á 720 milljónir

Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hefur selt iðnfyrirtækið Límtré Vírnet ehf. til Uxahryggja ehf. Söluverð hlutafjár Límtrés Vírnets er 120 milljónir króna en þar að auki nema vaxtaberandi skuldir um 600 milljónum króna.Samtals nemur kaupverðið því 720 milljónum kr.

Iceland Express til Skotlands og Írlands

Iceland Express ætlar að fljúga til Edinborgar í Skotlandi og Belfast og Dublin á Írlandi næsta sumar. Flogið verður tvisvar til þrisvar viku til Belfast, Edinborgar og Dublin.

Tónlist.is tilbúinn fyrir Android-símaflóðið

Baráttan um snjallsímamarkaðinn er í algleymi þessi misserin. Þvert á allar spár hefur Google náð mjög styrkri stöðu á markaðnum á skömmum tíma með Android-stýrikerfinu. Tónlistarvefurinn Tónlist.is hefur ekki farið varhluta af því og eru menn þar á bæ nú búnir að uppfæra þjónustuna þannig að hún henti fyrir þá síma sem eru með Android.

Omnis semur við Hewlett-Packard

Omnis ehf náði á dögunum samningi við Hewlett-Packard (HP) sem veitir fyrirtækinu stöðu sem svokallað HP Preferred Partner í sölu og þjónustu á tölvubúnaði frá fyrirtækinu.

Vonir um írska björgun sefar óttann á mörkuðum

Auknar vonir um að Írar muni þiggja neyðaraðstoð frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) hafa sefað ótta fjárfesta á mörkuðum í Evrópu. Hlutabréfavísitölur í Bretlandi og Þýskalandi eru á uppleið og skuldatryggingaálagið á Írland er á niðurleið, raunar komið undir 500 punkta samkvæmt mælingu CMA gagnaveitunnar.

OECD: Dekkri efnahagshorfur fyrir Ísland

Í nýrri skýrslu frá OECD um efnahagshorfur á Íslandi kemur fram að stofnunin telur horfurnar nú dekkri en fram kom í samskonar skýrslu s.l. vor. Nú telur OECD að hagvöxtur á næsta ári verði 1,5% en í vor taldi stofnunin að hann yrði 2,2%.

Peningastefnunefnd telur áfram svigrúm til vaxtalækkanna

Peningastefnunefnd telur að eitthvert svigrúm sé enn til staðar til áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds, það er frekari vaxtalækkanna, haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist og hjaðni verðbólga eins og spáð er.

Greining Arion banka spáir hjöðnun verðbólgu niður í 3%

Greiningardeild Arion banka spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í nóvember. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 3% samanborið við 3,3% í október. Þessi spá er í takt við aðrar sem birst hafa í vikunni.

Orkuvaktin: Raforkukaup fyrir milljarð skoðuð

Á því fimm mánaða tímabili sem Orkuvaktin hefur að boðið fyrirtækjum að skoða hagræðingarmöguleika í innkaupum á raforku að kostnaðarlausu hafa kaup fyrir ríflega milljarð á ári verið skoðuð þ.e. heildarkostnaður án vsk.

Delta flýgur fimm sinnum í viku til New York

Bandaríska flugfélagði Delta Airlines ætlar að hefja áætlunarflug á milli Keflavíkur og New York í byrjun júní og fljúga fimm ferðir í viku. Í tilkynningu frá Delta segir að farÞegum frá Íslandi gefist kostur á hagstæðu tengiflugi til 35 áfangastaða í Bandaríkjunum, Kanada, Rómönsku Ameríku og í Karabíska hafinu, með Delta og samstarfsflugfélögum þess vestra.

Kaup á skuldabréfi aldrei færð til bókar

Samnings um kaup gjaldeyrissjóðs Glitnis, GLB FX, á skuldabréfi af Saga Capital í ágúst 2008 er í engu getið í bókum eða fundargerðum sjóðsins frá þeim tíma. Reglum samkvæmt átti að færa alla gerninga sjóðsins í bækur hans í enda hvers dags, enda höfðu þeir alla jafna áhrif á afkomu sjóðsins, sem er uppreiknuð daglega. Í þessu tilviki var það ekki gert.

Sjá næstu 50 fréttir